Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Qupperneq 42

Skessuhorn - 19.12.2018, Qupperneq 42
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201842 Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum verður farið í endurbætur í núverandi húsnæði en hluti þess er kominn til ára sinna og er þörf á töluverðum endurbótum innanhúss. Endurbæturnar sem farið verður í á næstu árum gera það að verkum að öll umgjörð skólastarfsins batnar og starfsaðstæður nemenda og kennara sömuleiðis. Verkefnið er langstærsta fjárfesting Borgarbyggðar um þessar mundir og áætlað að heildarkostnaður verði um eða yfir einn milljarð- ur króna. Fimleikahús í byggingu Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit skrifuðu á árinu und- ir samkomulag við hestamannafélagið Dreyra um byggingu reiðhallar á Æðarodda. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Þá eru hafnar framkvæmdir við byggingu fimleikahúss sem verður sambyggt Íþróttahúsinu við Vestur- götu. Húsið verður 1.640 fermetra fimleikasalur, með steyptri áhorfendastúku, stökkgryfjum, trampólínum með lendingu og fíbergólfi, svokölluðu „Fast track“ og öllum þeim búnaði sem þarf til fimleikaiðkunar við bestu mögulegu aðstæður. Auk nýbyggingar fimleikahúss verða núverandi búningsklef- ar íþróttahússins við Vesturgötu endurnýjaðir sem og anddyri og kennslurými þar sem frístund Brekkubæjarskóla hefur ver- ið starfrækt. Verktaki við byggingu fimleikahússins er fyrir- tækið Spennt ehf., sem átti lægsta tilboð í verkið, 607 millj- ónir króna. Ísland brátt ljóstengt Í haust var boðið út eitt stærsta verkefni á landsvísu sem teng- ist áætluninni Ísland ljóstengt 2020, sem fjallar um ljósleið- aravæðinguna. Í ljósi hás meðalkostnaðar vegna landsstærð- ar og dreifbýlis Borgarbyggðar var sveitarfélagið síðast í röð dreifbýlissveitarfélaga á Vesturlandi. Framkvæmdir við lagn- ingu ljósleiðarans í sveitirnar hefjast af krafti á næsta ári og mun ljúka á tveimur til þremur árum. Ljósleiðari í dreifbýli er tvímælalaust eitt mesta byggðamálið, á eftir bættum vegasam- göngum. Tækifæri til náms og vinnu aukast til muna og þá eru tæki á borð við sjónvarp, tölvur, útvarp og síma háð því að ná góðu sambandi við umheiminn, en bestu mögulegu gæði nást einmitt með ljósleiðara. Hvalfjarðargöng gjaldfrjáls og gefin ríkinu Innheimtu veggjalda fyrir akstur í gegnum Hvalfjargöng var hætt í lok september. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var síðasti ökumaðurinn sem greiddi fyrir ferðina. Í framhaldi þess færði hann blómvönd þeim veg- farendum sem voru fyrstir til að aka í gegnum göngin eftir að gjaldtöku var hætt. Voru það ítalskir ferðamenn á leið sinni um landið sem skildu bókstaflega ekkert í þessum blómum og við- höfn. Við athöfn við gangnamunnann næsta á eftir sunnudag var skrifað undir afsal þar sem ríkið tók við göngunum af Speli. Síðan hafa veglyklar og áskriftarsamningar verið innkallaðir og unnið að uppgjöri við bíleigendur. Þar með var ríflega 20 ára gjaldtaka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöng á enda. Norðlingafljót brúað Í október var ný 27 metra brú reist yfir Norðlingafljót ofan við Helluvað á Arnarvatnsheiði. Búið var að steypa veglega brúar- stöpla á hraunkantinn sitthvorum megin við