Heimsmynd - 01.10.1990, Side 32

Heimsmynd - 01.10.1990, Side 32
BÆKUR Flett ofan af Mossad Höfundar: Dan Raviv og Yossi Melman Fljótlega eftir myndun ísraelska ríkisins var komið upp þrenningu stofnana sem mynda leyniþjónustu ríkisins: Mos- sad, sem sér um njósnir utanlands; Shin Bet, sem sinnir njósn- um innanlands og Aman, sem hefur hernaðarnjósnir á sinni könnu. Af þeim er Mossad frægust og hefur hún áunnið sér þá ímynd að vera ein snjallasta, miskunn- arlausasta og árang- ursríkasta leyniþjón- usta í heimi. Hún þykir ganga eins langt og þörf krefur til að þjóna pólitísk- um yfirboðurum sín- um og til að tryggja öryggi ríkisins. Pessi ímynd grundvallast meðal annars á af- rekum á borð við handtöku Adolf Eichmanns, nasist- ans fræga, og árásina eftirminnilegu á Entebbe. Bókin EVERY SPY A PRINCE: The Complete History of Israel’s Intelligence Community eftir Dan Raviv og Yossi Melman, þykir ein skilmerkilegasta úttekt á starfsemi ísraelsku leyni- þjónustunnar sem gerð hefur verið. Bókin dregur líka fram í dagsljósið þá óhuggulegu atburði sem gengið hafa eins og rauður þráður í gegnum sögu Mos- sad. Pessi sama stofnun sem skipulagði hina djörfu björgun hundrað og þriggja gísla sem rænt var á Entebbe 1976, myrti líka í misskilningi saklausan þjón frá Marokkó í Lillehammer í Noregi þegar hún gerði tilraun til að hefna fyrir morðin á ísra- elsku íþróttamönnunum á ólympíuleikunum í Múnchen 1972. Pá hefur ísraelska leyniþjónustan staðið fyrir sprengjuárásum á bandarískar byggingar í Egyptalandi í þeirri von að þarlend stjórnvöld myndu ranglega saka stjórnvöld í Kaíró um verkn- aðina. Hún hefur staðið fyrir hörmulegum pyntingum og drápum á aröbum sem hún hefur haft undir grun. Hún hefur njósnað um fjölmiðla og stjórnarandstöðuflokka heima fyrir og hylmt yfir pólitísk hneykslismál. Hún borgaði Jonathan Pollard, njósnasérfræðingi í bandaríska flotanum, fyrir að stunda njósnir fyrir sig í Bandaríkjunum, en þau hafa verið einn tryggasti bandamaður Israelsríkis í gegnum árin. Höfundar bókarinnar telja ísraelsku leyniþjónustuna gjalda þess hversu hrokafull og sjálfsánægð hún er og fyrir að álíta sig yfir lögin hafin. Bókin greinir einnig frá snilldarverkum, mistökum, sigrum og ósigrum. Af nægu er að taka og í bók- inni er að finna efni í tugi kvikmynda. Raviv, fréttaritari bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS í London og Mið- Austurlöndum, og Melman, nafntogaður ísraelskur blaða- maður, eru oft gagnrýnir á starfshætti ísraelsku leyniþjónust- unnar en þeir gleyma ekki dulúðinni og goðsögnunum sem hún hefur verið sveipuð. Sagt er frá Eli Cohen, njósnaranum fræga sem komst á fölskum forsendum í innsta hring aðal- stöðva herstjórnarinnar í Sýrlandi, en var síðan uppgötvaður og hengdur í Damaskus árið 1965. Einnig er greint frá Wolf- Saga Mossad, leyniþjónustu ísraelska ríkisins, einnar miskunnarlausustu leynisþjónustu í heimi er blóði drifin. Starfsemi hennar teygir anga sína lengra en nokkurn gæti órað fyrir. GAUKUR Á STÖNG er elsti og vinsælasti ,,pub“ landsins. Annálaður fyrir magnaða stemningu og dáður fyrir frábæra matreiðslu sem er ógleymanleg maga og mönnum. Staður þar sem góður matur og góð stemning eiga saman. • TRYGGVAGATA 22 • 101 REYKJAVIK • SIMI 91-11556 • 32 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.