Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 20

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201820 S K E S S U H O R N 2 01 8 Starfsmaður óskast í ræstingu við Leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit Laus er staða við ræstingar í leikskólanum Skýjaborg, Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða ræstingarstarf utan dagvinnutíma alla virka daga, 3,05 klst. á dag, vinnan fer fram á tímabilinu 16:30 – 20:00 eða eftir samkomulagi. Reynsla af vinnu við ræstingar æskileg. • Hreinlæti í fyrirrúmi. • Sjálfstæð vinnubrögð. • Starfið hentar báðum kynjum.• Laun samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar má finna hjá leikskólastjóra, Eyrúnu Jónu Reynisdóttur, í síma 433 8530 / 892 5510 og á netfanginu eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 27. desember næstkomandi og skal umsóknum ásamt starfsferilskrá skilað í tölvupósti til leikskólastjóra á netfangið: eyrun. jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Gaman saman um áramótin Fjölskyldan saman 18 ár a ábyrgð Loksins er það komið, Jólablað Skessuhornsins. Ég sjálfur kýs að lesa það eins og bók, í hollum, svo þykkt er það. Eflaust hafa ýms- ar andvökunætur fylgt undirbún- ingnum og afraksturinn eftir því. Svo lesið og njótið. Mæli helst með heitu súkkulaði í bolla við fyrsta lestur (eða kaffi ef þú ert eins og ég kæri lesandi). Ég skrifa þennan pist- il í miklum anda jólanna, læt Empe- ror - Anthems To The Welkin At Dusk rúlla á Spotify og horfi á jóla- tréð niðrí stofu. En hvað um það, ég ræði um jólatréð á eftir. Endahnút- urinn á þessu ári ætlar að verða stór- skemmtilegur en það fer samt eftir því hvernig á hann er horft. Förum í sandkornin. Klausturþingmenn halda fast- ir við sinn keip þrátt fyrir að hafa móðgað alla minnihlutahópa á Ís- landi fyrir utan örvhenta, þeir segja; þetta var bara svart grín og Lilja og félagar ættu bara að róa sig. Það er fullt af öðrum þingmönnum sem tala svona OK. Það sem vekur hjá mér mesta furðu er hvernig er hægt að tala illa um fólk í þrjá tíma í streit. Það er visst afrek út af fyrir sig. Þetta var enginn sprettur sem heyrðist á upptökunni heldur maraþon sem leysti upp pólitískan frama þessa fólks hægt og bítandi með hverju orði sem var sagt. Sendiherrakap- all, skötuveisla og asnaeyru. Þó að málssókn beri sigur úr býtum fyr- ir sexmenningana fyrir tilstilli pers- ónuverndarlaga (skilur einhver þessi nýju lög?) þá munu öll orð úr þeirra munni sem tengjast mál- efnum kvenna og fatlaðra hljóma hol og fölsk. Ég tek bara sem dæmi Gunnar Braga. Hann fór í forsvari fyrir Ísland á ráðstefnu sem var sett upp til þess að tækla einmitt svona orðræðu, átakið He for She sem var á vegum UN-Women og stóð sig nokkuð vel. Ég trúði honum meira að segja, kannski var bensíntittur- inn allt í lagi gaur hugsaði ég. En ég ætla rétt að vona að þessi viðburð- ur verði vakning á ákveðinni siðbót, ef svo má kalla, meðal þessara sóða- kjafta sem Sigmundur minnist á. En það er einn hlutur sem fær að standast tímans tönn þrátt fyrir að hlutir leysist upp hjá öðrum. Davíð Oddsson heldur áfram að skrifa sín stórbrotnu Reykjavíkurbréf. Mér er spurn: Les enginn þau yfir eða fá þau að fljóta óbreytt með í prent- smiðjuna? Fær kannski enginn að lesa þau yfir og ritstjórinn mylur andstæðinga sína niður í duft mán- aðarlega? Þetta eru allt spurning- ar sem vakna með mér þegar