Heimsmynd - 01.07.1990, Page 89

Heimsmynd - 01.07.1990, Page 89
og hann var dáinn, það nægði og við ræddum hann aldrei. Ég lærði snemma að það þýddi ekkert að spyrja um hann - þögnin var eina svarið sem fékkst við slíkum spurningum. Ég hét ósköp venjulegu íslensku nafni og var dóttir eins og allar stelpurnar í hverfinu og held að ég hafi verið ósköp venjulegt barn að öllu leyti. Ég var upp- burðarlítil, kunni ekki að bíta frá mér þegar ég varð fyrir aðkasti. Skyldi aldrei aðdróttanir en ég fór heldur aldrei með slík leiðindi heim. Mamma hefði bara orðið leið. Lærði snemma að byrgja það inni í mér og verja hana. Þegar ég eltist versnaði aðkastið. í þá daga voru ekki svo margir innfæddir Reykvíkingar, flestir voru aðiíuttir úr sveitum landsins. Til að skapa tengsl voru spurningar eins og „hvaðan ertu?“ og „hverra manna ertu?“ ósköp eðlileg- ar. Fólk hafði þörf fyrir tengingu, ná- granninn gat verið úr sömu sveit, jafnvel fjarskyldur. Það var þessi þörf fólksins og þessar sérstöku spurningar sem gerðu mér svo erfitt fyrir. Ég kunni öll hugsanleg deili á móðurætt minni, hinn helmingurinn var mér hulinn. Gömul kona í ættinni hafði einu sinni svarað ættarspurningu um föð- ur minn á þann veg að hann hefði verið ættaður af Flornströndum en farist af slysförum - að sjálfsögðu á afar voveif- legan hátt - áður en ég fæddist. Stundum greip ég þessa sögu mér til varnar þegar spurningarnar gerðust of nærgöngular. Um það leyti sem ég byrjaði í skóla vissi ég upp á hár í hverju þessi framand- leiki minn var fólginn - hann tilheyrði ráðgátunni um föður minn. Ég bað sér- staka bæn á hverju kvöldi í mörg ár, eins innilega og ég gat, en var að sjálfsögðu aldrei bænheyrð: „Góði guð, láttu mig vakna ljóshærða og bláeygða á morgun." Ég hélt í einfeldni minni að annað útlit mundi spara mér ónotin. umir kennara minna voru einnig nærgöngulir í ættfræðispurning- um sínum. Ég bjargaði mér fyrir horn einu sinni með því að biðja kennarann um að spyrja mömmu frekar út í ættir föður míns, ég kynni svo lítið í ætt- . _ fræði. Þegar ég var tíu ára kynntist mamma manni og þau giftu sig. Við fluttum í nýtt hverfi og nú upphófst nýr kafli í lífi mínu. Ennþá vissi ég ekki frekari deili á föður mínum, seinna var viði' ’tðið. Ekki samdi okkur stjúpföður mír, j.o og aldrei kallaði ég hann annað en aafn hans. Við sýndum hvort öðru hlutlausa kurteisi í daglegri umgengni en ef hann vildi vanda um við mig kom aðfinnsla hans frá mömmu. Stjúpi minn var mikill hernámsand- stæðingur, hafði óbeit á erlendu her- mönnunum sem hér voru, marséraði gegn þeim þegar tækifæri gafst. Stundum komu vinir hans í heimsókn á kvöldin og ræddu stjórnmál. Stóðu þær umræður FRÍ HÖFlIVni ó nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum að und- anförnu um hertöku Breta fyrir hálfri öld og styrjald- arárin hér á landi. Greinar hafa birst í blöðum, ljós- myndasýning var haldin í Norræna húsinu og sjón- varpið er að sýna þáttaröð um þessi ár. Atburðir sem áttu sér stað á árunum 1940 til 1945 eru að fá á sig sögulegan blæ. eins og eðlilegt er eftir þetta langan tíma. Fyrir suma hefur þessi umfjöllun ver- ið upprifjun á löngu liðnum atburð- um; yngra fólk hefur fengið nasasjón af því hvernig mannlífið var á þessum árum. Það sem einkennt hefur alla um- fjöllun um hernámsárin hérlendis í gegnum tíðina hefur verið með ein- dæmum hugmyndasnautt. Sama er hvort um sögur, leikrit eða lagatexta er að ræða, flatneskjan er með ólík- indum, klisjukenndar og einfeldn- ingslegar alhæfingar um endalausar brennivínsuppákomur og um íslensk- ar konur sem drykkjusjúka fávita með brókarsótt á hættulegu stigi. Meðhöndlun á íslenskum konum í „bókmenntum“ er með slíkum ólík- indum að undrast verður að fleiri konum en Ingu Dóru Björnsdóttur skuli ekki hafa fundist þetta verðugt rannsóknarverkefni og reynt að leið- rétta þessa þjóðarskömm. Eitt er það í þessari umfjöllun sem ég hef sérstaklega tekið eftir, en það er leyndin sem enn hvílir yfir þeim börnum sem fæddust á þessum árum og áttu erlenda feður. Vikið var að þeim tölfræðilega í sjónvarpsþætti: „Talið er að um 450 til 500 slík börn hafi fæðst á íslandi á þessum tíma.