Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 78

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 78
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201878 Narfi Jónsson og Anna Dís Þórar- insdóttir fluttu aftur á æskuslóðir Narfa, Deildartungu í Reykholtsdal, fyrir rúmum þremur árum. Fljót- lega eftir að þau fluttu aftur í Borg- arfjörðinn tóku þau ákvörðun um að byggja í landi Deildartungu og ætla að kalla bæinn sinn Utandeild. „Það kom aldrei annað til greina en að kalla bæinn Utandeild, eða Grip- deild,“ segir Narfi. „Það þýðir samt ekki að við séum eitthvað slæm í fót- bolta,“ skýtur Anna Dís að, en hún er íþróttafræðingur, íþróttakennari og umsjónarkennari 3.-5. bekkjar í Grunnskóla Borgarfjarðar Hvann- eyrardeild. „Við vorum smeyk um að fólk myndi misskilja nafnið eitt- hvað þannig,“ útskýrir hún. „Ertu að segja að ég sé góður í fótbolta,“ spyr Narfi í gamansömum tón og Anna Dís lítur á hann og aftur á blaðamann. „Ja, ég er allavega góð í fótbolta,“ segir hún og þau hlæja bæði. Ekki bændur Narfi og Anna Dís eru rétt rúmlega þrítug en hafa nú þegar verið saman meiri hlutann af ævinni. „Við kynnt- umst í unglingadeildinni á Klepp- járnsreykjum,“ segir Anna Dís. Hún ólst upp í Ólafsvík til átta ára aldurs, bjó tvö ár í Reykjavík og flutti svo á Hvanneyri og segir síðar að hún myndi ekki vilja búa á stærri stað en Hvanneyri. Þeim finnst best að búa í litlu samfélagi og helst sveitasamfé- lagi, þótt hvorugt þeirra hafi nokk- urn áhuga á búfræði eða búskap. Saman eiga þau tvær stelpur, fæddar á tveggja ára tímabili á með- an Narfi var við nám í sagnfræði í Háskóla Íslands. Þau gengu bæði í Framhaldsskólann á Laugum. „Ég elti hann þangað og sé alls ekki eft- ir því,“ segir Anna Dís. „Ég vildi fara þangað af því það er úti í sveit. Ég vil ekki vera í þéttbýli,“ segir Narfi ró- lega þegar hann er inntur eftir því af hverju hann valdi að fara í Fram- haldsskólann á Laugum. Á tímabili bjuggu þau á Laugarvatni á meðan Anna Dís kláraði sitt háskólanám, íþróttafræðina, en fluttu fljótlega aftur í Deildartungu og Anna Dís kláraði nám sitt sem íþróttakennari. Keyptu inn í húsið í Úkraínu Þau þrífast best fjarri þéttbýli og nokkrum sinnum hafa þau flutt í Borgarfjörðinn. Núna ætla þau sér ekki að flytja burt aftur. „Við flutt- um hingað aftur fyrir rúmum þrem- ur árum og ætluðum að búa hérna á meðan við værum að leita að hús- næði. Við ætluðum að kaupa eða leigja,“ segir Narfi. „En það var ekkert laust,“ segir Anna Dís og hlær. Fjölskyldan hefur því búið síð- ustu þrjú ár inni á foreldrum Narfa í Deildartungu. Fljótlega tóku þau ákvörðunina um að byggja hús og ferlið hefur verið langt meðal ann- ars vegna þess sem Anna Dís kall- ar „djúpa lægð“ hjá Borgarbyggð í skipulagsmálum. „Við lentum heift- arlega í henni, en þetta er búið að batna mikið. Það hafa ýmsir hnökr- ar komið upp á sem hafa tafið fyrir sem mér skilst að sé eðlilegt í bygg- ingaframkvæmdum.