Heimsmynd - 01.10.1990, Síða 39

Heimsmynd - 01.10.1990, Síða 39
Með þessu móti öðlast leikkonan Patrica Wettig líf - hún [Nancy okkar sem hann Elliot og lífið hefur leikið svo grátt. En Nancy er ekki ein í heiminum. Hvar annars staðar en í Iþessum þætti hefur fólk eins mikinn stuðning af vinum sín- lum? Peir eru alls staðar. Hope er ein í eldhúsinu, Elliot Ihringir, Gary þeysist inn og stuttu síðar Ellyn. Þetta fer 1 óskaplega fyrir brjóstið á blaðakonunni Elizabeth Berg sem jskrifar fyrir tímaritið New Woman: „Ég þoli ekki A fer- 1 tugsaldri vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af vinum 1 sem eru alltaf til staðar, alltaf í matarboðum, hlustandi á 1 vandamál hinna, passa börnin, horfa saman á vídeó - í I stuttu máli eru alltaf að kíkja inn. Á svona sér stað í veru- i leikanum? Hver býr í smábæ sem er yfirfullur af góðum i vinum, sem skjótast inn í eldhús þegar minnst varir og þú I ert einmitt að hella upp á kaffi? Ég verð svo afbrýðisöm við þessa mynd að ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir reiði. Þarna sitja þau í hóp við kvöldverðarborð, ekkert of hátíðlegt eða fínt, hvítvín í glasi og öll svo náin. Ég öskra á manninn minn: Hvað er að þessu fólki? Eru börnin þeirra aldrei veik? Þarf ekkert þeirra að vera heima að taka til eða sinna öðru?“ Og áfram hneykslast blaðamaðurinn sem sest fyrir framan skjáinn hvert fimmtudagskvöld á heimili sínu í Boston í stríðsbúningi, eins og hún segir sjálf (náttkjóll, gleraugu og þunnt lag af næturkremi): „Jæja, hvert er vandamálið í kvöld? segi ég við eiginmanninn. Veit ekki, svarar hann. Jú, Nancy er með legkrabba. (Is- lenskir sjónvarpsáhorfendur fylgist með um næstu páska). En viti menn, ég verð ekki reið. Ekkert æst. Ég hef sjálf fengið krabbamein og viðbrögð Nancy eru alveg eins og mín voru. Ég fæ tár í augun og maðurinn minn tekur í höndina á mér. Saman horfum við á þáttinn til enda og þegjum lengi á eftir.“ Svo mörg voru þau orð.D Þann 16. október 1886 fæddist David Ben-Gurion i pólska hluta rússneska keisaradæmisins. Upp- runalegt nafn þessa fyrsta forsætisráðherra ísraels var David Gruen. Það kom í hans hlut að lýsa yf- ir sjálfstæði Israelsríkis í Tel Aviv þann 14. maí 1948. Ben-Gurion var gæddur miklum persónutöfrum og baráttugleði hans gerði hann að þjóðhetju í ísra- el. Eftir að hann hætti á þingi hlaut hann heiðurs- titilirin „Faðir þjóðarinn- ar.“ Til Palestínu fór David tvítugur og vann við bú- störf í Galíleu í norður- hluta Palestínu. Á þessum tíma þjáðist hann bæði af malaríu og hungri en missti aldrei sjónar á markmiði sínu. Þegar fyrri heimsstyrj- öldin braust út var Ben- Gurion handtekinn af Tyrkjum sem réðu ríkjum í Palestínu og rekinn úr landi. Ben-Gurion gekk til liðs við breska herinn til að taka þátt í stríðinu gegn yfirráðum Tyrkja í Palestínu. Árið 1920 stóð hann fyrir stofnun Hista- drut, samtaka gyðinga í Palestínu sem fljótt urðu ríki í ríkinu. Árið 1935 var hann kjörinn formaður æðsta ráðs zíonista. Síðar sneru Bretar baki við gyð- ingum í baráttu sinni fyrir stofnun Ísraelsríkis en Ben-Gurion hélt sínu striki. Árið 1948 ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að lýsa yfir stuðningi við stofnun ísra- lesríkis með stuðningi Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna - og atkvæði íslands réð úrslitum. HEIMSMYND 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.