Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Side 86

Skessuhorn - 19.12.2018, Side 86
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201886 Kristinn Jónasson tók við starfi bæjarstjóra Snæfellsbæj- ar árið 1998, þá 32 ára gamall. Nú tuttugu árum síðar gegnir hann starfinu enn og er í hópi reyndustu bæjar- og sveitar- stjóra landsins. Skessuhorn hitti Kristin að máli á bæjar- skrifstofunni á Hellissandi fyr- ir skemmstu og ræddi við hann um farinn veg, hvað hefði breyst og hvað ekki, starf sveitarstjór- ans undanfarna áratugi og sam- félagið undir Jökli. „Eins og ég hafi byrjað í gær“ „Ég byrjaði 4. júlí 1998, fyrir rúm- um 20 árum síðan. Mér finnst mjög sérstakt að hugsa til þess. Ég hélt ég yrði aldrei svona lengi en mér finnst samt eins og ég hafi byrjað í gær,“ segir bæjarstjórinn. „Það er nefnilega þannig með bæj- arstjórastarfið að það er ótrúlega fjölbreytt. Mikið af skemmtileg- um verkefnum sem þarf að takast á við á hverjum degi og svo auðvitað stærri verkefni sem maður fylgir í lengri tíma. Ég hef verið svo lán- samur að alveg frá því að ég byrj- aði er búið að vera mjög mikið að gera og að mörgu að huga,“ segir hann og lítur til baka. „Fyrstu árin voru töluvert erfið. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins var mjög þröng, gífurlegir erfiðleikar höfðu ver- ið í sjávarútveginum og heilt yfir var bara erfið staða í samfélaginu hérna. Sveitarsjóður stóð illa og það tók mig fyrstu sex mánuðina bara að koma því í réttan farveg og hafa allt í röð og reglu. Það er al- veg hægt að skulda töluvert en það mega helst ekki vera mikil van- skil. Það var mitt fyrsta verkefni að koma reglu á þessa hluti,“ seg- ir Kristinn. Í forystu í umhverfismálum Sveitarfélagið átti á þessum tíma lítið af peningum en ný bæjar- stjórn vildi eðli málsins samkvæmt sjá eitthvað eftir sig og það gerði hún. „Farið var í töluvert mikið af umhverfisverkefnum, sem kost- uðu ekki mikinn pening en voru mjög til bóta í bæjarfélaginu. Til dæmis voru opin svæði tekin í gegn og löguð, það var þökulagt og gert snyrtilegt í bænum þann- ig að fólk sæi einhverjar breytingar til hins betra. Ég vil meina að það hafi tekist mjög vel,“ segir Krist- inn og tekur dæmi: „Sumarið 1998 voru stórir og miklir vikurhaugar í höfninni í Ólafsvík og sömuleið- is inni í dal. Hér úti um allt bæjar- félagið voru opin svæði sem voru eiginlega bara drullusvæði, ófrá- gengin og í órækt, til dæmis Sáið í Ólafsvík, svæðið milli Hellissands og Rifs, inni í Rifi og milli húsa hér og þar. Allsstaðar voru ljót opin svæði. Allt sem þurfti að gera var að þökuleggja, gera snyrtilegt og síðan slá og hirða svæðin,“ segir Kristinn. Á þessum tíma tók Snæ- fellsbær þátt í starfi Staðardag- skrár 21 og var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að fá viðurkenningu fyr- ir þau störf sín. „Snæfellsbær náði þarna forystu í umhverfismálum og seinna Snæfellsnesið allt með þátttöku sinni í umhverfisverk- efni Earth Check. Nú eru tíu ár frá því að Snæfellsnes fékk fyrst vott- un Earth check fyrir að vera um- hverfisvænt svæði. Það sem hefur gerst síðan er að eftir að sveitar- félagið fór að sýna frumkvæði og taka til á þeim svæðum sem voru á ábyrgð þess, þá fóru íbúarnir að huga að sínum svæðum líka. Í dag er það þannig, sem betur fer, að íbúarnir eru að þrýsta á okkur í þessum málum og vilja alltaf gera betur. Það finnst mér vera stór sig- ur,“ segir hann en tekur skýrt fram að þessum verkefnum ljúki aldrei. „Við þurfum alltaf að gera betur, það er alveg á hreinu. En á sama tíma megum við vera stolt af því sem við höfum gert vel í gegnum tíðina og hvað við stöndum fram- arlega í umhverfismálum, ekki bara Snæfellsbær heldur Snæfells- nesið allt,“ segir hann. Alla tíð haft svigrúm og notið trausts „Til að geta ráðist í verkefni á borð við umhverfisverkefnin þarf fólk að vera virkt, á tánum og reyna að sjá fram í tímann og þá á ég við samfé- lagið allt. Það er samvinna margra sem skilar þessum árangri,“ segir Kristinn. „Alla mína tíð hefur ver- ið gott fólk í bæjarstjórn, öflugt og kröftugt fólk með mjög skýra sýn á hvað það vill gera. Síðan hefur það verið mitt að framfylgja því,“ segir hann og bætir því við að hann hafi alla tíð notið trausts. Það sé hann þakklátur fyrir. „Ég fékk mjög gott veganesti þegar ég var ráðinn. Þá- verandi meirihluti sagði við mig að hlutverk mitt væri rekstur sveitar- félagsins. Ef ég gerði rétt myndu þeir ekki segja neitt en ef ég gerði eitthvað vitlaust þá myndu þeir skamma mig,“ segir Kristinn léttur í bragði. „Það var mjög gott vega- nesti og í því felst ákveðið frjáls- ræði. Ég þarf ekki að vera feim- inn við að sýna frumkvæði í starfi og byrja að vinna að ákveðnum málum, um leið og þau koma inn á borð til mín,“ segir hann. „Það skiptir nefnilega miklu máli að geta brugðist hratt við, vitandi að mað- ur hafi það svigrúm og traust bæj- arstjórnar sem þarf til að hægt sé að sinna smærri málum sem skipta samt miklu máli fyrir íbúana.“ Úr laxveiði í Snæfellsbæ Kristinn sleit barnsskónum vest- ur á fjörðum og bjó þar meira og minna þangað til hann fluttist í Snæfellsbæ árið 1995. „Ég kem frá Þingeyri þar sem faðir minn var sveitarstjóri í þrjátíu ár,“ seg- Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar: „Að vera bæjarstjóri er ekki starf heldur lífsstíll“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Ljósm. kgk. Kristinn í ræðustól í september 1998, nokkrum mánuðum eftir að hann tók við starfi bæjarstjóra. Kristinn ásamt Páli Péturssyni þegar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga tók formlega til starfa 6. júní árið 2000. Páll var þá félagsmálaráðherra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.