Heimsmynd - 01.07.1990, Page 69

Heimsmynd - 01.07.1990, Page 69
Austur-Prússlandi. Hitler var í þann veginn að funda með háttsettum samherjum sín- um. Einhver tók eftir tösk- unni og kom henni fyrir upp við vegg með þeim afleiðing- um að þegar sprengjan sprakk var Hitler fjærst í her- berginu og skýldi eikarborð honum þannig að hann slapp með minniháttar meiðsli en þrír aðrir létu lífið. Stauffen- berg flaug til Berlínar í þeirri trú að Adolf væri allur en þar biðu félgar hans en þorðu ekki að hefjast handa og taka völdin í höfuðstöðvunum í Hitler orðinn var um sig Berlín fyrr en Stauffenberg væri mættur á staðinn. Þcgar hann lenti í Berlín þremur tímum seinna höfðu fréttir um morðtilraunina borist á undan honum og nokkrir samsærismannanna þegar misst kjarkinn. Herforinginn Friedrich Fromm sem var vel kunnugt um samsærið reyndi á tólftu stundu að sýnast hús- bóndahollur og handtók helstu samsærismennina, sem voru skotnir á staðnum, þar á meðal Stauffenberg. Aðrir voru fyrri til og frömdu sjálfsmorð. Næstu daga elti lögregla Hitlers uppi aðra samsærismenn og voru þeir pyndaðir af Gestapo og dregnir fyrir dómstól fólks- ins, Volksgericht. Um tvö hundruð menn voru skotnir eða hengdir, í sumum tilfell- um kyrktir eða hengdir upp á kjötkróka. Meira að segja Fromm slapp ekki og var tekinn af lífi. Hitler lét kvik- mynda aftökurnar og horfði síðan á þær á síðkvöldum. Skáldkonan Aphra Behn fæddist f júlí 1640 en hún var fyrsta enska konan sem vann fyrir sér með skriftum. Skáldsaga hennar Oroonoko, sem kom út árið 1688, hafði mikil áhrif á þróun skáldsagna- gerðar en söguefnið er afrískur prins sem hnepptur er í ánauð en honum hafði Aphra kynnst Suður-Ameríku. Öphru hafa þótt vanmetin en í lifanda lífi var hún mjög vinsæl og varð miðdepill mik- ils hneykslis. Hún skrifaði nokkur leikrit en skáldsögur hennar þykja athyglisverðari nú. Um uppruna þessarar konu er lítið vitað. Hún flutt- ist barn að aldri til hollensku Ljóð Guineu sem þá var ensk ný- lenda og sneri aftur til Eng- lands átján ára gömul. Um líkt, leyti gekk hún að eiga kaupmann í London sem bar nafnið Behn en hann dó 1666. Hún varð nafntoguð sakir persónutöfra og leiftrandi greindar og Karl II réð hana í hol- lensku leyni- þjónustuna. I Hollandi lenti hún í skuldafangelsi og byrjaði að skrifa til að hafa í sig og á. Fyrsta leik- ritið hennar var sett á svið 1671 og nokkrum árum síðar gamanleikurinn The Rover, sem náði feikilegum vinsæld- um. Aphra Behn þótti ein- staklega vel lesin og fjölhæf og þótt hún félli í gleymsku hafa nafn hennar og verk verið endurvakin. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er 4. júlí en þann dag ár-ið 1776 var sjálf- stæðisyfirlýsing hinna þrettán sameinuðu ríkja Norður-Ameríku borin fram í þinginu þótt hún hafi ekki verið lesin upp opinberlega fyrr en fjór- um dögum síðar. Þjóðhá- tíðardagurinn var haldinn hátíðlegur árið eftir í Ffladelfíufylki en það var ekki fyrr en í lok stríðsins 1812 að þessi dagur varð almennur hátíðisdagur í Bandaríkjunum. I kjöl- farið fóru ýmsir hópar borgara að tengja mann- réttindi og lýðræðiskröf- ur þeirri þjóðerniskennd sem tengist deginum. Bandaríkjamenn nota oft tækifærið þann 4. júlí til að vígja merk mannvirki eða taka fyrstu skóflust- unguna sem og til að koma með markverðar yf- irlýsingar eins og viður- kenningu á sjálfstæði Fil- ippseyja árið 1946. í sjálfstæðisyfirlýsing- unni segir að allir menn séu fæddir jafnir og eigi rétt á lífi, frelsi og sókn- inni eftir hamingju, ríkis- stjórnir séu settar á lagg- irnar með samþykki þegn- anna og réttur fólksins sé að koma þeirri ríkisstjórn frá sem reynist ekki halda grundvallarmannréttindi í heiðri. Sjálfstæðisyfirlýsingin borin fram í þinginu Júlíbyltingin í Frakk- landi átti sér stað árið 1830 en sú uppreisn leiddi til þess að Loðvík Fil- ippus varð konungur Frakk- lands. Byltingin hófst þegar Karl X konungur birti opin- bera tilskipun sem takmark- aði borgararéttindi sem höfðu verið til staðar frá 1814. í kjölfar almennra mót- mæla braust út bylting þar sem barist var í þrjá daga og leiddi til þess að konungur- inn varð að segja af sér. Júlí- byltingin franska kom fyrst og fremst hinni ört vaxandi borgarastétt til góða en tíma- bilið fram til 1848 er nefnt Júlí-konungsveldið í franskri sögu. Hrokafullur klifrarl Arkitektinn Robert Adam, sem ásamt James bróður sín- um gerbylti nýklassíska gull- aldarstílnum sem kenndur var við Palladio (sem uppi var á sextándu öld í Róm) í Englandi yfir í léttan og glæsilegan stíl, Adamstflinn, fæddist í Kirkcaldy í Skot- landi þann 3. júlí 1728. Þekktustu byggingar Adams eru í London en hann inn- réttaði einnig mörg heimili fyrir háaðalinn. Robert var næstelsti sonur Williams Adam, eins mikil- hæfasta arkitekts síns tíma í Skotlandi. Árið 1745 hætti Robert námi við Edinborgar- háskóla og hóf störf á vinnu- stofu föður síns sem nemi og aðstoðarmaður. Þegar faðir hans lést 1748 hélt hann áfram ásamt eldri bróður sín- um að sinna þeim verkefnum sem föður hans hafði verið úthlutað. Hæfileikar hans og frumkvæði komu fljótt í ljós. HEIMSMYND 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.