Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 90

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 90
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201890 Kristen McCarthy kom fyrst til Íslands haustið 2014 til að spila með Snæfelli í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Hún heillaðist af landi og þjóð og eft- ir að hafa reynt fyrir sér á meg- inlandi Evrópu sneri hún aft- ur í Stykkishólm fyrir rúmu ári síðan. Hún lítur í dag á Ísland sem sitt annað heimili, sér fyrir sér að búa hér á landi til fram- búðar. Kristen hefur sótt um íslenskan ríkisborgararétt og dreymir um að spila með lands- liðinu. Skessuhorn hitti Krist- en í Hólminum á fallegum des- embermorgni og ræddi við hana um körfuna, Stykkishólm, kynni hennar af landi og þjóð en síðast en ekki síst hana sjálfa. Körfuboltinn alltaf í uppáhaldi „Ég kem frá Suður-Kaliforníu, frá litlum bæ sem heitir San Dimas sem er í um það bil 35 til 40 mín- útna akstursfjarlægð austur af Los Angeles,“ segir Kristen. „Ég er fædd árið 1990 og á tvo bræður og tvær systur. Ég er næstelst. Fjöl- skyldan mín er frekar stór. Pabbi á fimm börn og mamma tvö,“ bæt- ir hún við. Kristen segir að körfu- boltinn hafi alla tíð skipað stór- an sess í hennar lífi. Flestar henn- ar minningar úr barnæsku tengj- ast körfubolta með einum eða öðr- um hætti. „Ég byrjaði að spila þeg- ar ég var fimm ára. Sama ár spilaði ég fyrsta keppnisleikinn minn. Ég man að við kepptum í appelsínu- gulum treyjum og spiluðum leik- ina úti í góða veðrinu í Kaliforníu,“ segir hún og brosir. „Mamma lét mig og bróður minn prófa nánast allar íþróttir nema knattspyrnu. Körfuboltinn varð strax uppáhalds íþróttin mín, ásamt frjálsum. En ég ákvað að halda mig við körfuna og geri það enn,“ segir hún og bros- ir. Kristen fór hina hefðbundnu amerísku leið í körfunni, spilaði í gegnum allt skólakerfið. „Ég spil- aði í framhaldsskóla og fékk síð- an námsstyrk til að spila í háskóla- boltanum. Þar lék ég með Temple University í Fíladelfíu. Þannig að ég fór alla leið yfir á austurströnd- ina í háskóla. Þar var ég frekar langt að heiman, sem bjó mig und- ir það að spila síðar sem atvinnu- maður í Evrópu,“ segir hún. Þekkti lítið til landsins Haustið 2014 lá leið hennar fyrst til Íslands, þegar hún gekk til liðs við Snæfell. Ingi Þór Steinþórsson, sem þá þjálfaði liðið, fékk hana til að koma til landsins. „Ég vissi ekki mikið um landið áður en ég kom hingað þannig að ég gúgglaði „Iceland“. Þá fékk ég upp myndir af nokkrum fossum og síðan eld- gosinu í Eyjafjallajökli sem þá stóð sem hæst. Ég spurði hvort það væri yfir höfuð öruggt að koma til landsins en Ingi sagði að þetta væri allt í lagi, sem það var auðvitað,“ segir hún. Kristen segir að það hafi auðvitað verið ákveðin viðbrigði að koma frá fjölmenninu á Los Ange- les svæðinu í lítinn bæ á Íslandi. „Ingi sótti mig á flugvöllinn og við keyrðum vestur í Stykkishólm. Þar fór hann með mig hring um bæinn og sýndi mér hvar allt væri. Mér fannst eins og ég hefði rétt blikkað augunum og þá var hringnum lok- ið. Var ekkert meira?“ segir hún og hlær við endurminninguna. „En ég var fljót að læra að meta hvað allt er smátt í sniðum. Í Bandaríkjun- um er maður vanur að þurfa að keyra út um allt eftir öllu sem mað- ur þarf að gera. Á mínum heima- slóðum skipuleggur fólk daginn sinn út frá umferðinni,“ segir hún. „Hérna get ég labbað í búðina, í ræktina, út að borða, í heimsókn til vina minna. Það er allt svo ná- lægt. Ef maður þarf að mæta ein- hvert þá leggur maður bara af stað fimm mínútur í og er mættur á réttum tíma,“ bætir hún við. „Fyr- ir vikið hefur fólk meiri tíma fyrir sig. Í Kaliforníu fer ótrúlega mikill tími í að sitja fastur í umferðinni. Það er ótrúlegt hvað það er miklu meira afslappandi að vera laus við hluti eins og umferðina. Ég elska það,“ segir Kristen og brosir. Frábær tími í Hólminum Hólmarar tóku Kristen opnum örmum og hún kolféll fyrir bæn- um. „Ég man að mér fannst ekki mikið að gera hérna fyrst,“ seg- ir hún og hlær við. „En vinir mín- ir og liðsfélagar lögðu sig fram um að láta mér líða vel og bjóða mig velkomna. Þetta eru enn vin- ir mínir í dag og við gerum sömu hlutina. Við borðum saman, horf- um á myndir, höfum það notalegt og njótum samverunnar. Stund- um gerum við eitthvað öðruvísi en þá búum við bara til ferð úr því. Dagsdaglega þarf maður ekk- ert annað en vinina,“ segir hún. „Þetta hjálpar mér að einbeita mér að körfunni og því að halda mér í formi. Þetta gefur manni líka tæki- færi til að kynnast fólkinu betur. Mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með krökkunum sem ég hitti fyrst fyrir fjórum árum síð- an vaxa úr grasi. Stemningin hérna og samfélagið er öðruvísi en ég er vön frá Bandaríkjunum. Ég þekki engan sem ég var með í leikskóla. Elsta vini mínum kynntist ég þegar ég var 12 ára. Hérna eru allir búnir að þekkjast alla sína ævi. Mér líkar það mjög vel og það veitir ákveðið öryggi. Fólkið hérna treystir hvort öðru betur, því það þekkjast all- ir svo vel,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að koma hingað, þetta er búin að vera frábær tími.