Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 34

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 34
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201834 Þ-H leið sem liggur um Teigsskóg og D2 leið sem liggur í göngum undir Hjallaháls og með nýjum vegi um Ódrjúgs- háls. Málið fór því til áframhaldandi vinnslu. Íbúar á Reykhól- um söfnuðu í vor undirskriftum þar sem skorað var á sveitar- stjórn að taka til skoðunar að kanna vænleika þess að farin yrði leið framhjá þorpinu og brú lögð yfir Þorskafjörð. Var norskt verkfræðifyrirtæki fengið til að leggja mat á þann kost í sam- anburði við aðra. Niðurstaða fyrirtækisins var að ódýrast væri að brúa Þorskafjörð. Því mati er Vegagerðin hins vegar ósam- mála og vill halda sig við Þ-H leið um Teigsskóg. Nú í des- ember var það niðurstaða valkostagreiningar sem hreppur- inn lét vinna, að vænlegast væri að halda sig við R-leið. Málið er því enn á borði hreppsnefndar og Vegagerðarinnar og alls ekki ljóst hvaða leið verður fyrir valinu með framtíðar veg- tengingu við sunnanverða Vestfirði. Málið er að verða lengsta og erfiðasta deilumál varðandi vegalagningu hér á landi. Stórhýsi í Borgarnesi Síðastliðið sumar var nýtt 85 herbergja hótel á fimm hæð- um, Hótel B-59, vígt við Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Sam- byggt því á lóðinni Borgarbraut 57 er auk þess risið ríflega 28 íbúða fjölbýlishús. Skipulagsmál og deilur vegna þeirra hafa vafist fyrir þessari uppbyggingu í nokkur ár og hefur málið m.a. snert fyrirtæki sem hafa starfsemi á samliggjandi lóð, sem ljóst er að verða að víkja til að skapa megi rými við hlið fjöl- býlishússins fyrir innkeyrslu. Engu að síður er hótelið og fjöl- býlishúsið stór framkvæmd á mælikvarða sveitarfélagsins og mannvirkin setja sterkan svip á miðbæ Borgarness. Áfram vöxtur í ferðaþjónustunni Á þessu ári hefur ferðaþjónustan á landsvísu farið vaxandi, þótt dregið hafi úr þeim árlega vexti sem einkennt hefur síðustu árin. Á Mannamóti markaðsstofa landshlutanna sem haldið er í janúar ár hvert kynna ferðaþjónustufyrirtæki það helsta sem í gangi er í greininni. Mikill vöxtur er á sviði afþreyingar, veit- ingasölu og hótelstarfsemi og bættust nokkur fyrirtæki við á Vesturlandi á árinu. Á meðfylgjandi mynd er Kjartan Ragn- arsson í Landnámssetrinu í Borgarnesi að ræða við Þórdísi Kolbrún R Gylfadóttur ferðamálaráðherra og Kristján Guð- mundsson, þáverandi forstöðumann Markaðsstofu Vestur- lands. Kristján hvarf til annarra starfa á árinu og er nú mark- aðsstjóri Ferðaþjónustunnar Húsafelli. Vesturlandsvegur stórhættulegur Á þessu ári var daglegum vegfarendum um Vesturlandsveg á Kjalarnesi nóg boðið og var kallað til fundar á Akranesi þar sem ástandi vegarins var mótmælt og kallað eftir aðgerðum stjórnvalda. Alvarleg umferðarslys, þar á meðal eitt banaslys í byrjun árs, hafa orðið á veginum. Djúpar rásir og slæmur veg- ur gera akstur um veginn stórhættulegan. Samgönguráðherra mætti á fundinn og tók undir að ástand vegarins væri í engu samræmi við umferðarþunga. Í sumar var ríflega þriggja kíló- metra kafli vegarins lagður nýju malbiki. Annað hefur ekki enn gerst til bóta á þessum vegi, sem þykir einn af hættuleg- ustu vegum landsins. Á borði Alþingis liggja nú tillögur um að flýta vegalagningu á öllum stofnvegum frá höfuðborgarsvæð- inu og fleiri vegum einnig með því að innheimta hófleg veg- gjöld. Málið verður tekið upp á Alþingi eftir jólafrí og vænta má ákvarðana í byrjun árs. Byggja frístundamiðstöð Í janúar var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri þúsund fer- metra frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi. Eru það Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður sem standa að