Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Side 64

Skessuhorn - 19.12.2018, Side 64
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201864 Kveðjur úr héraði Sælt veri fólkið! Takk fyrir síðast, hér kem- ur kveðja frá mér...aftur. Ef þið þurfið að biðja einhvern um að gera eitthvað og viljið síður fá neitun, er sniðugt að hafa sam- band þegar setið er á Gamla Kaup- félaginu með saltfiskhnakka í tóm- at og basil á diski fyrir framan sig. Undirrituð borðaði víða sér til ánægju á árinu, meðal annars alvöru máltíð á Schnnitzelhaus í Berlín. Hollari, en máltíðin var upprifjun af hræðilegum köflum í sögu Þýska- lands og tilkomu Berlínarmúrsins. Erfitt að hugsa um það, að alltaf skuli vera til fólk sem telur sig eiga meiri eða betri tilverurétt en aðrir. Leigubílstjórinn sem tók víkinga- klappið fyrir okkur, létti manni lífið eftir söguskoðunina. Sagð- ist vera á leiðinni til Íslands, við værum frábær. Þetta var í apríl. HM byrjaði ekki fyrr en í júní. Í júní sat ég í veðurblíðu í sunn- anverðum Noregi og borðaði úti- við með tveimur frænkum mín- um. Tilefnið var, að fyrir fjörutíu árum fluttum við saman á Akra- nes og hófum nám við Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Fyrstu busarnir í Fjölbraut. Ég ílengdist, hitti einn ,,í æstri konuleit...“ hinar fluttu til Noregs, löngu áður en það komst í tísku. Upprifjunin á vetrinum 78/79 var skemmtileg og ég svar- aði allskonar: ,,Það er búið að rífa Röst“ ,,Rein – nei þar býr fólk.“ ,,Það er búið að loka (hó)Tel- inu.“ ,,Ég held að Dúmbó&Steini séu enn að... veit ekki með Tíbrá.“ ,,Rúnturinn...jú, jú.“ Eitthvað minna um að námsferillinn væri til umfjöllunar, ég sé það núna. Eftir heimkomuna frá Noregi sagði fátt af veðurblíðu. Grill- máltíðir nokkrar, alls ekki borð- að útivið, heldur reynt að sæta lagi og koma matnum inn án þess að bragðinu skolaði burt. Svo gerðist það. Við hjónin fréttum af húsi til sölu. Þar var yfirbyggð- ur pallur sem rignir ekki inná og rafmagnshitarar. Það þurfti ekki meira. Þægilega íbúðin á Kirkju- brautinni kvödd og nú stendur yfir tvöþúsundogsjöuppfærsla á nýja húsinu. Innanhússarkitekt bjarg- aði hjónabandinu á ögurstundu þannig að maðurinn er ekki farinn í aðra konuleit og konan er svaka- lega ánægð með manninn sem er að gera svo fínt ,,fyrir hana.“ Á árinu komst ég í leshring. Hitti einu sinni í mánuði nokkrar stelp- ur og saman kryfjum við bók. Ein- staklega gaman að lesa bækur sem maður velur ekki sjálfur og fá sjón- arhorn annarra á bók sem mað- ur telur sig þekkja, en nýja sjón- arhornið bætir svo miklu við. Besta námskeiðið sem ég fór á þetta árið var óvænt. Tók korter og var í boði Rásar 1. Mannlegi þátturinn, þann 2. nóvember, síðastliðinn. Viðtal við Magnús Þór Sigmunds- son, hinn sjötuga: ,,Ég var alltaf að sækja á fjallið... markmiðin uppi, helst í toppnum á fjallinu... svo þreytandi þessi hugsun... Ég tók fjallið og tróð því ofan í dalinn... þá fór tíminn að líða skemmtilegar og betur, meiri tími til allra hluta...“ Ég sat svo framhaldsnámskeið á afmælistónleikum Magnús- ar þann 15. nóvember. Fékk þar að vita að nú er hún ,,Blue Jean Queen“ orðin ellilífeyrisþegi. Alltaf jafn frábær. Gaman að því. Fleira hjálpar manni að hafa ekki áhyggjur þótt að aldurinn færist yfir. Einn af barnabörnunum, sem nú eru orðin átta, lét mig vita af því að hann gæti alltaf talað við mig á íslensku (sjö ára sonarsonur, fæddur og uppalinn á Akranesi). Það væri erfitt fyrir gamalt fólk að skilja ensku. Gott að vita af því að vel er hugsað um ömmuna. