Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Page 69

Skessuhorn - 19.12.2018, Page 69
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 69 Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. GLEÐILEG JÓL Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar Sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Skólastjórnendur GRUNNSKÓLI BORGARFJARÐAR HVANNEYRI KLEPPJÁRNSREYKJUM VARMALANDI SK ES SU H O R N 2 01 5 sveitir fengu einnig sín tækifæri. Meira að segja voru haldnar hljóm- veitakeppnir. Danspallarnir voru þrír; við Lambhúsalind, Hátíðar- lundur og Paradís. Gerður segir að mannfjöldinn hafi verið gríðarleg- ur enda var þarna saman kominn tíundi hver Íslendingur. Eftir há- degið á sunnudeginum var menn- ingardagskrá í boði, þjóðkunnir menn fluttu ávörp og skemmtiat- riði. Helena Eyjólfsdóttir söng til dæmis lag Vilhjálms Einarssonar; „Í Húsafellsskógi“ við ljóð Jónasar Árnason. Í frásögn blaðamanns Morgun- blaðsins frá hátíðinni þetta ár sagði m.a: Á þessum kyrrláta stað reis upp lítil borg með aðalhverfum, út- hverfum, götum og stígum, dans- pöllum og sjoppum í seilingarfjar- lægð.“ Og bætti sá hinn sami við: „Hljómsveitirnar voru svo góðar að margir unglingar gleymdu að dansa en stóðu bara og hlustuðu.“ Skrefinu á undan Woodstock „Síðar var gert að því grín að við hefðum þetta sumar orðið skrefinu á undan Woodstock, en sá frægi tónlistarviðburður var einmitt haldinn síðar í ágúst 1969,“ rifjar Jón upp. „Samt ekki alveg sambæri- leg mót nema að veðrið var blautt á báðum stöðum. Hann bendir á að tekjur af mótshaldinu hafi verið umtalsverðar fyrir mörg þau ung- mennafélög sem lögðu til mann- skap og vinnu, ekki bara við eigin tekjuöflun heldur einnig við móts- haldið sjálft að öðru leyti. Lagt nótt við dag Engum blöðum er um það að fletta að það var samhentur hópur sem hér var saman kominn á heim- ili Ófeigs og hafði áratugum fyrr komið að undirbúningi og fram- kvæmd Sumarhátíðanna í Húsafelli með ýmsum hætti. Þeir mynduðu tengsl og vinskap sem haldið hef- ur síðan. Mótsstjórn var frá upphafi á höndum stjórnar UMSB og for- maðurinn jafnframt framkvæmda- stjóri mótsstjórnar. „Við Gísli kom- um ekki inn í stjórnina fyrr en 1971 en báðir verið árin á undan í forustu fyrir okkar félög. Ófeigur kom svo inn ári síðar en þetta reyndust vera tvö síðustu ár Vilhjálms á vettvangi UMSB. Það var okkur ómetanlegt, ekki síst eftir á að hyggja, að ná því að eiga þann tíma með Vilhjálmi og raunar árin þar á undan líka. Svo varð það hlutskipti mitt að taka við af honum sem sambandsstjóri árið 1973,“ segir Jón. „Það verður varla sagt að maður sé áhættufæl- inn en þegar félagarnir hafa snúið upp á handlegg manns gagnast út- úrsnúningar lítt. Þeir hafa eflaust verið ánægðir með sína valdbeit- ingu en konan var ókát í rúminu með tíðindin þegar heim var kom- ið. Ég hafði jú ætlað að koma heim sem frjáls maður,“ rifjar Jón upp. Síðasta árið sem Vilhjálmur var sambandsstjóri, þ.e. 1972, þá var Hjörtur Þórarinsson ráðinn fram- kvæmdastjóri mótsstjórnarinnar og hélst svo næstu ár. Fjölmargir dagar voru lagð- ir í undirbúning og skipulagningu. Gefum Ófeigi orðið: „Við í stjórn- inni reyndum að skipta með okk- ur verkum og var sú skipting dá- lítið í ljósi aðstöðu okkar og starfa. Jón var til dæmis