Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 102

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 102
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018102 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvaða jólahefð heldurðu sterkast í? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Ragnheiður Rún Gísladóttir Tartaletturnar frá ömmu Röggu eru ómissandi. Kolbrún Kjarval Ris á la mande. Það hefur fylgt fjölskyldunni svo lengi og ég geri svo gott Ris á la mande. Svo er það auðvitað hangikjötið. Guðríður H. Halldórsdóttir Ég er alltaf með þessar gömlu hefðir. Svo er ég yfirleitt alltaf með jólaboð annan í jólum. Stefán Bjarki Ólafsson Það er í raun og veru jólaboðið hjá mömmu og pabba á jóladag. Í seinni tíð er það það sem skipt- ir mig mestu máli. Alfreð Viktorsson Ja... það er bara hefðbundið að- fangadagskvöld frá gamalli tíð með íslensku hangikjöti og an- anas fromage í eftirrétt. Skallagrímur mátti játa sig sigrað- an gegn toppliði Tindastóls, 89-73, þegar liðin mættust í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á fimmtudags- kvöld. Leikið var norður á Sauðár- króki, höfuðstað Skagafjarðarsýslu. Tindastóll hafði heldur yfirhönd- ina framan af leik. Þeir byrjuðu bet- ur og leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Skallagríms- menn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og minnk- uðu muninn í þrjú stig. En Stólarn- ir leiddu áfram og fóru með sjö stiga forystu inn í hálfleikinn, 47-40. Tindastóll komst tólf stigum yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá tóku Skallagrímsmenn við sér. Með góð- um kafla þar sem þeir skoruðu 13 stig í röð komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 52-53. En forysta Skallagríms varði ekki lengi. Tinda- stóll komst yfir að nýju og hafði fimm stiga forskot fyrir lokafjórð- unginn, 61-56. Heimamenn voru sterkari í fjórða leikhluta og sigu fram úr. Munurinn á liðinum var aldrei meiri en í leikslok. Tindastóll vann með 89 stigum gegn 73. Aundre Jackson var stigahæstur í liði Skallagríms með 19 stig og sjö fráköst að auki. Domogoj Samac skoraði 19 stig og tók níu fráköst en aðrir höfðu minna. Danero Thomas var atkvæða- mestur í liði Tindastóls með 17 stig, Dino Butorac skoraði 15, Philip B. Alawoya var með tólf stig og níu frá- köst, Pétur Rúnar Birgisson skoraði ellefu stig og Brynjar Þór Björnsson var með ellefu stig einnig. Skallagrímur situr í ellefta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveim- ur stigum meira en botnlið Breiða- bliks. Næst leikur Skallagrímur á morgun, fimmtudaginn 20. desemb- er, þegar liðið mætir Njarðvíkingum í Borgarnesi. Verður það jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir jólafrí. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrím- ur. Baráttuglaðir Borgnesingar máttu játa sig sigraða Leikið var í 16 liða úrslitum Geysis- bikars karla og kvenna í körfuknatt- leik um helgina. Snæfell og Skalla- grímur komust bæði áfram í bik- arkeppni kvenna, Skallagrímur fór áfram í bikarkeppni karla en ÍA féll úr leik. Leikið verður í átta liða úr- slitum dagana 20. og 21. janúar næstkomandi. Snæfell rústaði Þór Ak. Snæfellskonur rústuðu Þór Ak. á útivelli, 36-110. Eins og lokastað- an gefur til kynna átti heimaliði sér ekki viðreisnar von gegn sterku liði Snæfells, sem leikur