framkvæmdinni. Mun ný frístundamiðstöð hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfsemi á vegum ÍA og Akranes- kaupstaðar. Framkvæmdir hafa gengið vel og áætlað að húsið verði tekið í notkun næsta vor. Þrífösun rafmagns mikið hagsmunamál Á undanförnum árum hefur þörfin fyrir þrífösun rafmagns aukist. Tæki sem notast er við í landbúnaði, iðnaði og í fleiri atvinnugreinum eru bæði ódýrari í innkaupum og rekstri, ef þau eru gerð fyrir þriggja fasa rafmagn. Mjaltabásar og við- kvæmur tæknibúnaður í þeim er t.d. hannaður með það fyr- ir augum að slík orka sé í boði. Stjórnvöld hafa verið sofandi í þessum málum á liðnum árum. Snemma árs héldu sveitar- stjórnarmenn í Borgarbyggð fund með bændum á Mýrum. Umræðuefnið var hvernig flýta mætti lagningu þriggja fasa rafmagns um starfssvæði félagsins og það skoðað hvort hægt væri t.d. að leggja strenginn samhliða ljósleiðara. Heima- menn á starfssvæði Búnaðarfélags Mýramanna lýstu sig jafn- framt reiðubúna til að leggja fram vinnu við undirbúning lagningar þriggja fasa rafmagns, undirbúa framkvæmdir og þannig gera sitt til að lækka kostnað við raforkukaup. Mark- miðið var að geta afhent Rarik fullbúna línu til rekstrar og eignar. Fiskmarkaður undirstaða útgerðar Við greindum frá því á árinu að fiskmarkaði var tvívegis opn- aður á Akranesi. Í fyrra skiptið í janúar, en honum var svo lokað aftur í sumar. Í haust hófst rekstur markaðar að nýju og Böðvar Ingvason tók við rekstrinum í nafni Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar. Starfræksla fiskmarkaðar er talin forsenda út- gerðar, en slík starfsemi hefur átt verulega í vök að verjast á Akranesi á liðnum árum, enda fáir bátar gerðir þar út í seinni tíð. Hestamannafélagið Borgfirðingu Snemma árs voru hestamannafélögin Skuggi og Faxi form- lega sameinuð í nýtt félag sem hlaut nafnið Hestamannafélag- ið Borgfirðingur. Meðfylgjandi er mynd frá fyrsta stjórnar- fundi undir forystu Þórdísar Arnardóttur. Töluverð nýsköpun Á yfirstandandi ári hef- ur töluverð nýsköpun átt sér stað og ný fyrir- tæki og starfsemi hafist í landshlutanum. Mörg þeirra tengjast ferða- þjónustu enda hefur sú atvinnugrein verið í hvað mestum vexti á liðnum árum. Auk hót- ela og afþreyingar fyrir ferðafólk, á borð við ka- jakaleigu, norðurljósa- sal eða leigu á hestum, hafa ný fyrirtæki tekið til starfa svo sem í fisk- vinnslu, vinnslu land- búnaðarafurða, silki- ormaræktun og ýmsu fleiru áhugaverðu. Meðfylgjandi mynd er tekin í brugghúsinu Draug´r á Kala- stöðum í Hvalfjarðarsveit. Óveður af og til Krappar lægðir gengu yfir Vesturland nokkrum sinnum á árinu. Talsvert oft urðu óhöpp en sjaldnast alvarleg slys af þeim sökum. Rúta með frönskum skólabörnum fauk út af Borgarfjarðarbraut við Kvígsstaði í febrúar og var mikill við- búnaður sökum þess. Enginn slasaðist þó alvarlega, enda allir farþegar í bílbeltum. Þá fuku flutningabílar, húsbílar, mjólk- urbíll og smærri bílar í ýmsum veðrum víðsvegar um lands- hlutann á þessu ári. Veðurstofa Íslands tók á árinu upp nýtt viðvörunarkerfi og hafa litamerkingar þær reynst vel í við- leitni fjölmiðla og annarra til að vara við erfiðum akstursskil- yrðum og almennt að leiðbeina fólki að taka mið af veðurað- stæðum. Umdeildar tillögur í safnamálum Tillögur sem snertu Safnahús Borgarfjarðar og hugsanlega færslu starfseminnar urðu mikið hitamál snemma árs í Borg- arbyggð. Vinnuhópur sem sveitarstjórn skipaði á síðasta ári til að vinna tillögur um framtíðarskipan safnamála í sveitarfé- laginu skilaði tillögum sem urðu mjög umdeildar. Tillögurnar fólu m.a. í sér færslu starfsemi Safnahúss frá Bjarnarbraut og í framhaldi þess selja húsið. Bókasafni yrði komið fyrir í Hjálm- Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.