Heimsmynd - 01.10.1990, Síða 24

Heimsmynd - 01.10.1990, Síða 24
ger Peter Clausen (1831-1901) og var um tíma alþingismaður Snæfellinga (1881- 1885). Æviferli hans er á snilldarlegan hátt þjappað svo saman í Alþingis- mannatali: „Gullgrafari og fleira í Ástra- líu. Kaupmaður í Liverpool, Kaup- mannahöfn, Melbourne, Ólafsvík og á Búðum, Stykkishólmi og Reykjavík." Af upptalningunni að dæma hefur hann komið víða við og verið ævintýramaður, sem fátt óx í augum og óðara kominn á kaf í viðskipti hvar sem hann var staddur á jarðkringlunni. Kona hans var Guðrún Þorkelsdóttir prests á Staðastað Eyjólfs- sonar og því systir Jóns þjóðminjavarð- ar, skálds (Fornólfs) og alþingismanns. Séra Þorkcll var dóttursonur séra Jóns skálds á Bægisá, en Margrét, eiginkona séra Jóns, var dóttir Boga Benediktsson- ar í Hrappsey, sem mikið auðmannakyn er frá komið bæði hér á landi og erlend- is. Af því kyni var Jón Pétursson háyfir- dómari, en synir hans Sturla og Friðrik (Sturlubræður) voru einhverjir mestu auðmenn í Reykjavík á fyrri hluta aldar- innar. Bogi Benediktsson var langafi Önnu Mariu Benedictsen, sem giftist H. N. Andersen etazráði og stofnanda og forstjóra hins mikla Austur-Indíafélags í Kaupmannahöfn og bjuggu þau lengi í Bangkok. Afkomendur þeirra voru fyrir- fólk í Danmörku, hirðmeyjar við dönsku hirðina, lénsgreifafrúr, ráðherrafrúr, for- stjórar og stórkaupmenn, fræðimenn og skáld. aðir Holgers Peters var Hans Arrebo Clausen (1806-1891) kaupmaður í Ólafsvík, sem fyrstur þeirra Clausena fluttist út hingað, en faðir hans, enn einn Holger Peter, var kaupmaður í Kaupmannahöfn. Móðurætt Herlufs getur ekki státað af jafnskrautlegu liði kaupsýslumanna og Clausenarnir. Hermann afi hans, kaupmaður og útgerðarmaður eins og áður segir, var frá Krossadal í Tálknafirði, alinn upp við sjósókn og smábúskap, en fluttist til Reykjavíkur 1936. Guðrún Einarsdóttir kona hans var frá Öskubrekku í Ketil- dalahreppi, þar sem faðir hennar Einar Finnsson bjó um tíma, en hann var frá Neðri-Hundadal í Dalasýslu. Einar stundaði mjög hrossaprang og þótti nokkuð brellinn og viðsjárverður í þeim viðskiptum og lifa enn um það sögur vestur þar. Eins og um fleiri bændur þar vestra byggðist búskapur hans mjög á að halda fé stíft úti til vetrarbeitar og féll mjög fénaður hans í freranum mikla frostaveturinn 1918. Þessi ættbogi Her- lufs er því mikil andstæða við hina al- þjóðlegu Clausena, hefur mann fram af Hvers vegna skyldi Herluf taka menn með feril Vals Magnússonar upp á sína arma? manni lifað á tiltölulega litlum bletti á syðrihluta Vestfjarða. Eins og áður segir ráku foreldrar Her- lufs júníórs verslanir við Laugaveginn um tíma og eftir heimkomuna frá Dan- mörku ráku þau Gjafavöruverslunina á Skólavörðustíg og seinna rak Sólveig gistiheimilið Royal Inn á Laugavegi 11. Herluf var samt ekki fæddur eða upp al- inn með neinar gull- eða silfurskeiðar í munni. Hann fór snemma að vinna fyrir sér meðfram skóla, var meðal annars til sjós á útgerð afa síns og fór vel með sitt aflafé. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1964 með hárri II. einkunn, skaraði meðal annars fram úr í náttúrufræði og sögu. Skólafélagar hans bera honum vel sög- una. Þeir velja honum einkunnir eins og lipurmenni og ljúfmenni, skapgóður, lít- illátur, laus við alla frekju og fyrirgang. Þeir sem hafa haldið við hann nokkru sambandi segja að veldi hans hafi síður en svo stigið honum til höfuðs, hann sé sami dagfarsprúði drengskaparmaðurinn og hann var í skóla, hjálpsamur, velvilj- aður, glaður á góðri stund, ljúfur í um- gengni. Þetta kemur líka vel fram í Faunu, ársriti menntaskólans, þar sem nemend- ur flétta saman gamni og alvöru í um- sögnum hver um annan, ásamt skopt- eikningum. Þar segir: Fœddur af krambúðarkvisti er Kláseninn síðasti og fyrsti; daufur að dagfari og stilltur, dyggur og hrekkjalaus piltur; en súpi hann dáravínsdropa drengurinn strax fer að ropa og spakmœlin spinnur upp trylltur. Þetta síðasta er nú víst meira ort rímsins vegna og ber ekki að taka of bókstaf- lega. Síðar gat hann þó átt til að taka góðar rispur að loknum erfiðum vinnu- lotum. Að eigin sögn hætti hann þegar honum fannst orðið óþolandi að mæta timbraður eða illa fyrirkallaður í vinn- una. Þegar starfið er annars vegar verður allt annað að víkja. Og hann fór ekki þá tískuleið sem nú er ríkjandi í heimi kaupsýslunnar að fara í meðferð hjá SÁÁ eða erlendis. Herluf bara hætti. Þráinn Bertelsson, sem var sessunaut- ur Herlufs í Miðbæjarskólanum frá 12 ára aldri og upp úr, segir hann hafa verið uppáfinningasaman og sprækan strák og í sameiningu hafi þeim tekist að útskrif- ast með einhverri lægstu hegðunareink- unn sem gefin hafi verið í þeim skóla. Það var í þeim mikill uppreisnarandi gagnvart mörgum kennurunum og þeir voru fundvísir á snöggu blettina á þeim og stríddu þeim eftir bestu getu. Hann sagði að enn kæmi fyrir sig að setja dreyrrauðan þegar hann gengi fram hjá Framhald á bls. 92 24 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.