“ Gæti verið félagsfræðilega forvitni- legt að rannsaka hvernig þessum hópi hefur vegnað í íslensku þjóðfélagi. En það yrði kannski erfiðleikum háð að hafa uppi á þessum einstakl- ingum. Eins og ég, sem skrifa þessar línur, eru þau sennilega allflest falin á bak við ósköp venjuleg íslensk nöfn. Fimmtíu ár eru ekki nógu langur tími til að ég sé tilbúin til að skrifa undir nafni. Astæðan er einfaldlega sú að það var móður minni hjartans mál að uppruna föður míns yrði haldið leyndum og svo lengi sem almenning- ur fyrirgefur ekki þessum konum kynni þeirra af þessum útlendu mönnum, verð ég að virða óskir hennar. gjarna til morguns. Ástandsbarnið svaf hinum megin við vegginn, hlustaði á Stalin lofsunginn og bölbænir Bretum til handa. Heimsvaldasinnar áttu sök á öllu böli heimsins. Bandaríkjamenn, þótt vondir væru, voru mun skárri en Bretar - Bandaríkin höfðu jú byggst upp af fólki sem flúið hafði ánauð í heimalandi sínu. Og mamma skenkti gestunum og þagði og ég fór að reyna að verða fyrir- ferðarminni á heimilinu. Fram að þessum tíma hafði aðkastið sem ég varð fyrir alltaf verið á götum úti og heldur ópersónulegt. Nú var það komið inn á heimilið, ósýnilegt eins og andrúmsloftið en samt alltaf til staðar. Þessi þögla ógn ríkti þangað til ég varð tólf ára en þá kom sprengingin - upp- ljóstrun leyndarmálsins. Það var einn dag í skólanum að stjórn- mál og hersetan komu til tals í kennslu- stund. Eftir nokkrar umræður benti kennarinn á mig og spurði illkvittnislega: „Og hvað segir svo ástandskróginn um herinn?“ og brosti. Ég man ekki hvernig ég komst heim, mér leið afskaplega und- arlega. Mamma var niðri í þvottahúsi þegar ég fann hana. Hún var hálfóraun- veruleg í allri gufunni ogjtassaði það vel við hugarástand mitt. Eg sagði henni hvað komið hafði fyrir. Orðalaust hætti hún að þvo, gekk frá þvottahúsinu og fór með mig upp í íbúðina. Þá fékk ég loks- ins að heyra um föður minn: ég fékk að vita nafn hans, hvaðan hann kom, að hann hefði verið hermaður hér um tíma, verið glaðlyndur og góður maður, en væri löngu dáinn. Síðan fékk hún mér bréfabunka í hendurnar og sagði: „Nú skalt þú eiga bréfin hans, en fyrst þarftu að læra ensku. Nú veistu þetta og svo ræðum við þetta ekki frekar.“ Frá henn- ar hálfu var málið afgreitt - og það var aldrei tekið upp aftur. Samband hennar og föður míns var einkamál sem hún geymdi með sér, öllum öðrum óviðkom- andi, jafnvel mér. Ég fór aldrei aftur í þennan skóla. Mér var tilkynnt að ég yrði heima næstu daga, síðan byrjaði ég í nýjum skóla. Um vorið þegar ég fékk barnaprófið mitt var ég komin með nýtt föðurnafn, stjúpi minn hafði ættleitt mig. Síðan hef ég borið þetta lánsnafn. En um leið og nýi kennarinn rétti mér skírteinið, spurði hann með sams konar brosi og hinn kennarinn: „Er nú verið að fela enn einn ástandskrógann?" Tvískinnungurinn hélt áfram, rússneskur dúkkuleikur, ein brúða inni í annarri, nýjar umbúðir utan um óhreinindi sem samfélagið vissi af en eng- inn virtist hafa kjark til að takast á við. Auðvitað hafði ég heyrt um ástands- börn í samræðum hinn fullorðnu og að sjálfsögðu hafði mig grunað lengi að fað- ir minn hefði verið útlendingur. Ég vissi líka að ég gat ekki verið eini hálf-útlend- ingurinn í skólanum. Ég hafði skoðað bekkjarfélaga mína vandlega, en aldrei fann ég neinn sem mig einu sinni grunaði að væri í svipaðri aðstöðu og ég. I gagnfræðaskóla byrjaði ég að læra HEIMSMYND 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.