Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 70

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 70
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201870 Lærðu á kerfið Takturinn hafði verið sleginn. Mót- ið 1967 skilaði afgangi og næstu ár áttu eftir að skapa UMSB og aðild- arfélögum þess miklar tekjur enda jókst aðsóknin. Eftir þrjú vel heppn- uð mót sem öll gáfu ríkulegan tekju- afgang fyrir sambandið og aðildar- félög þess var komið að árinu 1970. Það mót fór úr böndunum, eru þeir félagar sammála um, og líklega markaði það á sinn hátt upphafið að endalokum Húsafellsmótanna, þótt töluvert ætti eftir að reyna til þraut- ar. Ófeigur bendir á að það var sífellt verið að gera auknar kröfur til að- stöðu, afþreyingar og það var auð- velt að bæta í kostnaðinn. „Við vor- um alltaf að toppa okkur. Árið 1970 varð því dýrt en skilaði samt ágætri afkomu. Það sem verra var að áfeng- isneysla hafði aukist. Menn fundu nýjar leiðir til að smygla áfengi inn á mótssvæðið. Meðal annars voru komnir rúðupisskútar í bílana sem einmitt var fyllt á og einhverjir fóru vikurnar áður og grófu bús í jörðu. Það var leitað í bílum við komuna á svæðið en allt kom fyrir ekki, fólk var farið að þekkja aðstæður. Við höfð- um það fyrirkomulag ef upp komst um vínsmygl að hella niður því sem yngra fólk var uppvíst að reyna að koma inn á svæðið. Hinsvegar ef fullorðnir áttu í hlut bauðst þeim að vínið yrði fært til geymslu á lög- reglustöðinni í Borgarnesi þar sem fólk gat vitjað þess eftir helgina,“ segir Ófeigur. „Það versta við hátíðina 1970 var að hún kom óorði á allar hinar fyrr og síðar,“ segir Jón. „Alltaf þegar fólk finnur hvöt hjá sér til að til að tala illa um útisamkomur í seinni tíð þá nefna menn Húsafellsmótin. Af hverju? Jú, það er vegna þess að það muna allir eftir Húsafelli og öllu því góða og skemmtilega sem hátíðirn- ar höfðu upp á að bjóða. Merkileg þversögn það. Og jafnvel þótt svo færi 1970 sem raun varð á, þá var ekki um stjórnlaust ölæði að ræða, engin sukkhátíð. Ég fullyrði að það var alltaf reynt að halda í heiðri af fyllsta mætti að Húsafellsmót- in væru fjölskylduhátíðir án áfeng- is. En það var ekki vel séð af sumum gestum sem vildu hafa sitt áfengi en vera samt á Húsafellsmóti. En það fólk reyndi e.t.v samt að fara varleg- ar, eða laumulegar, í neyslu þess.“ Í mótsskrá fyrir Húsafellshátíð- ina 1971 skrifaði Vilhjálmur Einars- son um hátíðina árið áður og er ekki skemmt yfir áfengisnotkun þetta ár: „Það munu víst fáir vera að öllu leyti ánægðir með hversu til tókst að hafa hemil á áfengisvandamálinu. Þar kom margt til, sem ekki verður rakið hér, en ýmsir telja, að hið óhagstæða veður mótsdagana, hafi gert sitt til að útkoman varð ekki betri. Vissu- lega þarf UMSB á hverju tíma að vega og meta stefnuna í samkomu- málum í ljósi fenginnar reynslu, og ef áfram er haldið, að leitast þá við að gera betur næst.“ Féllu niður ´74 og ´75 Árið 1971 tókst til muna betur til um framkvæmd Húsafellsmótsins í öllu tilliti en reyndist erfitt rekstrar- lega. Væntanlega hefur dregið eitt- hvað úr aðsókn. En árið 1972 var afleitt, veður var óhagstætt og að- sókn datt niður. „Það var stóra tap- árið okkar,“ eru þeir félagar sam- mála um. En þrátt fyrir litla að- sókn og því lágar tekjur var búið að stofna til mikils kostnaðar. Fyr- ir þeim félögum lá því að reyna að ná fram lækkun á verði fyrir tónlist- ar- og skemmtanaflutning. Hljóm- sveitir