Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 48

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 48
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201848 Þóra er fyrrverandi stærðfræði- kennari og kallar sig „snúbúa“, því eftir að hafa búið í rúma tvo ára- tugi fjarri heimahögum á Akra- nesi þá sneru þau hjónin Þóra og Helgi Helgason eiginmaður henn- ar aftur á Akranes fyrir um þremur árum. Þóra og Helgi eru mikið úti- vistarfólk, hafa gaman af fjallgöng- um og sækja í stöku ævintýri. Þegar þau sáu auglýsta ferð til Perú, í ekki eingöngu fimm daga fjallgöngu um Salkantay-gönguleiðina og gistingu í tjaldi heldur líka ævintýraferð inn í Amazon-frumskóginn, voru þau ekki lengi að stökkva á ferðina. Sal- kantay-gönguleiðin er hluti af fjölda gönguleiða sem tilheyra fornum inkastígum. Með þeim hjónum í för voru mágkona og svili Þóru ásamt sex öðrum Íslendingum og íslensk- um fararstjóra. Ferðin öll var eitt æv- intýri, aðstæður voru erfiðar hvort sem það var vegna háfjallaveiki eða mikils ágangs moskítóflugna, hita og raka. Þóra segir að hún hafi tekið öllum áskorunum með jafnaðargeði, náð að hugleiða sig í gegnum sumar aðstæður en lærdómurinn sem hún kemur með heim í farangrinum er sá að lífsstíll vesturlandabúa sé ekki endilega sá besti og eini rétti. Vissu- lega búi vesturlandabúar við forrétt- indi en sá lífsstíll á ekki við allsstaðar og á ef til vill mjög illa við á mörg- um stöðum á hnettinum. Einnig upplifði hún það að missa af flugvél í fyrsta sinn á ævinni og eins og hún segir sjálf: „Ég geri ekki svona mis- tök!“ Hún kom því heim örlítið auð- mjúkari. Snjókoma á tjaldstæðinu Rúmt ár er síðan þau hjónin fóru af stað í ferðalagið sem stóð frá 9.- 27. nóvember 2017. Fyrsti áning- arstaður var í borginni Cusco, sem er í 3.400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þess vegna þurftu þau hjónin strax að taka hæðarveikitöflur, bæði til að takast á við hæðina en ekki síst til að undirbúa sig undir gönguna sem var framundan. Hækkunin á göng- unni var um 1.200 metrar á þrem- ur dögum í viðbót við þessa 3.400 metra. Þóra sjálf fann ekki mikið fyrir hæðinni í Cusco, en maður- inn hennar var móðari en venjulega. „Mér fannst svo sem ekkert leiðin- legt að heyra í Helga eins og mæðu- veikri rollu, venjulega er það ég sem hljóma þannig,“ segir Þóra og hlær. Hún segir að á venjulegu rölti um borgina hafi þau mæðst mjög auð- veldlega en þau hafi smátt og smátt aðlagast hæðinni. Tveimur dög- um síðar héldu þau af stað. Stefn- an var tekin á Salkantay-skarð sem er í 4.650 metra hæð yfir sjávarmáli. Með þeim á göngunni voru tveir innlendir fararstjórar, þrír hesta- sveinar sem sáu um allan farangur og tveir kokkar. Strax á fyrsta áningarstað voru einhverjir úr hópnum farnir að kenna sér meins vegna hæðarinnar og vegna magavandamála. Gist var í tjöldum á áningarstöðunum og Þóra segir að útsýnið hafi verið stórkost- legt. „Það var stjörnubjart og það var sjúklega fallegt þarna. Svo um morguninn þegar við vöknuðum þá hafði snjóað,“ segir Þóra. Íslending- arnar voru ekkert of spenntir fyrir því. „Það stóðu þarna ellefu hnípnir Íslendingar í snjónum og innfæddi leiðsögumaðurinn sagði að við hefðum verið blessuð, þarna snjóaði mjög sjaldan.