Heimsmynd - 01.07.1990, Side 55

Heimsmynd - 01.07.1990, Side 55
sökkt sér niður í austurlenska heimspeki á námsárunum í Mexíkó, en þar var hann við nám í arkitektúr frá árinu 1961. Hann fluttist ekki heim fyrr en árið 1973. „Ég hafði mjög gaman af því að fræðast um þessa hluti á sínum tíma en ég hef ekki mótað mér lífsstíl eftir þessum fræðum. Ég lít á þetta sem ann- an glugga til að horfa út um. Mér finnst gott að vita af honum þarna og sé enga ástæðu til að loka honum.“ Pað var fleira sem heillaði Vífil við kom- una til Mexíkó en andleg málefni. Halla seg- ir Vífil liðtækan í mexíkanskri matargerð en Mexikómenn nota alls kyns krydd sem eru okkur íslendingum framandi. Að jarðsteikja mat er eitt af því sem Halla og Vífill hafa gjarnan gert. Þá er gryfja grafin og glóandi kol sett í botn hennar. Kjöt er sett ofan á kolalagið og síðan annað kolalag ofan á það. Þá er tyrft yfir og kjötið látið malla. Vífill segist eitt sinn hafa steikt tuttugu kílóa nautshaus með þessum hætti og gefist mjög vel. Hausinn var þó kirfilega hreinsaður og sviðinn áður en hann var eldaður og síðan borinn fyrir gesti í heilu lagi á fati. Hausinn er sagður hafa smakkast með afbrigðum vel. Steikja má hvers kyns kjöt með þessum hætti og segja Halla og Vífill að firnavel hafi gefist að matreiða íslenskt lambalæri á þennan hátt. Vífill lumar á ýmsum skemmtilegum sög- um frá dvölinni í Mexikó. „Eitt sinn er for- eldrar mínir voru í heimsókn sátum við pabbi á veitingahúsi þegar innfæddan sölu- mann bar að garði. Varningurinn var heldur í óvenjulegra lagi en hann bauð stóra bjöllu skreytta gervieðalsteinum til sölu. Um háls bjöllunnar hafði verið komið fyrir lítilli silf- urkeðju þannig að hægt var að festa hana í barm sér og nota hana sem nælu. Það besta var þó að bjallan var lifandi og með fylgdu leiðbeiningar um hvernig halda mætti henni á lífi. Við pabbi stóðumst ekki mátið og keyptum næluna handa mömmu og færðum henni næluna við hátíðlega athöfn.“ Það þarf vitanlega ekki að taka fram að nælan var aldrei notuð. Samtalið berst fljótt að arkitektúr og er greinilegt að hann á hug Vífils allan. „Fyrir mér er arkitektúr miklu frekar lífsstíll en vinna.“ Halla og Vífill eru upptekin af vinnu sinni í strýtunni allan daginn og sitja gjarnan yfir henni líka á kvöldin eftir að heim er komið. Þau segjast þó slíta daginn í sundur með hádegisverði klukkan tvö að hætti Mexikó- manna. Þau kjósa að vinna mikið en taka sér heldur lengri frí þess á milli. Reyndar kemur í ljós að teikning- arnar hafa oftast fengið að fljóta með þegar þau hafa haldið á vit ævintýranna á fjar- lægum slóðum. Vífill er löngu orðinn þekktur fyrir Geysistórt glerlistaverk ettir Höllu og Vífil prýðir vegginn umhverfis arininn í stofunni. Arininn er hlaðinn úr grjóti úr garðinum. Vffill og Leticia hafa átt samleið síðustu tuttugu og sjö árin. HEIMSMYND 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.