ána en sjálf brúin var sett saman á landi og hífð á sinn stað með 250 tonna krana. Brúin er nú tilbúin og verður vígð næsta vor. Þetta mannvirki bætir tengingu milli landshluta; Borgarfjörð og Húnavatns- sýslu, og má gera ráð fyrir vaxandi umferð þar á næstu árum. Þá bætir brúin aðgengi að veiði í vötnum á Arnarvatnsheiði. „Líklega versta nammi í heimi“ „Það virðist vera hálfgerð þjóðaríþrótt að troða hákarli upp í útlendinga,“ sagði Geir Konráð Theodórsson, uppfinninga- maður í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. Hann hóf í byrj- un nóvember sölu á vegan hákarlanammi, sem hann framleið- ir sjálfur. Um er að ræða „líklega versta nammi í heimi,“ eins og stendur á umbúðunum. „Þetta er fyrst og fremst grín,“ segir hann. Sælgætið, ef sælgæti skyldi kalla, er einkum hugsað fyrir erlenda ferðamenn. „Ég hugsaði með mér að það væri mögu- lega markaður fyrir hákarlanammi hjá útlendingum. Fyrst eru þeir plataðir af Íslendingum til að smakka þetta og síðan geta þeir bara platað vini sína þegar þeir koma heim,“segir uppfinn- ingamaðurinn. En hvernig líkar honum sjálfum nammið? „Ég er búinn að smakka það svo oft og svo margar útgáfur að ég er hættur að kippa mér upp við (ó)bragðið.“ Bragi gerður að heiðursborgara Fimmtudaginn 1. nóvember síðastliðinn færði bæjarstjórn Akraness Braga Þórðarsyni nafnbótina heiðursborgari Akra- ness við hátíðlega athöfn á Bókasafni Akraness. Bragi er átt- undi einstaklingurinn sem hlýtur þessa nafnbót en á undan honum hafa verið: Einar Ingjaldsson, sr. Friðrik Friðriksson, Ólafur Finsen læknir, Guðrún Gísladóttir ljósmóður, sr. Jón M. Guðjónsson, Þorgeir Jósefsson og Ríkharður Jónsson. Öll eru þau fallin frá. Allir þessir einstaklingar stuðluðu að því, hver með sínum hætti, að skapa bæjarfélaginu Akranesi sérstöðu meðal annarra sveitarfélaga og efldu með íbúunum stolt, sem ekki verður metið til fjár, sagði í tilkynningu Akra- neskaupstaðar. Fullveldis minnst Hundrað ára afmæli fullveldis landsins var minnst með ýms- um hætti á árinu. Að morgni 1. desember stóðu nokkrar kon- ur, sem hafa langt skátastarf að baki, fyrir gönguferð undir yf- irskriftinni „Flaggað á Háahnúki“. Tilefnið var að fagna 100 ára fullveldi Íslands og um leið að íslenski fáninn var í fyrsta sinn dreginn að húni sem fullgiltur þjóðfáni þennan dag 100 árum áður. Baðlaug í sjávarmáli Laugardaginn 8. desember var Guðlaug við Langasand form- lega tekin í notkun. Guðlaug er laug á þremur hæðum, alls sex metra hátt mannvirki, steinsteypt í grótvarnargarðinn neðan við stúku Akranesvallar og Aggapall. Efst er útsýnispallur sem gengið er útá beint af göngustíg sem liggur meðfram Langa- sandi. Undir pallinum er stjórnherbergi og heit laug samsíða honum sem vísar á móti sjónum með útsýni yfir Akraneshöfn, Faxaflóa og til Reykjaness. Önnur grynnri laug er á neðstu hæð mannvirkisins og nýtir hún yfirfallsvatn sem rennur úr pottinum fyrir ofan. Þegar laugin er opin er sífellt gegnum- streymi og því er ekki þörf á klór eða öðrum hreinsiefnum. Á stórstreymi flæðir sjór í neðstu laugina. Á sandinum fram- an við mannvirkið hefur verið komið fyrir nokkrum stórum steinum en hlutverk þeirra er að draga úr sjógangi og álagi á mannvirkið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.