Heimsmynd - 01.07.1990, Síða 88

Heimsmynd - 01.07.1990, Síða 88
Að sjálfsögðu hafði mig lengi grunað að faðir minn væri útlendingur. Ohreinu börnin hennar Evu Höfundur þessarar frásagnar er menntakona á miðjum aldri. Hún er dökk yfirlitum, grannvaxin og yfirveguð í fasi. Hún er barn frá hernámsárunum. Astandsbarn sem var látið líða fyrir það í œsku með þeim hœtti að sárin eru vart enn gróin. Hún kýs að halda nafni sínu leyndu. Og hvernig var það svo að vera ástandsbarnl Orðið gefur í skyn vanskapnað og tónninn sem orðinu fylgdi var nístandi fyrirlitning. Ein af fyrstu end- urminningum mínum er frá því ég var fimm ára gömul. Ég hafði verið í heimsókn hjá frænku minni sem bjó í öðru hverfi. Ég hafði farið út að leika mér með öðrum börnum. Ókunnugur maður gekk fram- hjá. Hann stoppaði og horfði á leik okk- ar um hríð, steitti svo hnefann framan í mig og öskraði: „Helvítis ástandsaum- inginn þinn.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem svona nokkuð hafði komið fyrir mig. Ég vissi ekki hvað ástands-eitthvað þýddi, vissi aðeins að það var neikvætt og skírskotun til þess að ég væri eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir. Ég hætti leiknum, fór inn og stillti mér fyrir framan stóran spegil sem var þar í anddyrinu. Ég skoðaði sjálfa mig vandlega í speglinum, sá bara venjulega stelpu, hvorki of feita né of mjóa, dökkhærða og brún- eygða. Ég taldi nef, augu, eyru, allt það sem á að einkenna venjulega krakka; ekkert vantaði og engu var ofaukið. Ég taldi fingurna á höndum mér, fór úr skónum og taldi tærnar til örygg- is. Ég fór með stafrófið, Faðir- vorið og FrostáFróni, talaði hátt og skýrt, hlustaði eftir orðun- um, heyrði ekkert frábrugðið í mæli mínu. Frænka mín, sem hafði fylgst með mér nokkra stund, spurði mig nú hvað ég væri að gera. Ég mátti ekki vera að því að svara henni, hafði ekki lokið sjálfskoðuninni alveg. Ég gekk, hoppaði, sneri mér í hring og stóð á öðrum fæti. Sorgmædd leit ég á frænku mína og sagði henni að ég hefði bara verið að athuga hvort ég væri eitthvað skrýtin. Hún fór með mig inn í eld- hús, gaf mér mjólk og kökur og ég sagði henni frá mannin- um. Hún sagði lítið. Svo spurði ég hana: „Frænka, heldurðu að ég sé kölluð ástands-eitthvað af því að ég get ekki staðið á haus?“ Það voru sérstaklega ókunnugir karl- menn sem leyfðu sér að hreyta í mig ónotum úti á götu. A slíkum stundum óskaði ég þess heitt að móðurbræður mínir væru nærstaddir eða að ég ætti lit- mynd af þeim sem ég gæti borið á mér, bæði til skýringar og mér til varnar. Einfeldningslegt er það einnig að álíta að dökkt yfirbragð sé einhver nýlunda hér á landi og tilvísun á erlendan upp- runa. Móðurfólk mitt var allt mjög dökkt en fátt af því bjó í Reykjavík. Mér leið alltaf vel í sveitinni þar sem ég var umkringd af dökkum og vinalegum ætt- ingjum. Þar fann ég til öryggis. Allir voru góðir við mig, enginn spurði spurn- inga sem ég kunni ekki svör við, en mik- ilvægast af öllu var að ég líktist þeim. Gestkomandi sáu ættarsvipinn á að- komukrakkanum svo nærgöngular spurningar voru óþarfar. Fram að skólaskyldualdri bjuggum við mamma tvær einar í pínulítilli íbúð en hún vann fyrir okkur með heimavinnu. Við lifðum mjög fábrotnu lífi en höfðum það gott saman. Hún var blíðlynd og góð við mig, skammaðist aldrei en talaði við mig. Aðalskemmtun okkar var að hlusta á útvarpið eða hún las fyrir mig. Stund- um komu vinkonur hennar í heimsókn eða við fórum til þeirra. Hún var siða- vönd og bindindismanneskja á reyk og vín alla tíð. Pabbi minn var þarna hjá okkur á innrammaðri mynd uppi á hillu, brosandi maður með liðað hár í jakka- fötum. Ég vissi að hann var pabbi minn 88 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.