Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 60

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 60
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201860 Aldís Eiríksdóttir er iðjuþjálfi á dval- arheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Hún hefur þó ekki alltaf verið iðju- þjálfi. Hún var lengst af grunnskóla- kennari í grunnskólanum á Klepp- járnsreykjum þar sem hún kenndi á yngsta stigi og sérhæfði sig síðar í sérkennslu með áherslu á lestrar- kennslu. Aldís er hæglát kona og býr í Borgarnesi í dag ásamt manninum sínum Garðari. Hún tekur á móti blaðamanni Skessuhorns, tilbú- in með heitt kaffi og svo segir hún sögu sína. Í kringum fimmtugt söðl- aði hún um og skráði sig í iðjuþjálf- arafræði við Háskólann á Akureyri. Hún segir að áratugurinn á milli fer- tugs og fimmtugs hafi verið ártugur mikilla breytinga og áfalla í lífi henn- ar. „Þetta var eiginlega hamfaraára- tugur.“ Hún missti fyrri eiginmann sinn, Jón Kristleifsson, árið 2008 þegar hann lést úr hjartaáfalli. Hún stóð eftir ein með tvo syni þeirra báða á unglingsaldri. Skömmu áður hafði hún misst móður sína og mik- il sorg hafði dunið yfir fjölskylduna vegna atburða í fjölskyldunni. Aldís segir að synir hennar Sigfús og Guð- jón séu hennar mesta afrek og dýr- mætastir í hennar lífi. Þeir stunda í dag báðir nám við Tónlistarskólann á Akureyri. Rólegt uppeldi á Þingvöllum Aldís er alin upp í burstabænum á Þingvöllum, þar sem pabbi henn- ar sr. Eiríkur J. Eiríksson gegndi þjóðgarðsvarðar- og prestsemb- ætti. Lífið á Þingvöllum var rólegt yfir vetrartímann, en Aldís er fædd þar árið 1960. „Það var ekkert raf- magn, bara díselvél sem knúði allt saman. Það var ótrúlega afskekkt heima. Mamma sagði að það hefði verið eins og að fara mörg ár aft- ur í tímann þegar hún flutti þang- að að vestan. Það var líka mjög oft ófært yfir vetrartímann,“ segir Aldís. Þau systkinin voru í skóla á Ljósa- fossi. Skólinn var heimavistarskóli og í minningunni er þetta yndisleg- ur tími. Hún var í litlum bekk, ekki nema sjö nemendur í árganginum og hana kveið ekki fyrir því að fara í skólann í viku heimavist. Stundum var óvíst hvort börnin kæmust heim um helgar, því oft var ófært. „Upp- vaxtarárin á Þingvöllum voru yndis- legur tími og minningarnar ljúfar.“ Deildu húsinu með ýmsum gestum Þar sem fjölskyldan bjó í burst- abænum á Þingvöllum þurfti hún að deila húsinu með Þingvalla- nefnd á sumrin, þar sem nefnd- in hafði hluta af burstabænum til afnota sem sumarhús. „Við vorum í raun að deila húsinu með þeim, það var sami stigi upp á loft og svona,“ útsýrir Aldís. Þau systkinin hafi þó lítið verið í því að hrekkja fyrirmennin, það hafi ekki hvarfl- að að þeim. „Þetta var líka algjör góssentíð á sumrin, það var enda- laus gestagangur og bara standandi kaffi og matur alla daga. Minning- arnar eru þannig að það var annað hvort allt fullt af fólki eða bara al- gjör kyrrð. Á vorin hlakkaði mann til að sjá allt fólkið og alveg eins þá fór mann til að hlakka til ró- legheitanna á haustin. Það sást varla nokkur ferðalangur frá því um verslunarmannahelgina fram í miðjan júní. Haustið var eiginlega uppáhalds tíminn minn, það er líka svo dásamlega fallegt á Þingvöll- um á haustin.