ég fæ loksins tækifæri til að lesa þau því ég er ekki áskrifandi að Mogganum. En aftur að jólatrénu. Ég bíð eft- ir því að það verði skreytt, hlakka til. Það er nefnilega stórskemmti- legt hvernig jólatré eru skreytt. Sum tré fá sinn einfalda skammt af rauðum jólakúlum og glimmerhúð- aðari stjörnu á meðan önnur tré fá minningar hengdar á sig: Einhverja kúluna fékk barnabarnið frá ömmu sinni að gjöf, hin kúlan var valin sérstaklega, jólatindátinn sem fylgdi jólapakka fær að fljóta með o.s.fv. Tími jólanna er nefnilega ekki endilega tími gjafa og matar held- ur minninga líka. Við setjumst við tréð og virðum dýrðina fyrir okkur og dveljum stundarkorn í fortíðinni og hugsum um það sem hefur gerst. Allt á sér tilgang og fallega sögu. Eins og helgileikurinn, sem er sett- ur upp á hverju ári, fær fólk tæki- færi til að setja upp sinn eigin helgi- leik heima fyrir, nema leikendurnir heima fyrir eldast með hverju árinu sem líður með einstaka viðbót í formi nýfæddra fjölskyldumeðlima. Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Axel Freyr Eiríksson Allir minnihlutahópar nema örvhentir PISTILL Það er líf og fjör í Pakkhúsinu í Ólafsvík þessa dagana, jólasvein- arnir kíkja við á hverjum degi til að hitta börnin, syngja með þeim og athuga hvað þau hafa fyrir stafni. Ýmsir aðrir viðburðir eru einn- ig í Pakkhúsinu þessa dagana og á mánudaginn spilaði tríó skipað þeim Valentinu Kay, Evgeny Ma- keev og Sveini Þór Elínbergssyni nokkur lög ásamt bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar sem söng með þeim. Það var mál manna að þetta hafi verið lagvissasta bæjarstjórnin á Vestur- landi sem söng saman á aðventunni að þessu sinni. þa Líf og fjör í Pakkhúsinu í Ólafsvík Föstudagskvöldið 29. júní síðast- liðinn lentu mæðgurnar Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, Dalrós Líf og Friðmey Dóra í því að missa all- ar eigur sínar í húsbruna við Skaga- braut á Akranesi. Á afmælisdegi Dalrósar föstudaginn 14. desemb- er síðastliðinn, um fimm og hálfum mánuði eftir húsbrunann, fengu þær húsið sitt afhent á ný eftir viðgerð- ir og fluttu þær inn á sunnudaginn. Blaðamaður Skessuhorns leit við hjá þeim seinnipart mánudags og var þá mikið líf og fjör á heimilinu. Þær Dalrós og Friðmey voru með nokkrar vinkonur í heimsókn sem allar voru spenntar að sjá nýuppgert heimilið. „Við bjuggum á Tinda- flöt á meðan unnið var í húsinu og það er svo langt fyrir vini stelpnanna að koma þangað svo þær hafa beð- ið spenntar eftir að geta fengið vini í heimsókn,“ segir Jóhanna. Hún stefndi alltaf á að flytja inn aftur fyr- ir jól, sem hafðist naumlega. „Það er gott að koma hingað aftur en það er þó ekki allt klárt,“ segir hún og bendir blaðamanni á að enn eigi eft- ir að ljúka við að gera upp neðstu hæð hússins. „Við erum gríðarlega þakklát öll- um þeim sem hjálpuðu okkur og styrktu eftir brunann. Einnig vil ég skila þakklæti til allra þeirra iðnað- armanna sem unnu í húsinu,“ segir Jóhanna þakklát að endingu. arg Náði að flytja inn fyrir jól eftir að hafa lent í húsbruna síðasta sumar Mæðgurnar Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, Dalrós Líf og Friðmey Dóra misstu allar eigur sínar í húsbruna síðasta sumar. Núna er búið að laga húsið og þær fluttar inn á ný. Húsið var mannlaust þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu að kvöldi 29. júní.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.