Heimsmynd - 01.10.1990, Síða 63

Heimsmynd - 01.10.1990, Síða 63
stunda aðra vinnu með eða þá að reyna að aðlaga sig markaðnum þótt alvarlegir listamenn myndu aldrei fást til að viður- kenna að þeir máluðu beinlínis til að falla í smekk hugsanlegra kaupenda. Listamaður þarf að selja verk sín til að lifa og í mörgum tilfellum þýðir það að hann þarf að selja sjálfan sig. Það gerir hann með því að vekja á sér athygli. Að- ur en sýning er opnuð er búið að senda út boðskort til vina og vandamanna en aðallega til fjársterkra aðila; enginn bankastjóri er svo aumur að hann fái ekki litfagurt boðskort heim í póstkass- ann sinn. Önnur leið til að vekja athygli er að hringja í kunningja eða vin á blöðunum eða sjónvörpunum og fá hann til að taka við sig viðtal eða gera fréttaþátt í sjón- varpið. Listamaðurinn verður að fara til blaðamannsins því blaðamenn á íslandi leita aldrei frétta heldur sitja í makind- um og bíða eftir því að fréttirnar komi til þeirra. Þar af Ieiðir að ómerkilegur tóm- stundamálari, sem stillir upp í einhverju steypugölluðu félagsheimili eða berisín- u iöurkenndur er sá listamaður sem á að baki langt nám í myndlistarskólum heima og erlendis. Best er ef hann hefur stillt upp í bærilega viðurkenndum galleríum og sýningarsölum í útlöndum. stöð, getur fengið við sig heilsíðuviðtal og bullað einhverja vitleysu út í loftið. Tómstundamálarar virðast eiga fleiri vini á fjölmiðlunum en þeir alvarlegu og sprenglærðu sem einatt fá enga aðra um- fjöllun en listgagnrýni og svo kemur mynd af þeim með fréttatilkynningu sem listamaðurinn þarf oftast að skrifa sjálf- ur. Verðlag á sölusýningum er misjafnt. FIM, Félag íslenskra myndlistarmanna, hefur engan taxta sem hægt er að fara eftir í þeim efnum, enda list hafin upp fyrir peninga. Verð- lag fer þess vegna oftast eftir dyntum listamannsins eða trúnaðarmanna hans. En listamaður með sjálfsvirðingu verðleggur myndirn- ar hátt, helst ekki undir hundrað þús- undum og upp í fjög- ur hundruð þúsund (hátt verð er hér miðað við Island, í útlöndum þætti það ódýrt) en meðalstórt myndverk er oftast á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund. Nú er erfitt fyrir skoðanda sem er að hugsa um að kaupa myndverk á sýningu að gera sér grein fyr- ir því hvort myndirnar séu á sannvirði og hækki fremur en falli í verði. Viður- kenndir listamenn eru mismunandi áber- andi í þjóðlífinu og oft er þeim hampað mest sem eru í tísku í það og það skiptið. Sú tíska ræðst mest af þeim listastefnum sem mest eru áberandi í þeim myndlist- artímaritum sem lesin eru af innlendum listsagnfræðingum. A níunda áratugnum voru verk í anda þýska nýexpressionis- mans vinsæl hér á landi en allt bendir til þess að gengi þeirra fari hnignandi núna þegar við stöndum á þröskuldi tíunda áratugarins. Frá sjónarhóli listamannsins er betra að verðleggja hátt og taka þá áhættu að selja minna heldur en meira en fá kannski sama pening út úr dæminu. Auk þess vekur hátt verð traust hjá almenn- ingi að þarna sé á ferðinni list með stóru L-i. Þess má einnig geta að þótt litlar myndir séu seldar ódýrar eru þær einatt hlutfallslega dýrari en þær stóru. Verð minni myndanna miðast við að verka- maður geti eignast þær fyrir tvöfalt mán- aðarkaup sitt. Þetta ýtir undir þann grun að málarinn verðleggi með markaðinn í huga; almenningur kemur ekki stóru skjöldunum fyrir uppi á vegg heima hjá sér en bankar og opinberar stofnanir eru líklegri til að kaupa stærri og dýrari verkin til þess að hengja upp fyrir aftan gjaldkera sína. GALLERÍ I Reykjavík starfa nokkur gallerí sem höndla með lista- verk. Eru þau af ýmsum toga, allt frá gamla Rammagerð- armynstrinu til sóma- kærra gallería sem taka hlutverk sitt al- varlega og selja ekki verk nema þau geti talist til listaverka að mati viturra manna. Ef einhver skyldi vera í þeim hugleið- ingum að geyma fé sitt í myndlist væri ekki úr vegi að ganga inn á virðulegt gallerí og spyrjast fyrir um eitt stykki Kjarval, Jón Stefáns, Nínu Tryggva eða ámóta ágætan listamann. Á einu galleríanna var bent á verkið Ei- ríksjökul eftir Jón Stefánsson, olía á striga sem mælist 50x62 sentímetrar. Það er verðlagt á 550 þúsund og þau ummæli látin falla að ef þessi mynd yrði hreinsuð upp fyrir 30 þúsund mætti leikandi selja hana aftur fyrir að minnsta kosti 750 þúsund. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Það er ekki víst að kaupandi slíks verks eftir gömlu meistarana geti komið myndinni í verð þegar hann vill losa peningana. Færi hann með meist- araverkið á uppboð er alls óvíst hvað í það yrði boðið. Þannig að sem fjárfest- ing eru málverk óhandhægari en eininga- bréf eða ríkisskuldabréf en geta, ef vel tekst til, gefið meiri arð á styttri tíma en nokkru sinni skuldabréf fjárfestingar- sjóða. Svo má ekki gleyma því að það er auðveldara að laumast með svarta pen- inga í myndlistarkaup en skráð skulda- bréf. En það er önnur saga og utan við verksvið þessarar greinar. Sem sagt, það er nokkuð áhættulítið að kaupa verk gömlu meistaranna. En hvað þá með verk yngri og núlifandi HEIMSMYND 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.