Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 91

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 91
Dr. Laufey Steingrímsdóttir næringar- fræðingur. Dýrt að borða óhollan mat Þaö er augljóst mál að mataræði ís- lendinga hefur mikið breyst á undanförn- um áratugum. Manneldisráð íslands hef- ur tvívegis staðið fyrir rannsóknum á neysluvenjum íslendinga, sú fyrri var gerð árið 1939 og sú síðari árið 1979. Þessar rannsóknir leiða í ljós að vanda- mál nútímans varðandi mataræði eru nokkuð annars eðlis en þau vandamál, sem við blöstu fyrir fjórum áratugum. Hér áður fyrr var skortur á nauðsyn- legum næringarefnum helsta vandamálið en nú er það frekar óhóf og ofneysla, sem ógnar heilsu fslendinga, að því er Laufey Steingrímsdóttir næringarfræð- ingur segir. „En mataræðið hefur þó breyst til batnaðar þrátt fyrir nöldrið í okkur nær- ingarfræðingum, alla vega er um meiri fjölbreytni að ræða og völ á nægum og hollum mat.“ Þrátt fyrir þær miklu breyt- ingar sem orðið hafa á mataræðinu hefur komið í ljós að fitan í fæðunni er svipuð að magni og áður var, því að um fjörutíu af hundraði orkunnar kemur úr fitu sam- kvæmt báðum könnunum. Munurinn er fyrst og fremst fólginn í því, að hér áður fyrr var fitan sýnilegri en nú er hún frek- ar dulin, til dæmis vegna djúpsteikinga eða í sælgæti, unnum kjötvörum og öðru þess háttar. Hvernig fæðan er matreidd skiptir því ekki síður máli en sjálft hrá- efnið," segir dr. Laufey Steingrímsdóttir. —Margir velta fyrir sér spurningunni hvort það sem telst til hollrar fæðu sé ekki dýrara í innkaupum en til dæmis fljótmatreidd fæða. Að mati næringar- fræðinga er slíkt ekki raunin eða ætti ekki að þurfa að vera það. „Fiskur og lifur eru hvoru tveggja hollur matur og einhver ódýrasta fæða, sem völ er á. Sama gildir um brauð, kartöflur, mjólk- urvörur og sérstaklega skýr,“ að sögn Laufeyjar. „Á hinn bóginn eru margar unnar kjötvörur síður en svo ódýrar og sama gildir um ýmis konar tilbúna rétti. Auðvitað er margt grænmeti dýrt, því miður, en hins vegar eigum við líka völ á ódýru grænmeti, rófum, gulrótum og hvítkáli til dæmis,“ segir Laufey, sem leggur áherslu á að fólk borði meira af fiski, kartöflum, brauði, mögrum mjólk- urvörum og grænmeti en minna af smjöri og annarri harðfeiti. Nú er mikið talað um nauðsyn þess að neyta minna salts og minni fitu og kvarta ýmsir undan því að maturinn verði ólyst- ugri fyrir vikið. Því svarar Laufey til að svo þurfi alls ekki að vera. „Hollur matur er góður matur, kjarni málsins er að kunna að matreiða hráefnið rétt, án þess að drekkja matnum í feiti og kæfa allt bragð með salti. Djúpsteiking er sjálfsagt óhollasta matreiðsluaðferð sem hugsast getur en hún er því miður að verða svo til allsráðandi á ýmsum skyndibitastöðum og ýmislegt bendir til þess að steiktur matur sé að verða æ algengari í heima- húsum. Af hverju ekki að nota ofninn aðeins meira?