“ Þau steyptu sökkulinn í sumar og byrjuðu að reisa húsið í október. „Við fórum til Úkraínu og keyptum allt inn í húsið þar,“ segir Anna Dís. Þau eru sam- mála um að þetta hafi verið jákvæð og skynsamleg ákvörðun. „Svo þarf bara að púsla þessu saman og þá er komið hús,“ segir Narfi. Inni í eld- húsi heyrist í smiðunum þremur sem Narfi og Anna Dís hafa í vinnu. Þeir hafa nýlokið kaffipásu og dótt- ir Narfa og Önnu Dísar, Vigdís og bróðir Narfa ganga frá kaffibrauð- inu. Sjö manns í stóru húsi Á meðan á húsbyggingunni stend- ur búa þau þó enn í stóra húsinu í Deildartungu ásamt foreldrum Narfa og bróður og tveimur börn- um sínum. „Þau eiga hrós skilið fyr- ir að umbera fjölskyldu inni á heim- ilinu,“ segir Anna Dís og viðurkenn- ir að þau hafi það mjög gott. Mikið auðveldara sé að komast á íþróttaæf- ingar og fundi á kvöldin en það væri ef þau byggju í eigin húsi með börn- in. Nálægt fjölskyldunni Sýn þeirra á sveitasamfélagið er mjög jákvæð. „Það er æðislegt að ala upp börn í sveit,“ segir Anna Dís og Narfi tekur undir. „Það er ekki um- ferðarniður allan daginn, þú þekk- ir alla foreldra barnanna í skólan- um,“ segir Narfi og telur upp nokkra kosti í viðbót. Síðastliðið ár hef- ur fjölskylda Narfa líka sameinast í nágrenni við Deildartungu eða í Deildartungu. Narfi og einn af fjór- um bræðrum hans býr hjá foreldr- um þeirra, annar bróðir í næsta húsi með fimm börn og hinir tveir í næsta nágrenni. „Það er svo mikilvægt að alast upp í kringum fjölskyldu. Það er svona ein ástæða fyrir því að við velj- um að búa hérna, svo krakkarnir geti alist upp saman,“ segir Anna Dís. Fólkið snýr aftur Narfi starfar í Krauma og hefur starfað innan ferðaþjónustu í mörg ár. Ferðaþjónusta er í miklum vexti á Vesturlandi, ekki síst í Borgarfirð- inum. Narfi og Anna Dís benda á að fjöldinn allur af fyrirtækjum, hótel- um og gistiheimilum hafi skotið upp kollinum síðustu fimm ár. „Fólk skil- ur oft ekki að maður velji að búa í sveit en sé ekki bóndi. Það sér ekki hvað annað er hægt að gera,“ segir Anna Dís og bendir á að ef fólk vill búa úti á landi, þá sé næga atvinnu að fá ef fólk er til í að taka að sér það sem er í boði. „Það er lifandi skóla- samfélag hérna og brjálaður upp- gangur í ferðaþjónustu.“ Narfi titlar sig sem handklæðadreng í Krauma, en raunin er sú að hann er vaktstjóri þar. „Það er búið að byggja mikið upp síðustu fimm ár,“ segir Narfi og bendir á að þau hafi verið nauðbeygð til að byggja hús þar sem húsnæðis- og leigumarkaður hafi verið mjög ró- legur. „Það var ekkert til sölu og ekk- ert til leigu.“ Fólki hafi samt fjölgað mikið á svæðinu. „Okkar kynslóð er að koma til baka,“ segir Anna Dís og Narfi tekur undir það. klj Vilja ekkert frekar en að búa úti á landi -Narfi og Anna Dís eru að byggja hús við Deildartungu sem mun bera nafnið Utandeild Narfi og Anna Dís byrjuðu að byggja í landi Deildartungu síðastliðið haust. Stelpurnar þeirra, Vigdís og Sesselja, tóku fyrstu skóflustunguna að húsinu.Fjölskyldan fór saman til Úkraínu til að kaupa allt inn í húsið, ferð sem sparaði þeim töluvert fjármagn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.