“ Þau hafi minnt hann á að þau væru frá Íslandi og hefðu alveg viljað sleppa snjónum. Háfjallaveikin Múlasnar báru farangur ferðalang- anna á milli staða. Þau gengu aðeins með lítinn bakpoka með farang- ur fyrir daginn. Þau fengu kókate, bruggað úr kókalaufum, á morgnana til að vinna á móti háfjallaveikinni. Gangan upp í 4.600 metra hæð var löng og ströng. „Ég var með dúndr- andi hausverk, flökurt, fannst húfan þrengjast á hausnum á mér og svo fékk ég blóðnasir,“ segir Þóra og út- skýrir að þetta séu einkenni háfjalla- veiki. Landslagið var berangurslegt, stórgrýtt og gróðurlaust og minnti Þóru mikið á Ísland. Svo segir Þóra að ferðin sjálf hafi minnt hana á fjall- göngu á Íslandi. „Við gistum í tjaldi og svo vaknaði maður hálf skjálfandi af kulda, allt svolítið eins og á Ís- landi,“ segir hún og hlær. Þau hjónin náðu upp að hápunkti Salkantay-skarðsins og gáfu sér ör- skamma stund til að smella af mynd, enda bæði nokkuð veik af háfjalla- veiki. „Ég náði að kreista fram smá bros á myndinni.“ Á báða bóga hefði átt að vera útsýni yfir fjallstoppa við skarðið, en veðrið var ekki sam- vinnuþýtt þennan dag. Eftir mynda- tökuna var strax haldið niður. „Ég fann bara hvernig húfan á hausnum á mér stækkaði eftir því sem neðar dró og öll vanlíðanin leið úr mér.“ Þau gengu úr stórgrýttu landslagi niður í skógivaxinn dal, þar sem þau hringuðu Machu Picchu, eina fræg- ustu inkaborg veraldar. Á einum af tíu hættu- legustu vegum veraldar Þegar hópurinn var kominn á síð- asta áfangastað göngunnar bauðst þeim að fara í sundlaug í smábænum Santa Teresa, þar sem heitri upp- sprettu er veitt í laug. Bíl var reddað undir ferðalangana, lítið rúgbrauð skreytt kögri á framglugganum og með teppalagt mælaborð. Vegur- inn var mjög válegur; skarpar beygj- ur, þröngur og þverhnípi á báðar hliðar. „Við skröltum þarna áfram og bílstjórinn flautar þegar hann keyrir fyrir hverja beygju. Ég sofn- aði reyndar fljótlega. Ég get sofnað hvar sem er,“ segir Þóra brosandi. Hún hafi síðar komist að því að um- ræddur vegur er á lista yfir hættu- lega vegi. Eftir sundlaugarferðina kynntist hún almennilega ágangi moskítóflugnanna í ljósaskiptunum. „Við vorum bara étin!“ Heimferðin í skreytta rúgbrauðinu var svo enn ævintýralegri, þar sem farið var að rökkva úti og ljósin á bílnum voru ansi dauf. „Það má eiginlega segja að ennisljósið hjá einum Íslendingnum hafi lýst leiðina betur en bílljósin.“ Sumir í ferðinni voru orðnir fram- lágir þegar hér var komið. „Maður er sundurbitinn og með skitu,“ segir Þóra og skellihlær. „En maður verð- ur bara að taka öllu sem að höndum ber, annars þarftu bara að vera heima hjá þér ef þú vilt ekki hafa bara gam- an af þessu.“ Þetta er það hugarfar sem Þóra ákvað að tileinka sér, njóta ævintýrsins og hundsa erfiðleikana og það gagnaðist henni vel. Strandaglópar í Lima Líkt og aðrir túristar sem ferðast til Perú heimsótti hópurinn Machu Pichu. Svo skyldi ferðinni hald- ið áfram inn í Amazon-frumskóg- inn. Hópurinn fór um Lima á leið til Iquitos. Engir vegir liggja til Iqui- tos, aðeins er hægt að komst þang- að með flugvél eða báti. Frá Iquitos ætlaði hópurinn síðan í þriggja tíma siglingu langt upp Amazon-fljótið, inn litla hliðará og dvelja djúpt inni í frumskóginum í fimm daga. Á flugvellinum í Lima á leið til Iquitos rak Þóra augun í mittistösku sem gengur nú undir nafninu „hel- vítis skjóðan“. Hún og Helgi voru rétt á eftir hópnum þegar Þóra stekkur inn í búðina, í það sem henni virtust aðeins fimm mínútur. „Ég sé Hafstein svila fyrir utan búðina þeg- ar ég er að borga skjóðuna. Þannig Átján dagar í Perú - Þóra Þórðardóttir fór í ævintýralega ferð til Perú fyrir rúmu ári. Hún kom heim reynslunni ríkari og ekki síst með nýja sýn á vestrænt samfélag. Þau hjónin fóru í fimm daga fjallgöngu, fundu fyrir háfjallaveiki, glímdu við ágengar moskítóflugur, magapestir og upplifðu Amazon-frumskóginn í öllu sínu veldi. Þóra fór í átján daga ævintýraferð til Perú fyrir rúmu ári síðan. Hér stendur hún við fornan inkastíg í nágrenni Machu Picchu. Gengið var á Salkantay-skarð og gangan var erfið þar sem snjóað hafði eina nóttina. Farangurinn var ferjaður á milli staða með múlösnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.