Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Page 40

Skessuhorn - 19.12.2018, Page 40
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201840 Einn þurr dagur í maí Í vor og framan af sumri var einkar úrkomusamt á Vestur- landi, á sama tíma og íbúar norðan- og austanlands böðuðu sig í sól. Heyfengur bænda var því fremur rýr að gæðum, en þokkalega viðraði til heyskapar síðari hluta júlí og í ágúst. Eft- ir að stytti upp voru tún víða svo gegnsósa af vatni að um þau var ekki fært fyrr en eftir nokkurra daga þurrk. Maímánuður var einhver sá votasti í manna minnum á vestanverðu landinu. Meðalúrkoma í Ásgarði í Dölum í maí er 52,2 mm. Í maí í ár mældist úrkoman hins vegar hvorki meiri né minni en 120,9 mm. „Einu sinni hefur mælst meiri úrkoma í maí, það var árið 1993 en þá komu ríflega 100 mm sama sólarhringinn, eða 8. maí 1993. Ég hugsa því að maí 2018 fari í sögubókina sem sá votviðrasamasti til þessa enda aðeins einn dagur sem engin úrkoma mældist, eða 31. maí,“ sagði Eyjólfur Ingvi bóndi og oddviti í Ásgarði. Eitt stærsta berghlaup frá landnámi Að morgni laugardagsins 7. júlí féll gríðarstórt berghlaup úr Fagraskógarfjalli í Hítardal. Talið er að skriðan sé stærsta eða næststærsta jarðfall sem fallið hefur hér á landi frá landnámi og að milli 10 og 20 milljónir rúmmetra hafi skriðið fram. Berghlaupið fór yfir Hítará, stíflaði ána og hljóp hálfan annan kílómetra fram. „Það má líkja þessu við náttúruhamfarir. Að sjá er illmögulegt að bregðast við varðandi rennsli Hítarár,“ sagði Finnbogi Leifsson í Hítardal sem fyrstur kannaði að- stæður fyrst eftir að skriðan féll. Kvaðst hann miður sín yfir þessum náttúruhamförum. Talið er að miklar rigningar þrem- ur mánuðum fyrir berghlaupið hafi átt sinn þátt í hvernig fór. Engu að síður má sjá á ljósmyndum af fjallinu fyrir berghlaup- ið að jarðvegssig hefur verið komið í svæðið sem hljóp fram, hugsanlega fyrir einhverjum hundruðum ára. Farvegur Hít- arár stíflaðist og höfðu menn um tíma verulegar áhyggjur af laxveiði í ánni. En áin fann sér nýjan farveg, vatnið jafnaði sig og veiði í Hítará varð býsna góð í sumar þrátt fyrir aðstæður. Engu að síður fóru undir skriðuna margir góðir veiðistaðir og dýrmætt uppeldissvæði laxa, beitarland og ekki er óhugsandi að eitthvað af fé hafi verið þarna þegar skriðan féll. Lán var að hún féll undir morgun þegar fólk var ekki í ferð. Til skoðunar er hvort grafið verði í gegnum skriðuna til að áin geti fundið sinn rétta farveg að nýju. Erfið staða sauðfjárræktar Sauðfjárbændur hafa orðið fyrir miklum tekjumissi undan- farin ár sökum lækkunar afurðaverðs. Framleiðsla er meiri en salan og má vafalítið rekja það til mikils innflutnings á kjöti. Þrátt fyrir að skipaðir hafi verið starfshópar og nefnd- ir á vegum hins opinbera og forsvarsmanna bænda, hafa línur ekki mikið skýrst í afkomumálum stéttarinnar. Þá gagnrýndu bændur harðlega á árinu að afurðaverð liggur ekki fyrir fyrr en sláturtíð er hafin, en ætti að vera gert mönnum opinbert í nóvember árið áður til að hægt væri að taka vitrænar ákvarð- anir um ásetning og áætlanagerð við búskapinn. Mikil óvissa einkennir því sauðfjárrækt. Vestlensk ríkisstjórn Ríkisstjórn Íslands hélt sumarfund sinn í Langaholti í Staðar- sveit á Snæfellsnesi í júlí. Að loknum fundi var rætt við sveitar- stjórnarfólk á Vesturlandi um helstu áherslumál sveitarfélaga gagnvart fjárveitingavaldinu. Fremur sjaldgæft er að ríkisstjórn fundi utan Reykjavíkur og var vel til fundið að hafa fundinn á Snæfellsnesi. Þessir ráðherrar eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa annað hvort alist upp á Vesturlandi eða eiga þangað sterka tengingu. F.v. Svandís Svavarsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásmundur Einar Daðason. Hvalveiðar voru stundaðar í sumar Hvalvertíð gekk vel í sumar og vel á annan hundrað hvalir sem verkaðir voru í gömlu hvalstöðinni. Siglt var með megnið af kjötinu í haust áleiðis um Norður-Íshafið til Japans. Eins og fyrr vöktu hvalveiðarnar umræður, ekki síst þegar blendingur langreyðar og steypireyðar var