eins og Ingimar Eydal, Trú- brot og fleiri voru að spila og ljóst að aðgangseyrir myndi ekki dekka allan þann kostnað sem lagt hafði verið út í. Það kom í hlut Jóns að leggja í þann bónarveg. „Fyrst var leitað til Ingimars sem hafði verið svona stóra númerið á hátíðunum, spilað á svið- inu í Hátíðarlundinum og svo marg- ar fleiri hjómsveitir á hinum sviðun- um. Samþykkt var af mótsstjórninni að fara fram á 20 eða 25% lækkun frá umsömdu verði eða ella yrði ekk- ert greitt að svo stöddu. „Ingimar og hans fólk féllst á þetta að því skilyrtu að jafnt gengi yfir alla. „Ég ætla að ganga með þér yfir til strákanna,“ sagði Ingimar og átti við þá í Trú- broti sem voru í næsta sumarhúsi, en við höfðum þegar þetta var flest hús Kristleifs undir alla helgina. Það fór á sama veg, Trúbrotsmenn tóku vel í þessa málaleitan og þar með má segja að björninn hafi verið unn- inn. En það tók mig það sem eftir lifði dags að hafa upp á öllum en það gekk upp,“ segir Jón. „Allt fór þetta því vel að lokum, en engu að síður varð mikið tap á hátíðinni 1972. Það tap var að mestu greitt upp með há- tíðinni næsta ár á eftir og með sér- stökum „hallaskatti“ sem var lagður á aðildarfélögin.“ Féll niður í tvö ár Svo komu tvö ár sem ekkert Húsa- fellsmót var haldið. Það fyrra vegna þess að þá var Þjóðhátíðarárið 1974 og farið hafði verið fram á að fella niður Húsafellsmót vegna hátíð- arhalda bæði á landsvísu og heima í héraði. „Ásgeir Pétursson sýslu- maður hafði ætíð verið okkur frem- ur hliðhollur og allt hans fólk hjá lögreglunni. Hann sem formaður Þjóðhátíðarnefndar í héraðinu fór ákveðið fram á það við okkur að ekki yrði haldið Húsafellsmót þetta sum- ar. Við urðum við því. Svo árið 1975 var Landsmót ungmennafélaganna haldið á Akranesi á vegum UMSB og Umf. Skipaskaga og var ekkert Húsafellmót heldur það sumarið af þeim sökum. Skemmst er frá því að segja að landsmótið á Akranesi tókst afleitlega rekstrarlega og fengu mótshaldarar skell af því mótshaldi,“ segir Ófeigur. Til að mæta því tapi ákvað Ungmennasamband Borgar- fjarðar svo að halda Húsafellsmót sumarið 1976 sem jafnframt varð það síðasta. Sumrin 1974 og 75 voru þó ekki alveg alveg tíðindalaus hjá UMSB því haldnar voru skemmtan- ir í Logalandi um verslunarmanna- helgi bæði sumrin. Jákvæð áhrif á íþróttir og ungmennastarf Eftir því sem afkoma Húsafellshá- tíðanna batnaði vænkaðist fjárhagur aðildarfélaganna og ekki síst Ung- mennasambandsins sjálfs. „Við fund- um fyrir því að félagsstarf efldist vítt um héraðið þegar við urðum þess megnug að standa betur við bakið á félags- og íþróttastarfi. Íþróttaiðk- un jókst og upp risu íþróttastjörnur á lands- og jafnvel einnig heimsvísu, ef við lítum til árangurs þeirra Einars Vilhjálmssonar, Írisar Grönfeldt og Jóns Diðrikssonar, svo einhverjir séu nefndir. UMSB varð þannig meira gildandi á sviði íþrótta en verið hafði með því að við gátum stutt betur við þjálfun og æskulýðsstarf. Það var ráðinn framkvæmdastjóri UMSB. Sá fyrsti varð Höskuldur Goði, þá Matthías Ásgeirsson og síðar komu aðrir. Að geta haft framkvæmda- stjóra til að sinna daglegum rekstri sambandsins varð dýrmætt og efldi héraðið félagslega og faglega. Fleiru var hægt að áorka. Haldið var áfram að gera íþróttavöllinn á Varma- landi og til sambandsins réðust öfl- ugir íþróttaforkólfar sem jafnvel eru enn að, svo sem þeir Flemming Jes- sen og Ingimundur Ingimundarson sem báðir eru enn að láta gott af sér leiða, nú