Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Page 81

Skessuhorn - 19.12.2018, Page 81
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 81 Metal-hljómsveit í bílskúrnum Guðmundur og Þórarinn eru bræðurnir í hópnum og blaða- maður grínast með að þeir hafi kannski sameinast gegn systrun- um með Brotajárni, metal hljóm- sveitinni sem þeir stofnuðu saman ásamt félaga sínum, Ragnari Jóni Hrólfssyni trommara. „Við karl- menn eigum undir mikið högg að sækja, ég vil ekki líta á mig sem fórnarlamb, en jú,“ segir Þórar- inn í glettnum tón með semingi. „Við erum í metal hljómsveit. Við höfum þurft að öskra svo mikið í gegnum tíðina, við eigum fimm systur,“ bætir Guðmundur við. En nú tekur Þórunn María orð- ið. „Eigum við ekki að segja sann- leikann? Þið voruð helst að öskra á hvern annan,“ og Kristín tekur undir. „Þeir slógust með húsgögn- um.“ „Hvernig áttum við annars að slást,“ spyr Þórarinn hneyksl- aður og snýr svo talinu aftur að Brotajárni. „Sko, ég er bara litli óþolandi bróðir hans Guðmund- ar. Hann gerði heiðarlega tilraun til að taka svona Bob Dylan tíma- bil, var kominn með kassagítar og munnhörpu. Mig langaði allt- af svo að vera með,“ segir hann og uppsker smá hlátur. „Þannig að ég þurfti að finna mér eitthvað til að komast inn og mín leið var bjór og bassaleikur.“ Hann bætir við að æfingarnar hafi í byrjun að mestu verið smá bjórdrykkja og glam- ur. „Ég keypti svo trommusett og þá fór Soffía að spila með okk- ur, mömmu og pabba til mikill- ar ánægju. Það er engin hljóðein- angrun þar sem við æfðum,“ segir Þórarinn hlæjandi. „Þau voru samt ekkert óánægð með þetta,“ heyrist úr hópnum. „Nei kannski ekki, en klukkan tvö um nóttina...“ svarar Þórarinn og leikur trommuslátt og allir hlæja. Nú tekur Guðmund- ur orðið og útskýrir að þetta hafi nú kannski ekki verið alveg svona. „Þetta byrjaði á því að við héldum jólatónleika og æfðum upp nokk- ur jólalög, þú keyptir kassabassa,“ segir hann og beinir orðum sínum að Þórarni. „Svo fór Þórarinn á HAM-tónleika og kom heim með stef að lagi sem við sömdum svo lag í kringum.“ Þar var kominn fyrsti sprotinn að tónlist Brota- járns sem Guðmundur segir vera metal dómkirkju þungarokk. Kaldhæðin Von Trapp fjölskylda Hvert systkini hefur nálgast list- sköpunina á sínum forsendum. Hver og einn hefur sitt tónlistar- form eða listform til að vinna með og þau segja að samkeppnin sé engin þeirra á milli. „Það eru all- ir að gera sitt eigið og það er eng- in samkeppni í listinni. Við erum bara að styðja hvert annað,“ segir Sigríður Þóra. „Það væri hálf fá- ránlegt ef það væri afbrýðisemi í tónlist. Það er enginn eins,“ segir Soffía Björg. „Það er sameining- arafl í tónlistinni,“ segir Sigríður Þóra. Tónlist og sköpun hefur alltaf verið í nærumhverfi systkinanna. „Þetta á allt uppruna sinn í því að mamma var formaður fræðslu- nefndar og í stjórn tónlistarskól- ans. Svo er hún með áttunda stig í klassískum söng. Hún var rúmlega fertug þegar hún byrjaði á söngn- um,“ segir Sigríður Þóra. „En hún var líka „bissý“ alveg þang- að til hún varð fertug, gettu hvað hún var að gera?