Heimsmynd - 01.07.1990, Page 12

Heimsmynd - 01.07.1990, Page 12
ARNARFLUG FRA FLUGTAKl TIL FERÐALOKA Andlit hans birtist á skjánum teglt, þreytulegt, svipurinn dálítið sorgmædd- ur, röddin lágt stillt, róleg, svörin greið og yfirveguð: Staðan er erfið en ekki vonlaus . . flugfélagið er að vísu án vélar í svipinn, verður að reiða sig á keppinautinn að koma farþegum á áfangastað . . ., önnur vél er á leiðinni, tafðist vegna misskilnings . . ., jú við skuldum flugvallarskatt en höfum boðist til að borga verulega upp í hann, skil ekki yfirlýsingar flugmálastjóra um að loka fyrirtækinu vegna svona smáupp- hæðar . . ., skil ekki í bankanum að loka tékkareikningnum með pottþéttar ábyrgðir sem útiloka að hann geti tapað krónu . . ., skil ekki í flugvallarstjóra að hóta að bera okkur út úr aðstöðu okkar í Flugstöðinni . . ., skil ekki í lífeyris- sjóðnum að innsigla skrifstofur okkar og hóta gjaldþrotsbeiðni, það yrði aðeins til að hann fengi ekkert ef af gjaldþroti yrði . . ., vél væntanleg frá Camival Air- lines, kemur á morgun . . ., fór ekki af stað vegna ágreinings um leigukjör . . ., furðulegt að Hótel Bláalónið skuli kyrr- setja farangur áhafnar vélarinnar því að þeir hafa fengið greidd 800 þúsund inn á gistinguna og óverulegt sem eftir stend- ur . . ., ný vél kemur innan skamms . . ., óskiljanlegar tafir á af- skráningu hennar í Bandaríkjunum, ut- anríkisráðherra og sendiherra Bandaríkj- anna gengu í málið, vélin er komin. . ., samstarf að hefjast við norður-írska flug- félagið Emerald Airlines . . . það hefur að vísu enn ekki hafið starfsemi en byrj- ar í nóvember . . . ef það er stefna stjórnvalda að hér starfi tvö flugfélög í samkeppni í utanlandsflugi verða þau að deila flugleiðunum réttlátar niður . . . enginn rekstursgrundvöllur með þessu lagi ■ • • Maðurinn er Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, sem hefur verið nær daglegur gestur á skjám land- ans í allan vetur eftir að fjármálaráð- herra seldi einu vél Arnarflugs í byrjun ársins og hremmingar félagsins byrjuðu, með eina leiguflugvélina af annarri. Smám saman hefur seigla hans og tauga- ró gagnvart aðgangshörðum fréttamönn- um sjónmiðlanna vakið athygli og aðdá- un. Þessi grannholda og tálgaða týpa hefur orðið tákngervingur Amarflugs. Hér er ekki feitur og pattaralegur for- stjóri á ferð, sem kæruleysislega tilkynn- ir um nokkurra hundruða milljóna króna gjaldþrot. Hann dregur ekkert úr hrak- förunum, en ævinlega tekst honum að benda á ljósglætu framundan, von svo lengi sem menn berjist og það er barist harðar en í mörgum þeim fyrirtækjum, sem við vitum að eiga í erfiðleikum. Hann er stöðugt umkringdur fjöl- miðlaljósi; óþægileg- um staðreyndum og spumingum, sem þær vekja, er slöngvað framan í hann og svarað með þessari lágmæltu kurteisi, æðruleysi og opnu einlægni. Sú samúð sem Arn- arflug nýtur enn er sjálfsagt mikið hon- um að þakka. Frá árdögum flugs á íslandi hefur saga þess verið saga mikilla átaka milli einok- unartilhneiginga og frjáls framtaks. Bæði í flugrekstri og í stjórnmálum hafa jafnan verið menn, sem óttast hafa að kakan væri ekki til skiptanna, samkeppni leiddi til óhagkvæmni, sem gengi af báðum eða öllum keppendum dauðum. Þrír ungir menn, sem lærðu flug úti í Kanada á stríðsárunum, festu kaup á ltilli vél til að tryggja sér atvinnu við heimkomuna. Þetta voru þeir Alfreð El- íasson, Kristinn Olsen og Siguröur Ól- afsson. Þeir buðu Flugfélagi Islands vél- ina til kaups gegn því að fá vinnu hjá því. Þeirri tillögu var hafnað. Þeir buðu sam- vinnu um rekstur vélarinnar. Þeim var sett það skilyrði að þeir samþykktu að eignast aldrei nema eina flugvél. Þar með lauk þeirra skiptum. Þremenning- arnir fengu menn til liðs við sig um stofnun félags um vélina. Þetta varð upphafið að Loftleiðaœvintýrinu, því ís- ARNARFLUG HF. Stofnað 10. apríl 1976 Hluthafar í dag 2003 Fyrsta flug (leiguflug til Spánar) 5. júni 1976 Innanlandsflugið hefst 14. september 1979 Fyrsta áætlunarflug til Ziirich 4. júlí 1982 Fyrsta áætlunarflug til Amsterdam og Dússeldorf 7. júlí 1982 Fyrsta áætlunarflug til Hamborgar 10. apríl 1986 Fyrsta áætlunarflug til Mílanó 23. júní 1988 Kristinn Sigtryggsson, ímynd Arnarflugs út á við. Grannur og holdskarpur og eygir alltaf birtu framundan mitt í svartnættinu. 12 HEIMSMYND eftir ÓLAF HANNIBALSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.