Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Page 49

Skessuhorn - 19.12.2018, Page 49
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 49 að ég borga bara, svo förum við nið- ur þaðan sem vélin átti að fara. Þá var búið að loka og vélin var farin.“ Þóra þagnar til að leggja áherslu á alvarleika málsins. „Við Helgi misst- um af flugvélinni.“ Þóra segir að starfsmaðurinn við hliðið hafi verið mjög ósamstarfs- fús. Konan hafi einfaldlega ekki vilj- að hleypa þeim út í vélina, sama hvað tautaði og raulaði. „Flugvél- in fór ekki í loftið fyrr en 45 mín- útum síðar. En við fengum ekki að fara út. Við vorum svo miklir fávitar að veifa ekki dollurum. Við föttuð- um það ekki fyrr en miklu seinna,“ segir Þóra. „Hvað gerir maður þeg- ar maður er fastur á flugvellinum í Lima og flugvélin sem átti að flytja þig yfir í borg í frumskóginum er farin með hópinn og fararstjórann? Ekki nóg með það, þau voru far- in inn í frumskóginn og úr netsam- bandi og við tölum ekki spænsku.“ Þóra segir að það hafi tekið þau svo- lítinn tíma að ráða fram úr þessum vandamálum. Á endanum gátu þau keypt annað flug til Iquiotos með millilendingu í einhverri lítilli frum- skógarborg. Hún þakkar Jóni Kal- manni Stefánssyni rithöfundi fyrir að bjarga hjónabandinu á þessari ög- urstundu. „Við sátum þarna í fjóra tíma og biðum eftir flugvélinni og lásum Jón Kalmann. Við töluðum nær ekkert saman. Nema ég baðst afsökunar á að hafa verið valdur af þessu,“ segir Þóra og hlær og bætir við að henni hafi samt þótt brottför vélarinnar mjög skrýtin. „Eftir þetta gengur skjóðan undir nafninu „hel- vítis skjóðan“. „En þetta var alveg gríðarleg lífreynsla að lenda í þessu því ég geri ekki svona mistök, bara einhverjir aðrir,“ segir Þóra með áherslu og bætir við að þetta hafi kennt henni smá auðmýkt. Hávaðinn í frumskóginum Til allrar hamingju fór allt vel. Á flugvellinum í Iquitos tók á móti þeim enskumælandi maður, þeim var komið á ferðaskrifstofu til að sækja stígvél, sem þykja ómiss- andi skótau í Amazon, því nú skyldi haldið inn í frumskóginn sjálfan. Þau voru flutt með báti að gisti- staðnum, sem var safn smáhýsa í frumskóginum. Þóra lýsir á litríkan hátt hve mikið af framandi hljóðum eru í frumskóginum. „Það er svaka- legur hávaði, sérstaklega í ljósa- skiptunum. Þá heyrir maður í fugl- um, öpum, froskum, bjöllum, skor- dýrum og ég veit ekki hvað. Alveg gríðarlegur hávaði, sem betur fer vorum við með eyrnatappa sem við notuðum á næturnar.“ Á gististaðnum tók íslenski hóp- urinn á móti þeim og var mjög létt að sjá þau aftur. Næstu dagar fóru í að skoða frumskóginn og dýralíf- ið og Þóra segir að þau hafi fengið ítarlegar leiðbeiningar um klæða- burð. Þau áttu að vera í léttum föt- um í ljósum lit, síðerma, í stígvélum og með flugnanet. Það breytti því þó ekki að þau voru nöguð af mosk- ítóflugum. Þegar gengið var um frumskóginn var ekki þurr þráður á þeim vegna rakans. Tjaldútilega í frumskóginum Þegar leið að lokum ferðarinnar var hópnum boðið að gista í tjaldi dýpra inni í frumskóginum fjarri manna- byggð í þeirri von að sjá fleiri dýr og upplifa enn meiri einangrun. „Þetta var svona pallur með stráþaki sem maður tjaldaði á, bara til að losna við að fá skordýrin og snákana inn í tjaldið.“ Það var svo saga til næsta bæjar og lengra þegar aðeins konurnar í hópnum völdu að fara lengra inn i skóginn og gista í tjöld- um. „Það hafði bara aldrei gerst áður,“ segir Þóra og hlær. „Oftast hafa það verið karlarnir sem fara í þessa ferð og konurnar verið eft- ir. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa svipnum á fararstjóranum þegar hann skildi að hann væri að fara með allar konurnar en engan kall.“ Konurnar gistu því eina nótt í litlu kúlutjaldi úr neti í frumskóg- inum í því sem Þóra lýsir sem ótrú- legum hávaða. „Þetta er svo fram- andi. Uppi í fjöllunum gat ég tengt við eitthvað, en þarna í þessum ær- andi hávaða og hita og skordýrum. Þetta er ekki líkt neinu öðru sem ég hef upplifað,“ segir hún hugsandi. Hún prófaði líka að synda í Ama- zonfljótinu. „Maður þarf bara að vera pínu hugrakkur. Til hvers að þvælast yfir hálfan hnöttinn og nið- ur fyrir miðbaug og þora svo ekki að gera neitt?“ Siðferðilegu spurning- arnar og sýningardýrin Það sem er Þóru hvað minnisstæð- ast úr allri ferðinni er heimsókn í tvö þorp og munurinn á milli þorp- anna. Annað þorpið var í nánd við gististaðinn þeirra í frumskóginum. Karlarnir unnu á gistiheimilinu og konurnar sáum um heimilið og börnin. „Íbúafjöldinn í þessu þorpi var 85 manns, en þarna voru þrír barir. Karlarnir voru svo bara full- ir frá miðvikudegi fram á sunnu- dag.“ Hún segir að áður en gisti- heimilið hafi verið byggt í nágrenni við þorpið hafi verið haldinn fund- ur með íbúum þess. Um helming- ur þorpsbúa ákvað að flytja í burtu og fara lengra inn í skóginn en hinn helmingurinn var eftir og þáði vinnu á gistiheimilinu. „Það var verið að rafvæða þetta þorp, það var sólarsella við hvert hús og ein ljósa- pera niður úr loftinu,“ segir Þóra. „En maður samt einhvern veginn fann svolítið til með þeim. Maður velti fyrir sér er þetta framþróun að vinna á þessu gistiheimili, fá smá rafmagn og liggja í fylleríi. Er þetta betra en það sem þau lifðu við áður. Það er mikið af svona siðferðileg- um spurningum sem vakna.“ Hitt þorpið sem þau heimsóttu var uppeldisþorp eins af leiðsögu- mönnum hópsins. Þar var allt ann- að uppi á teningnum. Stöðugur skóli fyrir börnin og enginn bar. „Það var samt svolítið óþægilegt að koma þarna. Maður er þarna hvítt, ríkt, vestrænt lið að skoða og vel- ÓSKUM STARFSMÖNNUM OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI Runólfur Hallfreðsson ehf. SK ES SU H O R N 2 01 6 Framhald á opnu Þóra og Helgi komust á topp Salkantay-skarðs og náðu að kreista fram eitt bros. Þarna var háfjallaveikin farin að gera vel vart við sig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.