“ segir Þórunn María brosandi. „Það er svaka- legur kraftur í þessum litla lík- ama. Hún er með rosalega rödd,“ segir Soffía Björg. „Ég hef sungið við hliðina á henni á þorrablóti og það heyrðist ekkert í mér.“ Systk- inin samsinna þessu. „Þegar hún var að syngja sem mest eða æfa sig hérna heima, þá heyrðist ekki bara í henni hérna. Það heyrðist út á Hamar,“ segir Þórarinn. „Svo er líka svo mikil tónlist í föðurfjöl- skyldunni okkar. Þegar ég var lítil að alast upp þá var ekkert óvenju- legt að öll sjö systkini pabba hrúg- uðust hérna inn og þegar þau voru orðin fleiri en tvö á sama stað þá var spilað og sungið. Einn kominn á gítar, annar á harmonikku, einn á píanó og svo sat fólk og spilaði og söng,“ segir Þórunn María. Kvöldin eftir heyannir á sumrin einkenndust af söng og tónlist sem og hestaferðirnar. „Það er samein- ingarafl í tónlistinni „Það má eig- inlega segja að við séum svona fjölskyldu-tónlistar-kommúna,“ segir Guðmundur. „Já, eða kald- hæðin Von Trapp fjölskylda,“ tek- ur Soffía Björg undir. klj Söngurinn brýst út í kórnum Svo færast samræðurnar yfir á Kristínu Birnu, sem ákvað í byrj- un árs að taka þátt í Kór Linda- kirkju sem flytur kraftmikla go- spel tónlist. Hún segir að mamma hennar hafi verið helsta hvatakona fyrir því að hún ákvað að ganga í kórinn. „Hún var eitthvað svo æst yfir þessu og hún er aldrei æst yfir einhverju svona. Hún hefur mjög sterkar skoðanir á svona,“ segir Kristín sem áður hafði reynt fyrir sér sem sólósöngkona. „Það er svo mikið bras að koma sér á framfæri. Ég er með þrjá orkumikla krakka og í fullri vinnu,“ segir Kristín. Þess vegna henti það henni ágæt- lega að vera í kór og sinna listsköp- uninni þannig. „Ég hélt að þetta væri kannski ekki fyrir mig, þetta kóradæmi. En það kom mér samt á óvart hvað þetta var sterkur kór og margir góðir söngvarar þarna.“ Kristín hefur nýlega lokið tón- leikaferð um Snæfellsnesið með Kór Lindakirkju. „Ég get vottað að þetta er mjög öflugur kór,“ sting- ur Soffía Björg að og segir frá tón- leikum sem hún fór á með kórn- um. „Ég hafði reyndar daginn áður gæsað vinkonu mína,“ segir hún af- sakandi og uppsker rífandi hlátur. „Þið hefðuð ekki þurft að setja upp neitt kerfi, þið voruð alveg nóg,“ segir hún hlæjandi. „Þessu batt- eríi er stýrt af Óskari Einarssyni. Það er frábært að starfa með fag- mönnum eins og honum sem stöð- ugt tengja kórinn inn í ný spenn- andi verkefni eins og til dæmis Jes- us Christ Superstar. Hann er eins og gangandi kjarnorkuver og með endalausa orku sem dregur kór- inn áfram,“ segir Kristín. „Það er alltaf eitthvað nýtt á hverri æfingu og þar af leiðandi alltaf gaman að mæta á æfingar því maður er alltaf að fá ný viðfangsefni upp í hend- urnar.“ Með kórnum hefur Krist- ín endurnýjað kynni sín af tónlist- inni og stefnir að því að hafa sóló- tónleika í Lindakirkju 18. desemb- er næstkomandi með undirleikur- um. „Í fyrra var ekkert að frétta, en nú er bara allt að frétta,“ segir hún glaðlega. Hún bætir því þó snöggt við að þótt það hafi verið minna um að vera fyrir ári síðan, þá hafi hún nú samt komist í úrslit í jóla- lagakeppni Rásar 2 með lag sem pabbi þeirra systkina samdi bæði lag og texta að. Lagið Nóttin kem- ur verður flutt á tónleikunum 18. desember. „Það er mjög gaman að vinna útsetningu á lagi eftir pabba og klára eitthvað tilbúið verk sem er eftir hann.