kúabóndi á Lind- arhvoli og júlí því mikill annatími við heyskap hjá honum. Hann var því mjög upptekinn um hábjarg- ræðistímann en í hans hlut kom að semja við og ráða skemmti- krafta og hljómsveitir sem varð að tryggja tímanlega,“ segir Ófeig- ur. Og Jón bætir við þessa sögu: „Eigi að síður fylgdi þessu talsvert ónæði. Þá vantaði ennþá áratug upp á að sveitasíminn gamli hefði runnið sitt skeið. Klukkan 9 til 12 og 15 til 18 var það sem gilti. Há- degið og kvöldin voru ónýt til slíkra samskipta. Þeim sem vildu ná sam- bandi var þetta hins vegar mörgum torskilið fyrirkomulag og hringdu samt. Því gat það verið býsna snú- ið og úrtökusamt að standa í sam- skiptum við fólk. Smámál verða nefnilega stundun stór ef ekki tekst að útkljá þau í tíma í síma eins og allir vita í dag. Heima fyrir voru hvít handklæði eða viskastykki aðal samskiptamáti okkar hjóna; í þessu sambandi vel að merkja,“ segir Jón. „En Ófeigur átti oft leið hjá og kom við óháð því hvort það beið yxna kýr í fjósinu. Það var til mikils hag- ræðis því þá mátti leysa ýmis mál á stuttum túnfundi.“ En Ófeigur heldur áfram um verkaskiptingu mótsstjórnar: „Eðli máls samkvæmt sá ég sem gjald- keri um skipulagningu og fram- kvæmd miðasölunnar. Oft voru fengnir skólahópar til að selja mið- ana. Gísli tók að sér að ferja inn- komuna í Sparisjóðinn í Borgarnesi eftir samkomulagi óháðu regluleg- um afgreiðslutíma. Enn fremur sá hann um sjálfboðaliðalöggæsluna,“ segir Ófeigur. „Diðrik Jóhannsson sem þá var yfir Nautastöðinni tók að sér skipulagningu verslunar og veitingasölu en það var vandasamt verk en mikilvægt,“ bætir hann við. Eftirspurn að fá að koma Ófeigur rifjar upp að eftir því sem mótin urðu þekktari á landsvísu varð auðveldara að fá góðar hljóm- sveitir og skemmtikrafta. „Það var reyndar orðið þannig að eftirspurn- in var frá hljómsveitunum að fá að koma og við þurftum ekki sérlega mikið að dekstra þær til verka. Svo var þetta orðin ákveðin hefð. Ingi- mar Eydal var að höfða til eldri kynslóðarinnar og „átti“ sitt svið, spilaði alltaf í Hátíðalundi. Svo voru yngri hljómsveitir og vaxandi sem lögðu mikið upp úr því að fá að koma fram enda töldu þær mikil tækifæri felast í kynningunni. Þess- ar hljómsveitarkeppnir sem haldnar voru gáfu mörgum auk þess tæki- færi til aukins frama og frægðar.“ Þjappaði héraðsbúum saman Þeir félagar eru ekki í vafa um að það hafi verið snjallt strax í upphafi að fela ungmennafélögunum í hér- aðinu rekstur verslana og veitinga- sölu á hátíðunum. „Félögin þurftu að vanda til þessa þáttar í undir- búningnum, áttu jafnvel sinn sölu- skúr hvert fyrir sig, stóðu sameig- inlega að innkaupum og reyndu að hafa sem mest út úr sölunni. Þetta þjappaði héraðsbúum saman við ýmis störf og svo að afloknum mótunum var alltaf safnað liði til að hreinsa svæðið og það var yfir- leitt ótrúlega lítið sem þurfti að tína saman af rusli eftir mótsgesti,“ seg- ir Hjörtur. Framhald á næstu opnu Íþróttasýning á flötinni sumarið 1968. Ljósm. Helgi Bjarnason. Fjölmenni var oft á mótunum. Þessi mynd var tekin 1968, en mestur var fjöldinn 1969 en þá voru fáir með myndavélar því rigning var fram á sunnudag. Ljósm. Helgi Bjarnason. Sjóvá Akranesi, sími 440-2360 Sjóvá Borgarnesi, sími 440-2390 Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.