Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Page 99

Skessuhorn - 19.12.2018, Page 99
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 99 Pennagrein Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Borgarbyggðar eru augljós merki þess að nú sé komið að Borgar- byggð að hefja uppbyggingu í sinni víðustu mynd. Viðbyggingar og endurbætur á skólamannvirkjum eru áberandi í framkvæmdaráætlun sem og uppbygging annarra inn- viða eins og ljósleiðara í dreifbýli. Þá er mikil áhersla lögð á skipu- lagsmál, upplýsinga- og kynning- armál um leið og tekin eru ákveð- in en varfærin skref í lækkun fast- eignaskatta. Efla á skipulagsmál og kynna lóðir Vinna við að efla stjórnsýslu skipu- lagsmála, bæta verkferla og hraða afgreiðslu mála er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fjölga starfsfólki á skipulagssviði og innleiða umbóta- miðað gæðastarf. Eins er húsnæð- isáætlun sem greinir þörfina fyr- ir tegund húsnæðis nú í vinnslu. Skipuleggja á fleiri svæði en þau þurfa að gera ráð fyrir fjölbreytt- um möguleikum fyrir búsetu og atvinnustarfsemi vítt og breytt um sveitarfélagið. Hafin verður vinna við rammaskipulagi fyrir Brák- arey og Hamars- og Kárastaða- land þar sem íbúar verða virkjað- ir við hugmyndavinnuna. Í fram- haldinu verður vinnan og reynslan metin og stefnt að því að fara í gerð rammaskipulags á fleiri svæðum í sveitarfélaginu. Rammaskipulag er kjörin leið til að greina möguleika til uppbyggingu svæða og þéttingu byggðar án þess að um endanlega ákvörðun um útlit, stærðir eða nýt- ingu sé að ræða. Átak í upplýsinga- og kynningarmálum Það er sérstaklega ánægjulegt að í þessari fjárhagsáætlun sé auk- in áhersla lögð á upplýsinga- og kynningarmál. Stofna á nýja at- vinnu-, markaðs- og menningar- málanefnd en sú nefnd gæti unnið í að efla og kynna það góða menn- ingarstarf sem unnið er, vinna með grasrótinni í tengslum við hátíðir og frumkvöðlastarf og móta skýr- ari stefnu í atvinnumálum svo eitt- hvað sé nefnt. Ný heimsíða Borg- arbyggðar mun líta dagsins ljós sem verður notendavænni og aðgengi- legri. Rafræn stjórnsýsla verður efld svo hægt verði að flýta fyrir og einfalda afgreiðslu erinda. Með ný- samþykktri stefnu um upplýsinga- mál og íbúasamráð verður unnið á markvissari hátt að þeim málum. Miðlun upplýsinga getur jafnframt þjónað þeim tilgangi að markaðs- setja svæðið og stuðla að jákvæðri ímynd. Þannig getum við vakið at- hygli á því hversu ákjósanlegur bú- setukostur Borgarbyggð er. Lækkun fasteignaskatta og langtímamarkmið í fjármálum Í fjárhagsáætlun fyrir 2019 eru tek- in fyrstu skrefin í að lækka fast- eignaskatta í Borgarbyggð og gera þannig sveitarfélagið að samkeppn- ishæfari kosti til búsetu. Mikil- vægt er að halda áfram á þeirri leið og hefur meirihluti sveitarstjórn- ar fullan hug á því. Auk þess er til skoðunar að endurskoða reglur um gatnagerðargjöld. Samhliða vinnu við fjárhagsáætlun hefur verið unn- ið að langtímamarkmiðasetningu í fjármálum sveitarfélagsins í verk- efni sem kallað hefur verið „Brúin til framtíðar“. Að þeirri vinnu hefur öll sveitarstjórn komið og ánægju- legt hversu samstíga hópurinn hef- ur verið í að setja sér þessi mark- mið. Sú vinna hefur leitt í ljós að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að takast á við þá fjárfestingaþörf sem hefur safnast upp ef festu og aðhaldi í fjármálum verður fram- haldið. Það er því óhætt að segja að nú sé komið að Borgarbyggð að nýta tækifærin sem eru fjölmörg og spennandi. Magnús Smári Snorrason Höf. er sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð og formaður fræðslu- nefndar Nú er komið að Borgarbyggð Skallagrímur sigraði Snæfell, 90-87, í æsispennandi framlengd- um Vesturlandsslag í Vesturlands- slag Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Leikið var í Borg- arnesi á miðvikudagskvöld. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin fylgdust að hvert fótmál í upphafsfjórð- ungnum og Skallagrímur leiddi með einu stigi að honum loknum, 28-27. Snæfell náði góðum spretti um miðjan annan leikhluta og komst mest níu stigum yfir í stöð- unni 34-43. Þá tóku Skallagríms- konur góða rispu og minnkuðu muninn í eitt stig áður en flautað var til hálfleiks. Snæfell leiddi með einu stigi í hléinu, 44-45. Áfram var leikurinn í járnum eftir hléið. Til marks um það mun- aði aldrei meira en fjórum stigum á liðunum í þriðja leikhluta og Skallagrímur leiddi með tveim- ur fyrir lokafjórðunginn, 60-58. Sá var kaflaskiptur en æsispenn- andi. Skallagrímur byrjaði af mikl- um krafti og komst í 66-58. Snæ- fell svaraði fyrir sig og komst að lokum í 71-77 þegar tvær mín- útur lifðu leiks. En þá var kom- ið að þætti Shequila Joseph, sem skoraði átta stig fyrir Skallagrím á lokamínútunum, á meðan Snæfell skoraði tvö stig. Síðustu tvö stig- in skoraði Shequila af vítalínunni á lokasekúndu leiksins þegar hún jafnaði í 79-79 og því varð að grípa til framlengingar. Þar höfðu Borg- nesingar yfirhöndina þó Snæfells- konur væru aldrei langt undan. Skallagrímur innsiglaði sigurinn með þriggja stiga skoti á lokamín- útunni og lokatölur urðu 90-87 eftir æsispennandi leik. Shequila Joseph átti stórleik fyrir Skallagrím og setti upp ris- atvennu. Hún skoraði 35 stig og reif niður 25 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 17 stig og tók sex fráköst, Bryesha Blair skor- aði 15 stig og gaf sjö stoðsending- ar og Ines Kerin skoraði tólf stig og gaf níu stoðsendingar. Kristen McCarthy var atkvæða- mest í liði Snæfells, skoraði 35 stig, tók átta fráköst, gaf átta stoð- sendingar, stal fjórum boltum og varði fjögur skot. Angelika Ko- walska skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar, Gunnhildur Gunn- arsdóttir var með 14 stig og fimm stolna bolta og Berglind Gunnars- dóttir skoraði tíu stig. Staða liðanna í deildinni er þann- ig að Snæfell er í öðru sæti deild- arinnar með 18 stig, jafn mörg og KR í sætinu fyrir neðan og Kefla- vík í sætinu fyrir ofan. Skallagrím- ur er í sjötta sæti með átta stig, fjórum stigum á eftir Val en tveim- ur stigum fyrir ofan Hauka. Næsti leikur Skallagríms er gegn KR í Borgarnesi í kvöld, miðviku- daginn 19. desember. Á sama tíma hefst leikur Snæfells og Hauka í Stykkishólmi. kgk Æsispennandi Vesturlandsslagur Bryesha Blair fer framhjá Kristen McCarthy í leiknum á miðvikudag. Ljósm. Skallagrímur. Snæfell tók á móti Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik á fimmtudags- kvöld. Leikurinn var jafn og spenn- andi þar til gestirnir sigu fram úr seint í leiknum og sigruðu að lokum með 17 stigum, 67-84. Fjölnir byrjaði leikinn betur og komst í 6-17 um miðjan upphafs- fjórðunginn. Snæfell náði þá góðri rispu og minnkaði muninn í fimm stig en gestirnir áttu lokaorðið í fyrsta leikhluta og leiddu með átta stigu að honum loknum, 17-25. Snæfelling- ar byrjuðu annan leikhluta af krafti. Þeir skoruðu tíu stig í röð, náðu for- ystunni og leiddu næstu mínúturn- ar. Fjölnir jafnaði metin en Snæfell tók forystuna að nýju og leiddi með þremur stigum í hálfleik, 41-38. Þriðji leikhluti var jafn og spenn- andi. Gestirnir náðu forystunni snemma en Snæfellingar komu til baka seint í leikhlutanum og kom- ust yfir að nýju. Þá tók Fjölnir góða rispu og leiddi með tíu stigum fyrir lokafjórðunginn, 55-65. Þá forystu létu gestirnir aldrei af hendi. Þeir héldu baráttuglöðum Snæfellingum í skefjum til í fjórða leikhluta en juku muninn smám saman til leiksloka. Fjölnir sigraði, 67-84. Dominykas Zupkauskas átti stór- leik í liði Snæfells. Hann skora í 30 stig, gaf fimm stoðsendingar og stal hvorki fleiri né færri en níu boltum. Darrel Flake skoraði tólf stig og tók níu fráköst og Rúnar Þór Ragnars- son var með tíu stig. Daníel Bjarki Stefánsson var betri en enginn í liði gestanna, skoraði 32 stig, reif niður 19 fráköst og varði sex skot. Vilhjálmur Theodór Jónsson skoraði 13 stig og tók fimm fráköst og Srdan Stojanovic skoraði tíu stig. Ungt og efnilegt lið Snæfellinga er enn stigalaust á botni deildarinnar en miðað við hve mikið liðinu hefur farið fram undanfarin misseri er að- eins tímaspursmál hvenær liðið nær fyrsta sigrinum. Snæfell leikur næst föstudaginn 21. desember næst- komandi, þegar liðið mætir Hamri í Hveragerði. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Snæfellingar töpuðu gegn Fjölni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.