Heimsmynd - 01.10.1990, Qupperneq 22

Heimsmynd - 01.10.1990, Qupperneq 22
lofts eins og tíðkaðist í þessum húsum sem eru að nálgast að verða aldargömul og niður úr loftinu er hengt flúrpípuljós, sem myndar ferning yfir biðkróknum. Á hvítum veggjunum hanga litskrúðug plaggöt undir gleri, myndir sem eru mitt á milli auglýsinga og málaralistar. Þegar inn er komið eru opnar dyr til vinstri inn í stofu sem er stúkuð niður með skermum og heyra má tölvurnar rymja að baki þeirra. Starfsmenn Herlufs hafa andvara á sér og gæta þess að óboðnir gestir ryðjist ekki inn og þeir sem ekki hafa gert boð á undan sér fá þau svör að hann sé upptekinn á áríðandi fundi: „Nokkur skilaboð?" Sag- an segir að einu sinni hafi gömul kona í slitinni kápu sloppið fram hjá starfsmönnunum og komist beint inn til Herlufs og beðið hann ásjár því bankinn hennar vildi ekki framlengja 10 þúsund króna víxil. Herluf reyndi að gera gömlu konunni skiljanlegt, að hann væri ekki banki sem stæði í peningaútlán- um, einungis fjármögnun á vörukaupum með nokkuð örugg- um tryggingum. Gamla konan lét sér ekki segjast og fór ekki út fyrr en hún hafði fengið farsæla úrlausn síns máls. Kannski er sagan ekki alveg út í hött. Herluf er sá sem lánar þegar bankarnir klikka, enda stundum nefndur bankastjórinn í Grjótaþorpi en tryggingarnar fyrir fyrirgreiðslunni eru senni- lega oftast öruggari en sú sem gamla konan gat lagt fram. tarfsmaður Herlufs kemur í hliðardyrnar og segir að hann sé við. Skrifstofan er ekki stór, skrifborð í henni miðri, rúm fyrir Herluf fyrir innan, gestur í stál- og leðurstól fyrir framan. Skjalaskápur og staflar af skjölum ofan á hon- um og á hillum til hliðar við hann. Enginn harðviður og marmari eins og maður á að venjast nú til dags í stofnun- um sem sýsla með peninga. Ekkert óþarfa pláss, engir hægindastólar, heldur vinnu- staður sem miðaður er við há- marksnýtingu á fermetra. Her- luf er ekki hár í loftinu, tekinn að þreknast og hárið að þynn- ast. Hann tekur þétt í höndina á blaðamanni, afsakar að hann skuli ekki fyrr hafa gefið sér tíma til að sjá hann augliti til auglitis til þess að segja honum það sem hann hafi að segja og segi við alla blaðamenn, sem eftir slíku leiti: „Ekkert viðtal, engar myndatökur.“ „Mér finnst margt sem þið eruð að gera á HEIMSMYND betra en annars staðar." Raunar hafði hann hér um bil fallið frá þessu prinsippi í fyrra þegar hann féllst á að ræða við blaðamann HEIMSMYNDAR og gaf sér tíma til að verja með honum kvöldstund á Café Operu og var hinn elskulegasti í alla staði. En hann hummaði alltaf fram af sér að gera fram- hald þar á. Hann segist „bara vera ósköp venjulegur skrif- stofumaður, sem engan veginn passi inn í þann ramma, sem blöð og tímarit setji um áhuga- vert fólk.“ Sér finnist það ósköp hégómlegt að sækjast eftir að komast í fjölmiðla. Afleiðingin sé venjulega sú að menn verði að verjast ásókn fólks sem þeir hafi engan áhuga á að hitta og því síður kynnast og svara heimskulegum spurningum, sem engu máli skipti. Þetta sé kannski hægt í Ameríku, þar sem allt sé þúsund sinnum stærra í sniðum en hjá okkur og fjar- lægðirnar meiri. Hér finnist sér það ekki eiga við. Hann biður blaðamann að virða þetta prinsipp sitt, ætlun sín sé ekki að vera ókurteis. Hann hafi bara ekkert að segja. Að lokum fellst hann þó á að verða á vegi ljósmyndara blaðsins á ákveðnum tíma. Herluf Clausen er nýorðinn 46 ára, fæddur í Reykjavík 13. september 1944 og því jafngamall lýðveldinu. Segja má að kaupsýsla sé honum í blóð borin, því að í þá fimm ættliði sem Clausenarnir