Heimsmynd - 01.07.1990, Side 78

Heimsmynd - 01.07.1990, Side 78
Frímann Ingvarsson Sigurbjörn Ingvarsson (1898-1976) (1899-1988) bóndi á símamaður í Þóroddsstöðum í Grímsnesi. Reykjavík. ^iæuu sung íslenska lagið í Eurovision söngvakeppninni fyrir nokkrum árum. Árni Ingvar Magnússon prentmyndasmiður, eiginkona hans Guðfinna Gissurardóttir og börnin Halla Margrét og Jón Arnar. bæklings er talinn téður Christian Gynther Schram, ættfaðir Schramara á Islandi, og hefur hann fyrir vikið fengið ill um- mæli hjá annálariturum og sagnfræðingum. Arið 1801 skaut Schram uppi í Höfðakaupstað eða Skaga- strönd þar sem hann stofnaði sama ár verslun ásamt Severin nokkrum Stiesen. Ráku þeir verslunina næstu ár og einnig að Kúvíkum í Reykjafirði á Ströndum. Stiesen lést von bráðar en Schram reyndist erfitt að halda versluninni gangandi. Varð hann brátt fjárhagslega háður Busch stórkaupmanni, fyrrver- andi húsbónda sínum. Þorkell Jóhannesson segir í Islandssögu sinni að Schram og verslun hans hafi haft á sér verra orð en nokkur önnur verslun á landinu á þeim tíma og hafi það hald- ist meðan Schrams naut við. Vera kann þó að andúð á Schram vegna andstöðu hans við réttindabaráttu íslendinga hafi litað nokkuð skoðanir prófessorsins, eins og fleiri þjóðernissinn- aðra Islendinga á fyrri hluta 20. aldar. Jörundur hundadagakonungur tók völdin sumarið 1809 og kom hann norður á Skagaströnd í yfirreið. Schram kaupmað- ur tók honum ekki illa og gekk á hönd honum en óðar en Jör- undur var. horfinn á braut beitti Schram sér fyrir samtökum kaupmanna nyrðra um að fara á bak við hann og bregðast þannig „hæstráðanda til sjós og lands“. Busch kaupmaður lést árið 1822 og var hann kallaður „sá bölvaði Busch“ í eftirmæl- um. Gafst þá Schram upp við verslun sína og sneri sér að bú- skap. Hann hafði byggt Þverá í Hallárdal árið 1814 en árið 1821 keypti hann jörðina Spákonufell en bjó í Höfðahólum. KONAN HLJÓP Á BROTT Ekki reyndist hjónaband þeirra Chistians Gynthers Schram og Önnu Chistinu Ohlmann áfallalaust. Geir biskup Vídalín sagði í bréfi að fáleikar væru milli Schram og Bonnesens, sýslumanns Strandasýslu, „út af óbeðinni þénustu“ sem Bonn- esen átti að hafa látið konu Schrams í té í Kaupmannahöfn og hún síðan sýnt „þreifanleg merki uppá“. Tildrög málsins voru þau að Anna varð þunguð og kenndi liðþjálfa nokkrum sem hún hafði samrekkt um borð í skipi á leið frá Kaupmannahöfn til Skagastrandar. Þegar til Skagastrandar kom gerði hún sig blíða til Bonnesens sýslumanns en „bjó lítt við mann sinn“. Lyktaði svo að Bonnesen fékk konuna og flutti með hana suð- ur á land og eignuðust þau nokkur börn. Schram giftist síðar íslenskri konu, Ingibjörgu Jónsdóttur. Hann lauk ævi sinni sem hver annar íslenskur bóndi. Þau Christian Gynther Schram og Anna Christina Ohlmann höfðu eignast sjö börn, sem upp komust, og er margt manna af þeim komið. Elst var María Magdalena Schram, er giftist Olsen nokkrum kaupmanni á Skagaströnd, næstelstur var Jens Larsen Schram, er flutti suður á land, þá Vilhelm Frímann Schram er fór með móður sinni og Bonnesen suður og gerðist síðast kaupmaður í