“ Samræðurnar leysast aftur upp í allskyns samtal og út í matargerð. „Það er alltaf gert grín að mér þegar ég elda, ég hef mjög gam- an að því að elda. Staðaluppskrift- in er bara fyrir tíu manns,“ seg- ir Þórunn María hlæjandi. „Ég er ekki að kvarta,“ heyrist frá Karítas sem hingað til hefur setið nokkuð þögul. Í Evrópuferð með Reykjavíkurdætrum Karítas er yngst í hópnum og býr eins og er hjá Þórunni Maríu. Hún byrjaði að læra á fiðlu fjögurra ára gömul og hefur lært á píanó og gít- ar og daðrað við sönginn. Karítas starfar í dag sem DJ í Reykjavík. „Ég byrjaði að dútla við þetta fyrir fimm árum. Svo komst ég fljótlega í það að spila inni á skemmtistöð- um í Reykjavík og hef verið að spila hverja einustu helgi eiginlega,“ seg- ir Karítas sem játar seinna að hún hafi spilað til hálf fimm um morg- uninn á skemmtistaðnum Húrra! í Reykjavík og ekki farið að sofa fyrr en klukkan sex og sé örlítið slæpt. Í sumar bauðst henni tækifæri að fara í Evrópureisu með rapphljómsveit- inni Reykjavíkurdætrum. „Þetta var bara geggjað. Það var stappað á öll- um tónleikum á hátíðunum sem við vorum að spila á. Einu sinni spiluð- um við í risa sirkustjaldi og það var alveg fullt og fólk stóð fyrir utan það líka. Þetta var alveg geggjað,“ segir Karítas. „Maður sá líka mynd- ir úr túrnum og það var bara súp- erstjörnufílingur í þessu,“ skýtur Soffía Björg að. Soffía Björg hefur sjálf náð langt í tónlist. Hún sem- ur og syngur á gítar og vinnur að mestu fyrir sér sem tónlistarkona. Í tónlistarnámi án nótnakunnáttu „Ég fékk fyrsta gítarinn í jólagjöf árið 2009,“ segir Soffía Björg. Hún notar þó Gibson US-1 rafmagns- gítar í dag, gítar sem Þórarinn keypti fyrir fermingarpeningana sína. „Ég keypti hann af honum fyrir tveimur árum síðan,“ útskýr- ir hún. „Sem krakki og unglingur gat ég bara ómögulega tjáð mig svo tónlistin opnaði tjáningarform fyrir mér og hún hefur hjálpað mér alveg gríðarlega.“ Hún er með BA í tónsmíðum frá Listaháskólan- um. „Ég svindlaði mér eiginlega í gegnum söngskólann,“ segir hún hlæjandi. „Einhvern veginn komst ég í gegnum skólann án þess að kunna nótur. Ég hafði alltaf náð að syngja og spila allt eftir eyranu. Mér fannst það bara betra. Þegar ég kom í Listaháskólann þá horfði kennar- inn bara á mig og spurði hvað hann ætti eiginlega að gera við mig.“ Kennarinn og Soffía Björg fundu þá einhver sameiginlegan grundvöll og Soffía Björg útskrifaðist og hefur núna gefið út eina plötu og tónlistin hennar er spiluð í útvarpi. Bræðurnir í hópnum, Guðmundur Bergmann og Þórarinn Halldór, stofnuðu metal-hljómsveitina Brotajárn og hafa gefið út tvö lög á Spotify þegar þetta er skrifað. Kristín Birna syngur með Kór Lindakirkju, kraftmiklum gospelkór. Myndin er tekin á tónleikum með kórnum þegar Kristín var með sólósöng og allur kórinn stendur stutt frá en náðist ekki á myndina. Karítas hefur starfað sem DJ eða plötusnúður í nokkur ár og fór síðasta sumar í tónleikaferð með Reykjavíkurdætrum til Evrópu. Soffía Björg vinnur fyrir sér sem tónlistarkona og hefur nú þegar gefið út eina plötu. Ljósm. Birta Rán.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.