skotinn. Veður var með ágæt- um þegar ljósmyndari Skessuhorns fylgdist með skurði á einni langreyð í sumar. Sólin náði að ylja áhorfendum og körlunum á plani af og til. Frá því byrjað var að skera hvalinn og þar til verk- inu lauk leið ekki nema rúm klukkustund. Öll tæki; gufuknúin spil sem önnur, virðast ganga smurt jafnvel þótt mörg séu þau komin til ára sinna líkt og hvalbátarnir sem báðir voru að veið- um þegar þetta var. Þá er allt viðhald mannvirkja á svæðinu, og ekki síður heima í braggahverfinu, Hvali hf. til sóma. Ekki er útséð með veiðar næsta sumar. Rækjuvinnslu hætt Það var reiðarslag fyrir atvinnulífið í Grundarfirði í júlí þeg- ar FISK Seafood ehf. sagði upp 19 starfsmönnum við rækju- vinnslu. Tveimur að auki var boðin vinna áfram við að taka nið- ur tæki og undirbúa sölu þeirra. Í tilkynningu frá FISK Seafood segir að veiðar og vinnsla rækju hafi átt erfitt uppdráttar hér- lendis á undanförnum árum og sé ákvörðunin tekin í ljósi lang- varandi tapreksturs í Grundarfirði; „sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður,“ eins og sagði í tilkynn- ingunni. Bæjarráð Grundarfjarðar var tilkynnt um uppsagnirn- ar og í yfirlýsingu þess sagði að uppsagnirnar væru litnar al- varlegum augum; „og hefði kosið að fyrirtækið hefði haft sam- ráð við bæjaryfirvöld þannig að mögulega hefði mátt undirbúa mótvæðisaðgerðir.“ Ráðvilltir hvalir Það gerðist nokkrum sinnum í sumar að hvalavöður komu sér í sjálfheldu og á grynningar við strendur Snæfellsness. Tæplega hundrað grindhvalir fóru t.d. inn á Kolgrafafjörð í ágúst. Ítrekað voru hvalirnir reknir undir brú að nýju, en létu ekki segjast. Þá voru hvalir í vandræðum við Rif og Ólafsvík nokkru síðar og þurftu björgunarsveitarmenn að stugga við þeim á bátum. Minningarsjóður og þjóðarátak Við sviplegt fráfall Einars Darra Óskarssonar, átján ára drengs í Hvalfjarðarsveit sem lést úr lyfjaeitrun í vor, stofnuðu að- standendur og vinir hans Minningarsjóð Einars Darra. Sjóð- urinn vatt upp á sig og úr var þjóðarátakið „Ég á bara eitt líf“ sem vakið hefur athygli á því stóra vandamáli sem þjóðin öll stendur frammi fyrir þegar kemur að misnotkun lyfseðils- skyldra lyfja. Öryggi ferðamanna Í byrjun ágúst var settur upp öryggisveggur í Upplýsingamið- stöð Snæfellsness á Breiðabliki. Veggurinn er settur upp af Safe Travel í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes, sem annast rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar. Þar má sjá rafræn- ar upplýsingar um færð og veður og kort af Snæfellsnesi sem sýnir staði þar sem ástæða þykir til að gæta sérstakrar varúðar. Öryggi ferðafólks á svæðinu komst ítrekað í fréttir á árinu og er ekki vanþörf á auknum slysavörnum, einkum vegna slysa og björgunarstarfa eftir að fólk hafði gengið á Kirkjufell í vafa- samri færð og veðri. Eitt banaslys varð í fjallinu á þessu ári og annað á því síðasta. Þá var kona hætt komin í fjallinu í haust og lögðu björgunaraðilar sig í mikla hættu við að koma henni til hjálpar. Kallabakarí á nýjan stað Hið rótgróna bakarí á Akranesi; Brauða- og kökugerðin var flutt í nýtt húsnæði við Innnesveg 1 á árinu og nafninu breytt í Kallabakarí. Það voru tímamót hjá fjölskyldufyrirtækinu þar sem þetta er fyrsti flutningur þess í um 50 ára sögu, en það hefur frá stofnun verið við Suðurgötu 50a. Nýi staðurinn er þrefalt stærri en sá gamli eða 420 fermetrar að flatarmáli og býður því upp á fjölmörg ný tækifæri í rekstri. Nýja bakaríið gefur fyrirtækinu kost á að auka þjónustu við bæjarbúa og mæta vaxandi markaði. Þar er auk þess sæti fyrir þá sem vilja njóta veitinga á staðnum. Grunnskóli Borgarness stækkaður Framkvæmdir hófust í maí við endurbætur og viðbyggingu Grunnskóla Borgarness. Reist verður viðbygging sem hýsir eldhús, fjölnota sal og kennslurými. Jafnframt verða gerðar miklar endurbætur á eldra húsnæði skólans, bæði vegna teng- ingar við nýbygginguna og til að koma í veg fyrir leka. Einnig Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum Framhald á næstu opnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.