“ Jól á Þingvöllum Sterkasta minningin er þó af jóla- tímanum á Þingvöllum. „Þá varð þetta litla samfélag uppljómað og fullt af fólki. Systkinin komu hvert af öðru og allir með eitthvað spennandi í fórum sínum. Það var á Þorláksmessu sem gleðiheimur jólanna opnaðist, ekki fyrr,“ segir Aldís með áherslu. Smákökuilm- ur byrjaði að fylla húsið í desemb- er, appelsínur og epli voru í kassa niðri í kjallaranum, búið var að þrífa húsið og svo var skreytt með jólaskrauti. „Það var bæði skreytt með pappaskrauti eins og músa- stigum sem við krakkarnir föndr- uðum oft í skólanum og svo auð- vitað þetta jólaskraut sem fór alltaf á sama stað.“ Allur jólaundirbún- ingur var eins á hverju ári. Reglum og hefðum var fylgt út í ystu æsar. „Klukkan sex var kveikt á jóla- trénu í stofunni og þá fengum við litlu krakkarnir að kíkja inn. Þetta var eins og að sjá inn í himnaríki. Þetta var svo æðislegt!“ Eftir jóla- matinn var vaskað upp, þá fengu litlu krakkarnir á bænum að tína niður pakkana. „Þeir voru alltaf á sama stað og það þurfti að fara upp stigann og niður. Þetta var rosa- lega mikill ábyrgðarhluti og þetta voru margir pakkar af því við vor- um svo mörg,“ segir Aldís og bros- ir af minningunni. „Þetta eru bara mjög góðar minningar.“ Á Jóladag var jólamessa og eftir hana fengu sóknarbörn kaffi á prestssetrinu, börn úr nágrenninu komu jafnvel með eitthvað af sínum jólagjöfum og svo varð mikið líf í gamla burst- abænum á Þingvöllum. Húsfreyjan á Þingvöllum Mitt í öllum þessum undirbúningi; kaffiboðum, skipulagi og heimilis- haldi, stóð móðir Aldísar, Sigríður Kristín Jónsdóttir. Aldís furðar sig á því að hún hafi getað haft yfirsýn yfir allt heimilishaldið, með öll þau börn og aðra sem leituðu ásjár hjá prestshjónunum á Þingvöllum. Al- dís tekur sem dæmi smákökubakst- urinn. Kristín hóf smákökubakstur snemma í desember. „En rétt fyr- ir jól þurfti hún oft að byrja upp á nýtt, því hún var kannski búin að gefa allt frá sér til annarra. Það væri hægt að skrifa bók um alla sem leit- uðu til mömmu,“ segir Aldís hugs- andi. Ógæfufólk leitaði ásjár hjá Kristínu, fólk sem átti erfitt upp- dráttar og hún var jafnvel beð- in fyrir. Því var alltaf mannmargt í prestsbústaðnum á Þingvöllum. „Mamma kenndi okkur að taka allt- af öllum eins og þeir eru. Það voru ekki til fordómar hjá henni. Þetta er lífssýn sem ég held að hafi mótað okkur systkinin svolítið í gegnum tíðina,“ segir Aldís. „Ég veit ekki hvernig hún fór að þessu öllu, en ég dáist að henni og finnst ég hafa lært mest af henni af öllum sem ég hef kynnst.“ Erfið skólaganga í Reykjavík Skólinn við Ljósafoss bauð ekki upp á kennslu fyrir börn eldri en þrettán ára. Þess vegna þurfti Aldís að fara í skóla í Reykjavík þegar hún varð fjórtán ára á leið í níunda bekk. „Mamma og pabbi höfðu keypt íbúð fyrir okkur systkinin sem var svona hreiður í Reykjavík. Við vorum oft nokkur saman þar, systkinin. Ég fór þarna í það sem myndi kallast ní- undi bekkur í Laugalækjarskóla. Þetta var erfiðasta ár lífs míns. Ég man alltaf þennan ofboðslega kvíða þegar maður var á leið í bæinn aft- ur eftir helgarfrí. Ég fékk yfirþyrm- andi kvíða þegar ég sá ljósin í bæn- um. Það var bara eins og það væri verið að senda mig til New York eða eitthvað.