Heimsmynd - 01.07.1990, Side 34

Heimsmynd - 01.07.1990, Side 34
EUROPEAN RIKUSru KA RLA RXIR 1) 6,9 milljarðar dala Gerald Grosvenor Hann er 38 ára gamall og ríkasti maður Evrópu. Gerald Grosvenor er sjötti hertoginn af Westminster og afkomandi Vilhjálms sigursæla. Sagt er að auður Grosvenorfjöl- skyldunnar sé tilkominn á sama hátt og þegar matadorspilari nær að kaupa upp helstu seríurnar á einu bretti. Upphaf þessa mikla ríkidæm- is má rekja til 1677 þegar sveitar- höfðinginn John Grosvenor gekk að eiga hina tólf ára gömlu Mary ’Da- vies. Heimanmundur hennar saman- stóð af votlendi í nágrenni við Lond- on þar sem nú er Mayfair og Park Lane, dýrasti kjarni Lundúnaborgar með eignaveldi sem nær til þriggja heimsálfa. Hertoginn fór nýlega fyr- ir mannréttindadómstól Evrópu til að reyna að hindra að leigjendur í Belgravia nýttu sér sjálfseignarrétt- inn til kaupa á heimilum sínum. Hann tapaði því máli. Þá fyrirskip- aði hann íbúum Eaton Square að hætta að gefa fuglunum í görðum sínum. „Við viljum ekkert vesen út af fuglum,“ sagði fulltrúi hans. 4) 3,5 milljarðar dala Costas Michael Lemos Áttræður og feiminn grískur auð- jöfur sem eitt sinn átti 80 skip og sinn þátt í „gríska kraftaverkinu" þegar hann hóf að kaupa ódýr skip af Bandaríkjamönnum í kjölfar stríðsins. Á áttunda áratugnum sá hann hvað verða vildi í skipaútgerð, seldi skipin og fjárfesti í öðrum eign- um. Hann þykir harður í horn að taka í viðskiptum en mjög hógvær og lítillátur í einkalífinu. Hann á heimili í Sviss, Grikklandi, London og Manhattan en bregður sér einnig niður á höfn í Piraeus við Aþenu af og til. 2) 4 milljarðar dala Godfried Brenninkmeijer Hann lét nýverið af stjórnarfor- mennsku í C & A, hollensku versl- unarkeðjunni, og tók þá við af hon- um fulltrúi fimmtu kynslóðar þessar- ar kaþólsku fjölskyldu sem hefur byggt upp þetta stórveldi með mik- illi leynd. Þetta fyrirtæki sem sam- anstendur af 500 stórverslunum er ekki með neinar höfuðstöðvar og gefur aldrei upplýsingar um afkomu. Fáir vita að nafnið C & A stendur fyrir upphafsstafi í nöfnum tveggja þýskra innflytjenda, Clemensar og August, en þeir komu til Hollands um miðbik 19. aldar. Brenninkmeij- er fjölskyldan hefur ekki veitt blaða- viðtöl né verið í sviðsljósinu þar til nú með tilkomu fulltrúa fimmtu kynslóðarinnar. 5) 3,4 milljarðar dala Sainsbury ættarveldið Sainsbury lavarður af Drury Lane er 87 ára, Sir Robert, 83, Sa- insbury lávarður af Preston Cando- ver, 61, og David Sainsbury, sem myndin er af, er 49 ára gamall. Pessi ætt lætur lítið yfir sér en í hennar eigu eru 44 prósent stærstu verslana- keðju Bretlands. Upphafsmaður þessa veldis var ostasalinn John James Sainsbury sem uppi var á Viktoríutímanum. Hann opnaði keðju af verslunum sem áttu að höfða til venjulegs fólks. Síðustu orð hans áður en hann gaf upp öndina voru: „Haldið búðunum vel upplýst- um.“ Sainsbury gamli hefði ekki þurft að hafa miklar áhyggjur hefði hann vitað að útsjónarsemin héldist kynslóð eftir kynslóð og að auki eru afkomendur hans í forsvari fyrir góðgerðarstarfssemi þar sem and- virði sjóðsins er 575 milljónir dala. i 3) 3,5 milljarðar dala Frederik Fentener van Vlissingen Hann er 56 ára og elstur þriggja bræðra sem sitja í stjórn Steenkolen Handels Verenigeng eða SHV sem er eitt stærsta einkafyrirtæki Evr- ópu. Veltan skiptir milljörðum en starfsemin er í orkuiðnaði og smá- sölu. Fyrirtækið var stofnað 1790 af einni litríkustu fjölskyldu Hollands. Frederik er af áttundu kynslóð af- komenda frumkvöðlanna og stjórn- ar Flintfyrirtækinu sem er talið vera eignaumsýsla fjölskylduauðæfanna. Frederik er hress maður og kjörorð hans í viðskiptum er „skapandi óreiða“, skjót viðbrögð og afdráttar- laus, stutt skilaboð. 6) 3,3 milljarðar dala Gad og Hans Rausing Sú einfalda uppgötvun að búa til umbúðir utan um mjólk og ávaxta- safa án þess þurfa að geyma vökv- ann í kæli gerði Rausing bræðurna sænsku að milljarðamæringum. Það var Ruben faðir þeirra sem átti hug- myndina 1951 og hóf rekstur Tetra- pak, sem síðar hóf framleiðslu loft- tæmdra umbúða og er nú einn stærsti slíki framleiðandinn í heimin- um. Hans sem er 63 ára býr í Eng- landi til að losna við skattabyrðina í Svíþjóð. Hann á búgarð í Sussex og safnar gömlum bflum. Gad sem er 67 ára er varastjórnarformaður og er mikill áhugamaður um fornleifa- fræði. Sú fræðigrein hefur heillað hann alla tíð og flytur hann einstaka sinnum fyrirlestra við háskólann í Lundi. Hann er heiðursfélagi í sænsku bókmenntaakademíunni en sú viðurkenning hlotnaðist honum vegna rausnarlegra framlaga til lista og menningar í Svíþjóð. Sagt er að hann sé óhemjustoltur af doktorsrit- gerð sem hann skrifaði fyrir tveimur áratugum um boga og örvar. 34 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.