deild fyrir ofan í Íslandsmótinu. Þór skoraði aðeins þrjú stig í fyrsta leikhluta á móti 28 stigum Snæfells. Snæfell raðaði nið- ur stigunum í öðrum leikhluta og leiddi með 70 stigum gegn 17 í hálf- leik, ótrúlegar tölur. Snæfellskonur hægðu ferðina í síðari hálfleik, enda búnar að vinna leikinn. Þær skoruðu 17 stig í þriðja leikhluta, 23 í fjórða og unnu að lokum einhvern stærsta sigur í seinni tíð. Heiða Hlín Björns- dóttir skoraði 22 stig, Anna Soffía Lárusdóttir var með 21 stig og níu fráköst, Tinna Alexandersdóttir 21 stig einnig og Gunnhildur Gunnars- dóttir skoraði tíu stig, gaf sex stoð- sendingar og stal sex boltum. Stórsigur Skallagríms- kvenna Skallagrímskonur unnu stórsigur á Njarðvík á útivelli, 62-91. Þær byrj- uðu betur og leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-20. Í öðrum leikhluta léku þær vel og höfðu 18 stiga forystu í hléinu, 31-49. Skallagrímskonur gáfu engin færi á sér eftir hléið og bættu í. Þær leiddu 42-71 eftir þriðja leikhluta og úrslit leiksins ráðin. Sá munur hélst meira og minna óbreyttur í fjórða leikhluta. Skallagrímur sigraði með 29 stigum, 62-91. Bryesha Blair var atkvæðamest í liði Skallagríms með 17 stig, átta frá- köst og níu stolna bolta. Maja Mic- halska skoraði 14 stig og tók fimm fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með tólf stig, sex fráköst og átta stoðsendingar og Ines Kerin skoraði tólf stig einnig. Borgnesingar áfram Skallagrímur lagði Selfoss eftir fjörugan leik í Borgarnesi, 79-72. Gestirnir gáfu ekkert eftir þrátt fyr- ir að leika deild neðar og leiddu eft- ir fyrsta leikhluta, 22-25. Borgnes- ingar komust yfir um miðjan annan leikhluta og leiddu í hálfleik, 41-37. Þeir höfðu áfram yfirhöndina en gestirnir voru þó aldrei langt und- an. Skallagrímur hafði sex stiga for- skot fyrir lokafjórðunginn, 62-56. Þar voru Skallagrímsmenn sterkari, höfðu tíu til tólf stiga forskot þar til örfáar mínútur lifðu leiks. Gestirnir minnkuðu muninn lítið eitt á loka- andartökum leiksins. Skallagrímur sigraði með sjö stigum, 79-72. Matej Buovac var stigahæstur í liði Skallagríms með 20 stig og sex frá- köst að auki. Aundre Jackson skor- aði 19 stig, Domagoj Samac skoraði 13 og Bjarni Guðmann Jónsson var með tíu stig og sex stoðsendingar. Skagamenn úr leik ÍA mátti játa sig sigrað gegn ÍR á útivelli, 104-73. Heimamenn byrj- uðu betur, komust í 15-2 en Skaga- menn komu til baka og minnkuðu muninn í sex stig áður en fyrsti leikhluti var úti, 22-16. Skagamenn léku afar vel í öðrum leikhluta og var ekki að sjá að þeir léku tveim- ur deildum neðar en ÍR. Þeir héldu heimamönnum stigalausum fyrstu fimm mínúturnar og tóku foryst- una á meðan. ÍA leiddi 29-23 um miðjan leikhlutann. ÍR-ingar jöfn- uðu en Skagamenn áttu lokaorð- ið og leiddu í hléinu, 35-37. Um miðjan þriðja leikhluta tóku heima- menn öll völd á vellinum. Þeir leiddu 78-60 eftir þriðja og bættu við í lokafjórðungnum. Að lokum sigruðu þeir stórt, 104-73. Hjalti Ásberg Þorleifsson var stigahæstur í liði ÍA með 17 stig og tólf fráköst að auki. Jón Frímanns- son skoraði 16 stig og tók 15 frá- köst, Chaz Franklin skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og gaf fimm fráköst og Sindri Leví Ingason skoraði 12 stig og tók sex fráköst. kgk Bikarhelgi að baki Skallagrímur og Snæfell komust bæði áfram í Geysisbikar kvenna. Ljósm. úr safni/ sá. Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga árs- ins 2018. Þeir eru Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni á Akra- nesi og Haraldur Frank- lín Magnús úr Golf- klúbbi Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti sem þau bæði hljóta þessa útnefn- ingu. Valdís Þóra lék á sínu öðru tímabili í röð á LET Evrópumótaröðinni á árinu, en það er sterkasta móta- röð í Evrópu hjá atvinnukylfing- um í kvennaflokki. Hún endaði í 38. sæti á stigalistanum sem er besti árangur hennar á LET. Val- dís komst í gegnum niðurskurð- inn á fimm mótum af alls 12 sem hún tók þátt í á LET. Besti árang- ur hennar var þriðja sætið á LET- móti í Ástralíu, sem jafnframt er besti árangur sem íslenskur kylf- ingur hefur náð á atvinnumóti í golfi í efsta styrkleikaflokki. Valdís Þóra lék á þremur mótum á LET Access atvinnumótaröðinni, sem er næststerkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Hún tryggði sér snemma á tímabilinu áframhaldandi keppn- isrétt á LET Evrópumótaröðinni en fór auk þess á úrtökumótið fyr- ir LPGA-mótaröðina í Banda- ríkjunum. Þar keppti hún á öðru stigi af alls þremur. Úrtökumót- ið fór fram á Flórdída. Valdís Þóra lék hringina fjóra á 298 höggum og endaði í 110. sæti en alls komst 41 áfram á lokastigið. Valdís Þóra var tíu höggum frá því að komast áfram. Valdís Þóra var í fjögurra manna liði Íslands sem sigraði á Evrópu- mótinu í blandaðri liðakeppni at- vinnukylfinga á meistaramóti Evr- ópu í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram hjá atvinnukylfingum. mm/golf.is Valin kylfingar ársins Hildur Björg Kjartansdóttir, leik- maður Celta de Vigo á Spáni, er körfuknattleikskona ársins 2018. Er þetta í annað skiptið og jafnframt annað árið í röð sem hún er sæmd þessari heiðursnafnbót. Hildur Björg kemur frá Stykkis- hólmi og lék upp alla yngri flokka Snæfells. Hún þreytti frumraun sína með meistaraflokki liðsins haust- ið 2009 og lék með liðinu næstu ár. Hún var lykilmaður í liði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari 2014. Næstu þrjú ár lék hún í banda- ríska háskólaboltanum áður en hún hóf atvinnumannaferil sinn með CB Leganés á Spáni. Í haust gekk hún í raðir Celta de Vigo og hefur far- ið vel af stað með liðinu það sem af er vetri. „Með landsliðinu lék Hild- ur Björg í undankeppni EM kvenna 2019 þar sem íslenska liðið lék sex leiki frá nóvember 2017. Hildur var ein af lykilleikmönnum landsliðs- ins þar sem hún var með 14.2 stig og 7.5 fráköst að meðaltali í leikj- unum. Með landsliðinu er Hildur Björg orðin ein af lykilleikmönnum liðsins og mun án efa bæta sig meira sem atvinnumaður í körfuknattleik á næstu árum,“ segir á vef KSÍ. Helena Sverrisdóttir varð önnur í valinu á körfuknattleikskonu ársins og Þóra Kristín Jónsdóttir hafnaði í þriðja sæti. Aðrar sem fengu atv- kæði í valinu eru Berglind Gunnars- dóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir. Martin Hermannsson varð hlut- skarpastur í valinu á körfuknattleik- skarli ársins, Haukur Helgi Páls- son annar og Tryggvi Snær Hlina- son þriðji. Aðrir sem fengu atkvæði í valinu á körfuknattleikskarli ársins eru Hlynur Bæringsson, Jón Arnór Stefánsson, Jón Axel Guðmundsson og Kári Jónsson. kgk Hildur Björg er körfu- knattleikskona ársins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.