Kaupmannahöfn. Hann flutti tóbak til ís- lands og var lengi talað um Schramstóbak í verslunum. Fjórði í röðinni kom Ellert Christopher Schram bóndi, síðast á Kot- velli í Rangárvallasýslu. Hann drukknaði ungur af hákarla- skipi frá Vestmannaeyjum. Ekkja hans, Halldóra Ólafsdóttir, giftist síðar Andrési Fjeldsted á Hvítárvöllum. Sonur Ellerts og Halldóru var Kristján Gynther Schram, sem frásögnin hófst á, en afkomendur hans verða hér til umfjöllunar. Fimmta barnið var Anna Hendrikka Schram sem fór til Stav- anger í Noregi, næstyngstur var Johan Christian Schram, bóndi á Brúarlandi í Deildardal, sem varð frægur fyrir hreysti- verk, en yngstur Friðrik Schram, bóndi á Kornsá, afi Páls Steingrímssonar, ritstjóra Vísis. NÝTT LÍF í AMERÍKU OG FRÆGUR SONUR Kristján Gynther Schram (1836-1916), sonur Ellerts og Hall- dóru, var ungur sendur til Kaupmannahafnar til að læra snikkaraiðn en eftir að hann kom heim ferðaðist hann víða um land og fékkst meðal annars við kirkjusmíði. Hann giftist árið 1861 heimasætu í Öndverðarnesi í Grímsnesi af hinni þekktu Ásgarðsætt og bjuggu þau í Öndverðarnesi. Hún hét Hallbjörg Guðmundsdóttir (1830-1866) og var ljósmóðir Grímsnesinga um átta ára skeið. Hún lést aðeins 36 ára gömul og stóð þá Kristján uppi með þrjú ung börn. Hann fluttist síð- ar til Reykjavíkur og kvæntist öðru sinni Margréti Hjaltested. Þau ákváðu að freista gæfunnar í Ameríku árið 1873, eins og fyrr sagði, og var þá börnum hans af fyrra hjónabandi komið fyrir á ýmsum stöðum. Þau Kristján og Margrét fluttust fyrst til Milwaukee en námu land í Lincoln-héraði í Minnesota árið 1879. Eignuðust þau fjögur börn sem öll urðu Ameríkanar og eru ættir af þeim komnar vestan hafs. Þau voru Halldóra Schram, Karl Schram verslunarmaður, Pétur Schram húsa- smiður og sá sem varð langþekktastur þessa ættleggs í Amer- íku. Hann hét Björn C. Schram og lést árið 1956. Hann varð starfsmaður bandaríska fjármálaráðuneytisins 1922 en í krepp- unni miklu 1929 var hann gerður að bankaeftirlitsmanni ríkis- ins. Næstu ár ferðaðist hann víða um Bandaríkin og annaðist endurskipulagningu og reikniskil þeirra banka sem ekki gátu staðið í skilum. Stóð hann sig frábærlega vel í þessum störfum og var gerður einn af bankastjórum First National Bank í De- troit og gegndi því starfi síðan til æviloka. KATRÍN SCHRAM Á ÞÓRODDSSTÖÐUM OG BÖRN HENNAR Börn Kristjáns Gynthers Schram, sem eftir urðu á íslandi og hálfsystkini Björns C. Schram, bankastjóra í Detroit, ólust hins vegar upp við fábreyttan kost í Grímsnesinu og víðar. Elst var Katrín Schram (1862-1928) sem giftist Ingvari Guð- brandssyni bónda. Þau bjuggu fyrst að Miðdal í Laugardal, síðan á Bjarnastöðum í Grímsnesi og loks að Þóroddsstöðum í sömu sveit. Þau eignuðust eftirtalin sex börn: 1. Hallbjörg Ingvarsdóttir (1893-1985). Hún giftist Magnúsi Eyjólfssyni, bónda að Þóroddsstöðum og síðar í Eskihlíð í Reykjavík, bjó síðast á Nönnugötu. Sonur þeirra var Árni Ingvar Magnússon (f.1928), prentmyndasmiður í Reykjavík, kvæntur Guðfinnu Gissurardóttur. Meðal barna þeirra er 78 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.