Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 52

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 52
52 HEIMSMYND ús þar sem úir og grúir af andstæðum og þar sem fátt virðist sameina hlutina ann- að en íbúarnir sjálfir er ekki sú mynd sem flestir gera sér af húsi arkitekts. Hús listamanns væri það sem fyrst kæmi upp í hugann en þegar þetta tvennt fer saman, að vera listamaður og arkitekt, er skiljanlegt að útkoman verði hálfgert ævintýrahús. Heimasmíðuð japönsk gluggatjöld, kínverskt gluggaskraut og svalir sem snúa inn í stofu en ekki út eru dæmi um þær andstæður sem við blasa í litríku húsi þeirra Vífils Magnússonar arkitekts og Höllu Hannesdóttur tæknit- eiknara. Húsið erfði Vífill eftir foreldra sína, listamennina Barböru og Magnús Árnason. Mexikóskur frumskógapáfagaukur, sem syngur Eine Kleine Nachtmusik efir Mozart, fellur ágætlega inn í það skipulagða kaos sem fyrir augu ber. Það sama er að segja um risavaxið höfuð Kjarvals sem tekur á móti gestum við innganginn. Höggmyndin af Jóhannesi Kjarval er gerð af Magnúsi, föður Vífils. Sjálft íbúðarhúsið stendur neðan til við Kársnesbraut í Kópavogi, í brekku með útsýni yfir Fossvoginn. Eftir að Vífill tók við húsi foreldra sinna lét hann verða af gömlum draumi og byggði strýtu eða píra- míða sem nú hýsir vinnustofu hans og Höllu þannig að nú eru húsin tvö. Strýtan var fyrsta hús sinnar tegundar á ís- landi. Vífill segir hug- myndina þó ekki sína hugann. Vífill og Halla bera strýtunni vel sög- una og segja gott að vinna þar þó ekki fáist úr því skorið hvort form hússins hafi þar úrslitaáhrif. Foreldrar Vífils söfnuðu að sér alls kyns munum á ferða- lögum sínum og það var alltaf margt að sjá og skoða á heimili þeirra. Þetta voru iðulega skrítnir hlutir, segir hann, og lítið lagt upp úr að skapa samræmi í innanhús- munum. Hægindastóll frá einu tímabili og sófi frá öðru. „Mér finnst sjálfum gott að búa í húsi sem er fjölbreytilegt og ég legg ekki mikið upp úr beinum línum og að húsgögn- in séu í stíl, allra síst heima hjá mér. Það hvarflar þó ekki að mér að reyna að innprenta öðrum þetta sjónarhorn," segir Vífill. Eitt það fyrsta sem grípur augað þegar komið er inn í húsið við Kársnesbraut er gríðarmikið listaverk úr spegil- brotum umhverfis arin hlaðinn úr steinum. Hvoru tveggja, glermyndina og ar- ininn, gerðu þau Vífill og Halla. Steinarnir eru fengnir úr garðinum en spegilbrotin eru afgangar frá speglaverksmiðju. Vífill segir að þau hafi skemmt sér konunglega við gerð verksins en að það hafi tekið langan tíma að líma öll speg- ilbrotin á vegginn. í öðru horni glermyndarinnar er fornt austurlenskt tákn, Yin Yang, sem sýnir andstæðurnar í lífinu. Táknið er hringur, helmingur hans dökkur með ljósum díl og hinn ljós með dökkum dfl. Vífill segist hafa Eldhúsið er stórt og rúmgott. í hillum má sjá margvíslega muni sem Vífill og Halla hafa safnað að sér á ferðalögum sínum. Fornt kínverskt bollastell sem nefnist „þúsund andlit“. Husbondinn hefur komið sér makindalega fyrir í hengirúminu. W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.