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, ljóss og friðar. Lifið heil. Fjóla Ásgeirsdóttir Dalbraut 27. Jólakveðja frá Akranesi Margt er brallað og borðað yfir árið Jól – þetta litla orð, sem er svo hljómlítið en þó hlaðið myndum og merkingu. Í hugum flestra Ís- lendinga gefur það fyrirheit; þetta á að vera besti og fallegasti tími árs- ins. Til þess að skapa það andrúms- loft sem við óskum, sækjum við í gamla siði og gömul gildi. Við borð- um laufabrauð og rjúpu, sem reynd- ar var hátíðamatur hinna fátækustu en nú hinna ríkustu. Hangikjötið er þó tengt jólunum enn órjúfan- legri böndum. Hvað mig varðar þá byrjar jólatilfinningin að láta á sér kræla einmitt þegar ég fer að reykja hangikjötið. Þetta árið var sú vinna sérstaklega ánægjuleg og gefandi en það var vegna þess að seinni hluta nóvember var veður með eindæm- um gott. Það var nánast logn, vægt frost, jörð var hvít af hélu og fullt tungl og ekki spillti að hafa bæjar- læk sem klifaði meðan bjástrað var við tað og hrís og að glæða eldinn og síðan að fela hann. Svona aðstæður úti í náttúrunni endurnæra sálina og fylla hugann lotningu og ég fyll- ist þakklæti að geta notið alls þessa. Ég vona að sem flest af unga fólkinu okkar, sem er framtíðin, fái mögu- leika að njóta náttúrunnar til að sækja þangað andlegan og líkamleg- an kraft. Útivera er tilvalin til þess að læra að takast á við hluti, brekk- an getur verið brött, rigningin köld eða vindurinn í fangið. Það er mjög mikilvægt að börn fái snemma að spreyta sig og æfi sig að leysa vanda- mál og fái þannig trú á eigin kraft og útsjónarsemi. Jólafastan getur orðið mikill álagstími fyrir þau sem eru að reyna að uppfylla óskir fjölskyldu og vina varðandi jólahald. Markaðsöflin gera atlögu og segja okkur hvar við get- um keypt jólagleðina og við viljum gera okkar besta til að gleðja vini og vandamenn. En gleymum ekki að samvera, ró og friður fylla litlar sálir öryggi. Ég minnist þess að fyrrver- andi nemandi minn í Varmalandi sagði að sér þætti reykingalykt vond en samt minnti hún sig á góða hluti. Það væri vegna þess að þegar hann var lítill þá fannst honum alltaf svo gott þegar mamma hans settist nið- ur og fékk sér sígarettu, þá var hún í ró og gaf sér tíma til að spjalla. Þetta var sem sagt meðan fólk reykti inni og í námunda við annað fólk. Það er ekkert nýtt að við gerum vel við okkur um jólin. Nauðsynlegt þótti að allir fengju eitthvað nýtt, annars var hinum illræmda jóla- ketti að mæta. Eflaust voru marg- ar áhyggjustundir hjá þeim fátæk- ustu hvort það tækist og svefnlitlar nætur við að gera flík handa hverj- um heimilismanni. Fólk geymdi það besta í búrinu til jólanna. Ég man eftir sögu af gömlu húsmóð- urinni sem spurði tengdadótt- ur sína hvað hún ætlaði eiginlega að hafa á jólunum þegar hún setti rabbarbarasultu á borðið á venju- legum sunnudegi. Nú hafa marg- ir Íslendingar möguleika á að borða jólamat alla daga og verða því að leita eftir einhverju alveg sérstöku til þess að gera sér dagamun. Það er full ástæða til að við höfum um- hverfismálin í huga þegar við reyn- um að finna hátíðamatinn. Skoðum hvort varan sem við ætlum að kaupa er flutt um langan veg eða hvort skepnan er alin við óviðunandi að- stæður. Hugsum líka um það hvort jólagjöfin er búin til af fólki sem er á lúsarlaunum eða hvort framleiðsla hennar veldur umhverfisspjöllum. Reynum að finna jólaandann í hóf- semi og njótum augnabliksins. Sækjum okkur hefðir sem veita gleði. Ég held að hefðir fylli fólk öryggi, þær eru fyrirsjáanlegar og þær færa okkur minningar. Núið er bara eitt augnablik þar sem fram- tíðin og fortíðin mætast. Því þarf hver einstaklingur og hver þjóð að þekkja sögu sína og uppruna til þess að lifa ekki í tómarúmi. Það veitir öryggi og innri ró að tengj- ast því sem var. Það veitir okkur kraft og vit til þess að byggja upp framtíðina, við vitum betur hvert skal stefna og missum síður sjónar af því sem veitir hamingju í lífinu. Gleðileg jól og góðar stundir, Ingibjörg á Fróðastöðum Jólakveðja úr Borgarfirði Hvað ætlar þú eiginlega að hafa á jólunum?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.