í íþróttum eldri borgara,“ segir Jón. Stangaðist á við hags- muni sumarhúsafólks Húsafellshátíðirnar höfðu verið haldnar árlega frá 1967 til 1973. Þeg- ar þar var komið sögu voru farnir að koma brestir í þann grunn sem hátíð- in átti að vera; fjárhagslegur bakhjarl Ungmennasambands Borgarfjarðar. „Það voru líka agnúar í ýmsu fleiru. Ferðaþjónustan hjá Kristleifi og Sig- rúnu var farin að vaxa og mótshald- ið að hamla þeirri þróun sem þar átti sér stað. Sumarhúsum hafði fjölgað í skóginum og hagsmunir eigenda þeirra stönguðust á við okkar í vax- andi mæli. Sumarhúsafólkið varð andsnúið því að hafa þessi stórmót yfir sér langa helgi í ágúst auk annars rasks. Kristleifur varð því svolítið á milli þeirra og okkar. Engu að síður voru íbúar í Húsafelli alltaf jákvæðir í garð mótanna. Það má nefna Guð- mund Pálsson og Ástríði konu hans, systur Kristleifs. Þau báru mótunum ætíð vel söguna. Andstaðan var því mest úr garði eigenda sumarhúsa. Svona mót eru ekki haldin nema al- menn og víðtæk sátt ríki um þau,“ eru þeir félagar sammála um. Þeir Hjörtur Þórarinsson, Ófeig- ur Gestsson, Jón G. Guðbjörns- son og Gísli V. Halldórsson eru á því að að margir samverkandi þættir hafi orðið til að Húsafellsmótin liðu undir lok 1976. Tíðarandi breytist og þá voru tvö erfið ár sem gerðu bakslag í fjárhag UMSB; mótin urðu áhættusamari fjáröflun. Svona stór- mót gætu ekki endalaust verið knú- in áfram af sjálfboðavinnu og því fór sem fór. Þá var kostnaður við lög- gæslu á mótunum orðinn meiri en sem nam kostnaði við skemmtikrafta og mjög íþyngjandi. Því var batterí- ið einfaldlega orðið of stórt. Þeir eru heldur ekki afhuga þeirri kenningu að það hafi dregið úr ánægjunni við mótshaldið, og ef til vill einnig að- sókn, að sífellt þurfti að beita meiri aðgangshörku við áfengisleit við komu á svæðið. Það var ekki til vin- sælda fallið að öllu leyti. Skuggi féll á Almennt eru þeir fjórmenningar þó sammála um að í baksýnisspeglinum hafi Húsafellshátíðir almennt haft jákvæð áhrif og lyft menningar- og íþróttalífi héraðsins upp á stall sem erfitt hefði verið ella. „Einu sinni bar þó skugga á. Það varð eitt bana- slys þegar ungur maður féll í Hvítá á móts við flugvöllinn og drukknaði. Lík hans fannst skammt frá Hraun- fossum. En utan þess atviks gengu mótin áfallalaust. Við reyndum að leggja áherslu á afþreyingu þann- ig að fjölskyldan gæti sameinast í gleðinni. Unglingar fengu vissulega að tjalda á unglingatjaldstæði en allir áttu að geta skemmt sér saman, sem þeir og gerðu,“ segir Hjörtur. Héraðinu til sóma Það voru margir sem lögðu nótt við dag til að Húsafellshátíðarnar gætu gengið sem best. „Þetta voru miklar vökur,“ segir Ófeigur; „jafn- vel að menn vöktu meira og minna frá fimmtudegi til sunnudags. Ég minnist þess einu sinni þegar ég var á heimleið að aflokinni einhverri hátíðinni. Þá stöðvaði ég bílinn í Reykholtsdalnum að morgni og fékk mér sundsprett í Reykjadalsá. Eiginlega var ég alveg uppgefinn, en það endurnærði að skella sér í hálfkalda ána og skola af sér ryk og svita helgarinnar.“ mm Framhald af síðustu opnu Trúbrot spilar á hátíðinni 1969, þeirri fjölmennustu. Ljósm. óþekktur. Við upprifjun um hátíðirnar heima í stofu hjá Ófeigi. F.v. Hjörtur Þórarinsson, Jón G Guðbjörnsson, Ófeigur Gestsson, Gísli V Halldórsson og Magnús Magnússon. Ljósm. Sigurður Guðmundsson. Í mótskrá mátti finna kort af hátíðarsvæðinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.