hafa starfað hér á landi hafa kaupsýsla og fé- sýsluumsvif verið helsta viðfangsefni þeirra og gengið á ýmsu í vexti þeirra og viðgangi. Fyrstu sporin steig hann neðarlega á Laugaveginum, á þeim slóðum sem gárungarnir eru nú farnir að kalla Herlufsstrasse, þar sem hann eigi veruleg ítök í rekstri flestra tískubúða og veitingastofa á þessum slóðum. Faðir hans, Holger Peter Clausen, rak matvöruverslanir þarna á þessum árum og þótti hugkvæmur og harðduglegur bissniss- maður, sem auglýsti verslun sína grimmt og með glaðbeittum hætti með heimatilbúnum plaggötum og ýmsum nýjungum í þjónustu. Hann og kona hans Sólveig Hermannsdóttir Clau- sen, ættuð vestan úr Tálknafirði og Arnarfirði, hurfu hins veg- ar af landi brott til Danmerkur um tíma og dvaldi Herluf þá (til dæmis á menntaskólaárunum) langdvölum hjá móðurafa sínum og ömmu Hermanni Kristjánssyni, útgerðarmanni og kaupmanni, og Guðrúnu Ein- arsdóttur. Hermann stofnaði útgerðarfyrirtækið Arnarvík í Grindavík, sem meðal annars rak vélbátinn Arnfirðing og á honum var Herluf fimm sumur á sfld á skólaárunum, fór spart með sumarhýruna og lagði fyr- ir til síðari tíma. Meðal barna Hermanns og Guðrúnar var Björgvin, faðir Hermanns sem mjög kom við sögu í umtöluðu okurlánamáli fyrir nokkrum árum. Herluf júníór er heitinn eftir föðurafa sínum Herluf Clau- sen, sem meðal annars rak um skeið Pappírspokagerðina í Reykjavík. Kona hans, Lára, var líka af rótgróinni kaup- sýsluætt og rak um tíma Regn- hlífabúðina við Laugaveg. Hún var dóttir Siggeirs Torfa- sonar, sem stofnaði til verslun- ar á Laugavegi 13 fyrir alda- mót, hafði umfangsmikil við- skipti við bændur og tók við fé til slátrunar sem innleggi upp í úttektir bænda í búðinni. Sú verslun hefur breyst í takt við tímana í höndum þeirra feðga Kristjáns Siggeirssonar og Hjalta Geirs sonar hans, og þar er núna verslað með hús- gögn og listmuni og tískuvörur auk þess sem Hjalti kemur víða við í stjórnum ýmissa stór- fyrirtækja, eins og Eimskips og Flugleiða. Faðir Herlufs eldra hét Hol- SKATTAKÓNGAR Taflan sýnir skatta núverandi og fyrrverandi skattakóngs samkvæmt skattskrám og tvö síðustu árin samkvæmt fréttatilkynningum skattstjóra til fjölmiðla. Aðstöðugjaldið gefur hugmynd um veltu Herlufs Clausens, sem 1989 ætti að hafa verið um 250 milljónir króna. Það gefur hins vegar ekki samsvarandi upplýsingar um Þorvald Guðmundsson, þar sem það er að mestu borið af fyrirtækjum hans. Vilji menn draga ályktanir um efnahag þessara tveggja manna af skattaálagningu á þá, er því ráðlegast að sleppa aðstöð- ugjaldinu og bera einungis saman tekjuskatt, eignaskatt og útsvar. Einnig ber að hafa í huga að tekjur hafa verið áætl- aðar á Herluf Clausen 1990. Menn athugi að gjöld ársins 1980 eru í gömlum krónum. HERLUF CLAUSEN tekjusk. eignask. útsvar aðstgj. 1980 954.256 101.917 833.000 5.197.000 1984 568.356 44.292 166.190 596.700 1985 2.457.753 104.236 634.070 1.497.690 1986 1.363.283 121.734 360.400 2.150.570 1987 917.162 158.507 303.450 1.952.520 1988 4.276.629 350.321 1.203.837 3.178.920 1989 638.000 193.873 3.018.980 1990 7.476.434 1.675.000 8.125.000 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON 1980 41.460.439 6.908.896 11.291.000 11.439.000 1984 260.728 335.343 101.050 43.790 1985 3.142.385 528.555 789.840 121.190 1986 10.502.195 865.851 2.473.810 86.010 1987 8.169.438 981.385 2.201.310 82.360 1988 16.336.916 1.234.328 4.444.514 72.730. 1989 15.863.921 3.941.313 3.773.287 1990 12.611.673 3.058.369 2.792.081 . 22 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.