“ Saknaði Íslands Eftir fyrsta árið með Snæfelli hélt Kristen til Rúmeníu en lék þar að- eins hálft keppnistímabil. „Lið- ið mitt átti í fjárhagserfiðleikum, varð gjaldþrota og spilaði ekki einu sinni seinni hluta mótsins. Þá fór ég til Þýskalands, spilaði með liði frá Halle seinni hluta ársins og síð- an með liði frá Freiburg árið eftir. Árið 2017 sneri ég aftur í Stykk- ishólm og er núna að spila mitt annað tímabil í röð með Snæfelli,“ segir Kristen. Hvað varð til þess að hún ákvað að snúa aftur í Hólm- inn? „Ég vissi alltaf að ég myndi koma aftur. Ég fór ekki af því ég vildi fara frá Stykkishólmi. Mér fannst æðislegt að vera hérna og hefur alltaf fundist það, en á sama tíma langaði mig að upplifa eitt- hvað nýtt og spila í öðrum deild- um í Evrópu,“ segir hún. „En allan tíman hugsaði ég eiginlega stöð- ugt til Íslands. Eftir tvö ár í Evr- ópu fannst mér kominn tími til að snúa aftur,“ segir hún. Blaðamað- ur spyr hvort Kristen hafi ef til vill verið með heimþrá. „Ég hef aldrei hugsað um það þannig. Ég man að einu sinni áttu við þrjá og hálf- an dag í frí. Ég flaug til Íslands til að heimsækja vini mína og ég kom alltaf hingað á sumrin. Þannig að já, það má kannski segja að ég hafi verið með heimþrá,“ segir hún og brosir. Þá skellti hún sér einu sinni til móts við íslenska landsliðið til að hitta vinkonur sínar frá Íslandi þegar þær voru að spila á móti Ungverjalandi. „Það hitti svo vel á að ég átti stutt frí svo ég fór með lestinni frá Rúmeníu. Það voru bara sex tímar með lestinni svo ég ákvað að drífa mig. Rúmenía var ekki í neinu uppáhaldi hjá mér svo það var mjög ánægjulegt að hitta vinina þá og geta skroppið aðeins í burtu og hitt fólk sem mér þykir vænt um,“ segir hún. „Bara kynnst góðu eplunum“ Aðspurð kveðst hún hafa mætt óþægilegu viðmóti í Rúmenínu. „Fólkið var ekkert sérstaklega vinalegt. Sumir voru það auðvitað en alls ekki allir og margir fannst mér vera dálítið fordómafullir. Við vorum fjórar frá Bandaríkj- unum í þessu liði, allar svartar og fólkið starði á okkur og gaf okk- ur illt auga. Það var mjög óþægi- legt og við upplifðum okkur ekki velkomnar. Auðvitað hittum við indælisfólk inn á milli en heilt yfir var viðmótið ekki gott,“ segir Kristen og bætir því við að miklu betra sé að vera á Íslandi hvað þetta varðar. „Íslendingar eru in- dælasta fólk sem ég hef kynnst á ævinni og mjög góðhjartaðir. Auð- vitað eru skemmd epli hér eins og annars staðar, en enn sem komið er hef ég bara kynnst góðu eplun- um,“ segir hún ánægð. „Hérna eru allir glaðir og ánægðir og einbeita sér fyrst og fremst að því að njóta lífsins. Það er líka öðruvísi stemn- ing hér en í Bandaríkjunum, þar er fólkið aðeins einstaklingsmiðaðra. Hérna eru allir glaðir og ánægðir og einbeita sér fyrst og fremst að því að njóta lífsins. Það gerir allt svo miklu auðveldara,“ segir hún. Snæfell getur unnið þrennuna Snæfell hefur átt góðu gengi að fagna í Domino‘s deildinni það sem af er vetri og er komið í átta liða úrslit bikarsins. „Við erum með gott lið í ár. Eftir fyrstu leikina hugsaði ég með mér að við gætum allt eins farið ósigraðar í gegnum mótið. Auðvitað gerðist það ekki en ég held samt að við séum það góðar. Við erum með reynslumik- ið lið, vel þjálfaðar og með sterk- an bekk. Við höfum allt sem þarf og það er bara undir okkur sjálf- um komið að láta dæmið ganga upp. Ef engin meiðist þá höfum við alla burði til að geta orðið Ís- lands-, bikar- og deildarmeistar- „Ísland á alltaf sinn stað í hjarta mínu“ - segir körfuknattleikskonan Kristen McCarthy í Stykkishólmi Kristen fer á körfuna í leik í Stykkishólmi. Hún telur Snæfell hafa alla burði til að geta unnið þrefalt í ár; deildina, bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn. Ljósm. úr safni/ sá. Kristen McCarthy á heimavelli í Stykkishólmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.