“ spyr Laufey. „Það tekur til dæmis enga stund að grilla fisk, prensl- aður með olíu og kryddaður er hann herramannsmatur að fimmtán mínútum liðnum." Að sögn Laufeyjar er það útbreiddur en um leið hrapalegur misskilningur, að hollt mataræði útheimti einhvers konar meinlætalifnað. Þessi rótgróna ranghug- mynd, að hollur matur sé vondur, á sjálf- sagt upptök sín í ömurlegum endurminn- ingum um hnausþykkan og kaldan hafra- graut eða ámóta kræsingar sem allar urðu að hverfa af diskinum. Og hver voru rökin? Þetta var svo hollt. Sann- leikurinn er auðvitað sá, að hollur matur getur verið hvort sem er, vondur eða góður, allt eftir því hvernig hann er mat- reiddur. Laufey segir að umfjöllun um matar- æði hafi einkennst um of af umræðu um hættulega sjúkdóma og slíkt sé ekki væn- legt til árangurs. „Jafnvel svo að einstaka fæðutegundir hafi verið tengdar alvar- legum sjúkdómum. Slík umræða vekur fyrst og fremst ótta hjá fólki, en það er mikilvægt að vekja áhuga fólks á hollum lifnaðarháttum og þeirri ánægju, sem er því samfara að lifa heilbrigðu lífi og borða hollan mat.“ súrefnisþörf hjartans. Það veldur breyt- ingum á hjartariti, sérstaklega aukinni boðleiðni og aukinni tilhneigingu til hjartsláttaróreglu, sem kann að geyma skýringu á aukinni tíðni skyndidauða meðal reykingafólks. Loks hefur níkótín áhrif á blóðflögur og æðaþel, frumulagið, sem klæðir æðakerfið að innan. Það esp- ar blóðflögur til klumpunar en dregur úr hæfni æðaþelsins til að verjast blóðsega- myndun. Þetta er að minnsta kosti hluti skýringarinnar á því hve mjög tíðni kransæðastíflu hefur aukist hjá þeim sem reykja. Þessi áhrif stuðla einnig beinlínis að æðakölkun, en þar á jafnframt kolsýrlingur hlut að máli, sem einnig finnst í tóbaksreyk. Magn kolsýrlings, sem berst inn í blóðrásina er að sjálf- sögðu háð reykingamagni. Talið er að reykingamenn innbyrði allt að átta sinn- um meiri kolsýrling en leyft er á vinnu- stöðum, til dæmis bílaverkstæðum. Þar sem kolsýrlingur bindst blóðrauðanum ryður hann súrefninu frá og minnkar framboð þess til vefja líkamans og þar er hjartað að sjálfsögðu meðtalið. Enn eru ótalin áhrif reykinga á háþétt- ni lipóprótein (HDL), góða kólesterólið svokallaða, sem hefur verndandi áhrif gegn æðakölkun. Talið er að þessi sam- eind gegni einhverskonar hreinsihlut- verki og fjarlægi kólesteról úr æðum og flytji til lifrarinnar, sem vinnur úr kólest- eróli ýmis efni. Þetta hreinsikerfi er öflugra í konum en körlum og kann að skipta sköpum um mismunandi tilhneig- ingu kynjanna til æðakölkunar. Það er einnig öflugra í erfiðsivinnu- og íþrótta- mönnum en kyrrsetumönnum. Reyking- ar minnka magn þessarar sameindar í blóði bæði karla og kvenna og draga þannig úr vörnum líkamans gegn því að kólesteról hlaðist upp í æðaveggjum. Loks skal þess getið að reykingar minnka kransæðablóðflæði í sjúklingum með kransæðaþrengsli. Þar sem súrefnisinni- hald blóðsins hefur á sama tíma minnkað af völdum kolsýrlings og súrefnisþörf hjartans aukist af völdum níkótíns, er ekki hægt að segja annað en að alhliða árás sé gerð á heilsu hjartavöðvans og ekki furða þótt afleiðingarnar séu oft sorglegar. KYRRSETA - HREYFING Flestar rannsóknir benda til að kyrr- seta sé einn af áhættuþáttum kransæða- sjúkdóma en þó ekki eins veigamikill og þeir, sem fjallað er um að framan. Lík- amlegt erfiði og íþróttaiðkun virðast hins vegar hamla gegn þeim. Rannsókn á tæp- lega 17 þúsund Harvardstúdentum er sennilega kunnust. í henni kom á daginn að eftir útskrift var öfugt samband á milli íþróttaiðkunar og heildardánartíðni, svo og dánartíðni af völdum kransæðastíflu, heilablóðfalla. lungnasjúkdóma og meira að segja krabbameina. Þetta öfuga sam- band ríkti þótt tekið væri tillit til mismun- HEIMSMYND 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.