Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 76

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 76
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201876 Síðastliðið sumar fóru frænd- urnir Unnar Bjartmarsson og Jón Helgason saman í mótor- hjólaferð um Rússland. Þeir óku í fylgd með túlki og leiðsögu- manni sem leiddi þá þúsund kíló- metra um Úralfjöll á ekta rúss- neskum Úral-hjólum. Þar hittu þeir innfædda Rússa og fengu að kynnast þeirra lífi og aðstæðum um leið og þeir skoðuðu landið, heimsóttu söfn og fóru á mótor- hjólamót. Blaðamaður Skessu- horns hitti frændurna Unnar og Jón á heimili Unnars á Klepp- járnsreykjum snemma föstu- dagsmorguns í lok nóvember og fékk að heyra allt um ferðina til Rússlands. Meðfæddur áhugi á mótorhjólum Aðdraganda ferðarinnar má rekja 31 ár aftur í tímann þegar Jón var á leiðinni upp í Borgarfjörð frá Reykjavík. Hann tók mótorhjólið með sér í Akraborgina upp á Akra- nes þaðan sem hann ætlaði að hjóla upp í Hálsasveit. Hann hafði ekki sofið mikið nóttina áður og sofnaði því á leiðinni og var vakinn af há- seta þegar nær allir voru farnir úr skipinu. „Hann spurði mig hvort ég ætti ekki mótorhjólið niðri í lest. Ég rauk á fætur og niður í lest að sækja hjólið. En ég var að drífa mig aðeins of mikið og næ á einhvern ótrúlegan hátt að missa lyklana ofan í tankinn á hjólinu. En þarna voru góðir menn sem hjálpuðu mér að hvolfa hjólinu og ná lyklunum út. Ég brunaði beint upp í Hálsa- sveit og næ í Unnar, sem var bara 12 ára gutti á þessum tíma, og tek hann með mér á rúntinn. Þetta var fyrsta ferðin okkar saman á hjóli,“ rifjar Jón upp. „En ferðirnar síðan hafa orðið ansi margar síðan,“ bætir Unnar við. Upp frá þessu hafa mót- orhjól verið sameiginlegt áhugamál þeirra frænda. Byrjaði sem grín Fyrir fimm árum var Jón á ferð- inni á mótorhjóli um Ameríku og þar kviknaði hugmynd um að fara á fimm ára fresti í framandi mót- orhjólaferð. Þegar heim var kom- ið nefndi hann þessa hugmynd við Unnar og grínuðust þeir með að fara til Rússlands. Eftir því sem Unnar hugsaði meira um Rúss- landsferð hætti grínið að vera grín og færðist yfir í alvöru. „Hann fór að impra á þessu við mig nokkru síðar og við ákváðum að skoða þetta aðeins og byrjuðum að leita á Facebook,“ segir Jón. Þar fundu þeir ferðaskrifstofu í Rússlandi sem býður upp á alls konar ferð- ir um landið, þar á meðal mótor- hjólaferðir. „En við treystum ekki einhverri síðu á netinu og vorum eiginlega vissir um að þetta væri eitthvað plat til að ná peningum af fólki. Ég var svo á leiðinni frá Keflavík að Mið-Fossum að skoða graðhest og tók upp par sem var á leiðinni á puttanum á Akranes til að gifta sig. Strákurinn var pólskur og íslenskur en stelpan frá Rússlandi. Ég rétti henni símann og spyr út í þessa ferðaskrifstofu, hvort þetta væri í alvöru eða bara plat. Hún skoðaði þetta smávegis og sagði svo að þetta væri mjög öruggt fyrirtæki. „Ef skrifstofan er skráð á rússneska já.is er það öruggt,“ sagði hún. Við ákváðum því að hafa samband og þá varð ekkert aftur snúið,“ segir Jón. Þá þurfti að ákveða tíma og var nið- urstaðan að fara í lok júlí. „Við vild- um að sjálfsögðu fara á Úral-hjól- um í Úralfjöll og ákváðum að fara á þessum tíma svo við gætum náð stóru mótorhjólamóti í leiðinni,“ útskýrir Unnar. Smá sjokk þegar járnhliðið lokaðist Unnar og Jón fóru til Rússlands í lok júlí þar sem starfsmaður ferða- skrifstofunnar tók á móti þeim og fylgdi um landið næstu níu daga. „Ef á að fara til Rússlands þarf mað- ur boð frá innfæddum. Við fengum boð frá ferðaskrifstofunni og báru starfsmenn hennar því eiginlega ábyrgð á okkur þennan tíma. Þetta var frábær ferðaskrifstofa og við fengum alveg úrvals leiðsögumann og túlk með okkur og við mælum hiklaust með þeim,“ segir Unnar og Jón bætir því við að einu skipt- in sem þeir voru einir í Rússlandi var í raun þegar þeir voru á flug- vellinum. „Þar var líka eina skipt- ið sem maður fann fyrir óöryggi og jafnvel smá sjokki. Þegar við vorum komnir í gegnum tollhliðið og bún- ir að fá stimpil í passann heyrðust rosaleg læti og húsið nötraði þegar risastóru járnhliði var slakað niður úr loftinu. Við vorum þarna í rými með um 15-20 tollahliðum og það var allt opið og maður sá vel yfir. Svo lokaðist þetta hlið. Við litum hvor á annan og það var ekki laust við því að við værum stressaðir. Þarna var þetta alræmda járnhlið,“ segir Jón og hlær. Þeir komust þó inn í landið án vandræða og segj- ast ekki hafa upplifað óöryggi eða hræðslu það sem eftir lifði ferðar- innar. „Það gekk allt smurt, öll sam- skipti voru góð og við lentum aldrei í neinum leiðindum. Með okkur í för var líka þessi frábæri túlkur sem sagði okkur sögur og annað um Rússland,“ segir Unnar og bætir því við að túlkurinn hafi gert þessa ferð að mun ríkulegri en einfaldri mótorhjólaferð. „Þetta varð í raun líka menningarferð.“ Bjór er matur Í ferð þeirra frænda var allt innifalið og sögðu þeir það hafa komið veru- lega á óvart hversu vel var hugsað um þá. „Maður hafði svona hug- mynd í kollinum um Rússland og við bjuggumst við því að það myndi alls konar kostnaður leggjast á okk- ur í ferðinni sjálfri. Það var alls ekki svoleiðis, ég held að við höfum tek- ið veskið upp tvisvar alla ferðina en það var allt innifalið nema áfengi,“ segir Unnar. „Bjór var samt ekki áfengi,“ bætir Jón þá við og þeir hlæja og segja frá því að bjór hafi þarna ytra verið skilgreindur sem matur. „Við ætluðum að kaupa okk- ur bjór og þegar ég tók upp veskið var okkur sagt að þetta væri innifal- Fengu að kynnast öllum hliðum Rússlands í mótorhjólaferð Rætt við frændurna Unnar og Jón sem ferðuðust um Rússland í sumar Unnar Bjartmarsson fór ásamt frænda sínum, Jóni Helgasyni, í mótor- hjólaferð á Úral-hjólum um Úralfjöll í Rússlandi. Jón Helgason í mótorhjólaferð í Úralfjöllum. Jón lengst til vinstri og Unnar til hægri. Á milli þeirra er bílstjóri sem fór með þá í safari ferð á rússneskum herjeppa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.