“ Í Laugalækjarskóla voru fimm bekkir í árgangi Aldís- ar og þrjátíu börn í hverjum bekk. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir barn sem er alið upp í rólegheitunum á Þingvöllum og í fámennum skóla í bekk með sjö börnum. „Börnun- um var skipt niður á hæðirnar eft- ir getu, tossarnir voru í kjallaranum en aðallinn á efstu hæðinni. Ég náði nokkuð hátt því ég hafði verið með góðar einkunnir. En það var margt þarna sem ég hafði aldrei kynnst áður. Ég man eftir því að maður var tekinn upp að töflu og niðurlægður fyrir framan bekkinn. En ég klár- aði níunda bekk. Það komst svolítið rót á mig. Ég byrjaði til dæmis að reykja,“ segir Aldís hugsandi. „Og ég lenti í hæpnum félagsskap. Ég hefði auðveldlega getað leiðst út í óreglu þegar ég hugsa til baka. Ég varð reyndar frekar ódæll og rótlaus unglingur og ég held að foreldrar mínir hafi haft svolitlar áhyggjur af mér.“ Hvött áfram í háskólanám Aldís fór í skóla á Laugavatni eft- ir að hafa klárað níunda bekk. „Það var líka erfiður vetur en ég slapp í gegnum Landsprófið,“ segir Aldís og brosir. Eftir Landsprófið fór Al- dís í Vörðuskóla og þaðan í Mennta- skólann við Sund og lenti með góð- um krökkum í bekk. „Það var mjög góður andi í þessum bekk. Það var mikið djammað, en það var allt inn- an skikkanlegra marka.“ Aldís lauk stúdentsprófi og sá fyrir sér að fara í iðjuþjálfunarfræði sem eingöngu var kennt í Danmörku á þessum tíma. „Mágkona mín útvegaði mér umsóknareyðublað, en það dagaði eitthvað uppi hjá mér og ég sendi það aldrei inn. Pabbi hvatti okkur öll til að fara í frekara nám og stakk upp á því að ég færi í kennaranám. Það var svona almennt og gott nám þá.“ Aldís sótti því um í Kennarahá- skólanum, en fékk ekki inn í fyrstu lotu. Ári síðar, eftir að hafa verið á vinnumarkaði í ár, sótti hún um aft- ur og lauk námi í kennslufræðum með próf sem grunnskólakennari. Hún var þó á báðum áttum með það hvort hún ætti yfir höfuð að verða kennari, þótt henni hafi þótt námið skemmtilegt. Hún fór því út til Noregs til að vinna við ræsting- ar í hálft ár. Kennari á Kleppjárnsreykjum Eftir nokkurn tíma í Noregi fékk hún heimþrá og hringdi í mág sinn, sem vildi svo til að var skólastjóri á Kleppjárnsreykjum, og innti hann eftir því hvort hann vantaði ekki grunnskólakennara. Þetta var í lok ágúst 1985 og skammt í að skóla- hald byrjaði. Hún var ráðin í gegn- Frá Þingvöllum í Borgarfjörðinn -Aldís Eiríksdóttir, iðjuþjálfi, er alin upp á Þingvöllum en starfaði lengst af sem grunnskólakennari við Kleppjárnsreykjaskóla. Hún stiklar á stóru yfir lífsskeið sitt Aldís söðlaði um í atvinnu í kringum fimmtugt. Hún hætti sem kennari og skráði sig í nám í iðjuþjálfun. Hún starfar í dag á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Uppeldisárin á Þingvöllum voru dásamleg, segir Aldís. Hér er hún ásamt Ásmundi bróður sínum, en tæpt ár er á milli þeirra. „Ef Ási sást einhvers staðar þá var Dísa ekki langt undan og öfugt.“ Aldís giftist Garðari Sveini Jónssyni 30. september árið 2011 í Þingvallakirkju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.