Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 47

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 47 mikill áhugi og mikið félagsstarf hjá Samkór Lýsu. Við æfum á tveggja vikna fresti en okkur langar að auka það. Þetta eru mikið til sömu menn og eru í Heiðbjörtu en í Lýsu eru einnig konur og margar þeirra eru einmitt konur Heiðbirtinga. Það er því skemmtilegt fyrir mig að fá að kynnast konunum þeirra líka,“ seg- ir Hólmfríður. Kórastarfið er gjöf Lykillinn að góðu kórastarfi seg- ir Hólmfríður vera að setja mark- mið því hver æfing þurfi að hafa ákveðna stefnu svo starfið hald- ist öflugt. „Það mun held ég seint ganga að vera í svona tónlistar- samstarfi eins og kórar eru ef ekki er unnið að ákveðnu sameiginlegu markmiði. Það þarf að hafa stefnu sem getur til dæmis verið í formi tónleika,“ segir Hólmfríður. „Fal- legir tónleikar eru ávöxtur skapandi og ánægjulegra æfinga.“ Aðspurð hvort ekki sé erfitt að samræma öll þessi viðfangsefni á jafn stóru svæði og Snæfellsnesið er brosir hún og svarar: „Vissulega getur það ver- ið strembið stundum en mér hefur alltaf líkað vel að hafa mörg járn í eldinum, það gefur mér mikla orku og lífshamingju. Við verðum að hlúa að því sem gefur lífinu gildi og hjá mér er það fyrst og fremst tónlistin og kórastarfið. Ég keyri fram og til baka um Nesið flesta daga vikunnar til að sinna því og get það, þarf hvorki að spyrja kóng né prest, ég er engum bundin,“ seg- ir hún. Hólmfríður var gift Walter Riedel og á þrjár uppkomnar dætur og tvö barnabörn. ,,Langt er síðan við skildum og Walter lést reyndar á þessu ári. Ég hef verið ein í nokk- ur ár og reyndar má segja að allt þetta kórastarf sé ástin í lífi mínu um þessar mundir, skapar mikil og nærandi tengsl við eitthvað djúpt innra með manni. Ég veit að eflaust finnst mörgum þetta æði mikið og eflaust er það rétt. Ef ég finn ástina í öðru formi munu áherslur mín- ar eflaust breytast en svona er lífið mitt í dag. Mér finnst kórastarfið vera gjöf því ég veit að því linnir og ég verð örugglega ekki svona virk í þessu starfi eftir áratug eða svo. Ég legg því mikla áherslu á að njóta á meðan er,“ segir hún brosandi og bætir því við að mikilvægast sé að finna sér takt í lífinu sem virkar. Ganga alltaf í blessunina Í hverri viku hittir Hólmfríður hátt í hundrað manns í tengslum við það sem hún gerir og segir hún það drífa sig áfram alla daga. „Ég er svo hepp- in að vera umkringd góðu fólki alla daga, sem vinnur að ólíkum mark- miðum. Við Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga starfar öflugur hópur fólks að uppbyggingu framsækins fram- haldsskóla og þar hitti ég ungt fólk af öllu Nesinu. Hef reyndar þrisvar farið með hópa í vel lukkaðar ferðir til Þýskalands. Tónlistarskóli Stykk- ishólms býr yfir skapandi mannauði sem byggir upp ungdóminn með góðri tónlistarmenntun. Það vill mér til happs að mér hefur alltaf þótt gaman að keyra, finn ákveðna hvíld í því. Það er notalegt að vera ein með sjálfri mér í flæðandi fal- legri náttúrunni hér á Nesinu og ég er alltaf jafn glöð að vera komin út á veg á leið á söngæfingu,“ segir hún. Hólmfríður er einnig einsöngv- ari og hefur verið að koma fram og halda tónleika í gegnum tíðina. Hún syngur mikið frönsk ljóð og kirkjutónlist og hefur haldið tón- leika víða um land og erlendis með frönskum organista og píanista, Fa- bien Fonteneau, síðast nú í sumar í Ísafjarðarkirkju, Stykkishólmskirkju og Digraneskirkju. Sumarið 2007 var hún eitt sinn að æfa sig í Stykk- ishólmskirkju. „Ég var í safnaðar- heimilinu að syngja þegar inn komu frönsk hjón. Þeim þótti söngurinn svo fallegur að þau buðu mér til Frakklands að syngja og ég ákvað að fara,“ segir Hólmfríður en hún var svo komin út tíu dögum síðar. „Ég hef það mottó í lífinu að segja allt- af já við hugmyndum og vera alltaf til í lífið. Gefa öllum hugmyndum tækifæri, því ég hef þá trú að vondar hugmyndir falli sjálfkrafa um sjálf- ar sig og að alltaf sé þess virði að rækta góðar hugmyndir. Þessi af- staða gerir lífið allt svo skemmti- legt. Það er mikilvægt. Það skapar gnægðartilfinningu að segja já við góðri hugmynd og hafa svo trú á að allt takist vel, reikna með blessun- inni og ganga til móts við hana. Ég vil mun frekar prófa og mistakast en að prófa ekki og fara kannski á mis við eitthvað stórkostlegt,“ segir Hólmfríður. „Sú ákvörðun að segja já við boðinu til Frakklands reynd- ist vera með þeim betri sem ég hef tekið. Einnig ákvörðunin að flytja vestur á land og byggja upp nýja til- veru. Mitt mottó er að segja alltaf já, opna dyr, sé þess kostur,“ segir Hólmfríður að endingu. arg/ Ljósm. aðsendar SK ES SU H O R N 2 01 7 Karlakórinn Heiðbjört. Samkór Lýsu á æfingu í kirkjunni á Staðastað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.