Heimsmynd - 01.10.1990, Side 76

Heimsmynd - 01.10.1990, Side 76
Systkinin í Mundakoti í aftari röð eru Jóhann, Elín og Gísli en í fremri röð Ragnar og Jónína. 1 [ % f ik ' .< I Jón Einarsson, hreppstjóri í Mundakoti, og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir. HEIMAKÆR MÓÐIR Arið 1892 voru pússuð saman heimasætan í Mundakoti, Guðrún Jóhannsdóttir (1865-1939), og stór og kraftalegur ná- ungi austan úr Skaftafellssýslu. Hann hét Jón Einarsson (1866- 1936) frá Heiði á Síðu, skaftfellskur í marga ættliði. Guðrún var dóttir Jóhanns Þorkelssonar (1842-1892), formanns og hreppstjóra í Mundakoti, sem sagt var að bæri léttilega tvo hundrað punda sekki, hvorn undir sinni hendinni, upp á vöru- skemmuloft, og Elínar Súnonardóttur (1837-1918) og var eina barn þeirra sem komst á legg. Hin dóu öll í bernsku. Eins og áður sagði höfðu forfeður Guðrúnar búið í Mundakoti í marga ættliði og svo fastbundin var hún þessari ættartorfu sinni að hún eyddi aldrei nótt að heiman. Hún fæddist í Mundakoti og dó þar. Ragnar í Smára minntist eitt móður sinnar sem hann sagði að hefði verið mjög heimakær og ómannblendin þótt hún væri hrókur alls fagnaðar í þröngum vinahópi. Þegar Ragnar eign- aðist bfl í fyrsta sinn tók hann það loforð af móður sinni að hún færi með honum til höfuðstaðarins að heimsækja börn sín sem þá voru öll flutt suður nema eitt. Hún féllst á þetta en heimtaði sex mánaða frest. Þegar Ragnar kom að sækja hana vildi hún að hann yrði um kyrrt einn dag, næsta morgun skyldi hún koma með honum. Eftir hádegi þann dag stóð hún prúð- búin eins og drottning úti á hlaði í sólskininu, klædd peysuföt- um með gullsaumað slifsi en hrafnsvartar flétturnar niður fyrir mjaðmir - og gljáði á þær. Hún var í dökkum sokkum með svarta skó. Ragnar hlakkaði ákaflega til að sýna móður sinni borgina í öllu sínu veldi. Svo var ekið af stað en honum fannst hún vera einkennilega óróleg. Þegar komið var að Fælu, þar sem fangelsið á Litla-Hrauni er nú, bað Guðrún son sinn um að stoppa bílinn stundarkorn: hún vildi horfa heim að Munda- koti, kannski var hún að kveðja staðinn í síðasta sinn. Hún stóð grafkyrr um stund þangað til hún sagði ákveðin: „Ég ætla að fara heim.“ Síðan hélt hún af stað gangandi til baka. Hún dó án þess að hafa verið eina nótt að heiman. VINNUÆR FAÐIR Jón Einarsson, bóndi Guðrúnar, var allt annarrar náttúru. Hann var aðsópsmikill og lét mikið á sér bera út á við. Hann var hreppstjóri Eyrbekkinga áratugum saman og oddviti í ald- arfjórðung, sannkallaður höfðingi síns byggðarlags. Tvisvar sinnum gegndi hann sýslumannsembætti í Arnessýslu, hálft ár í senn. Jón Einarsson var víkingur til vinnu. Hann átti tíæring og reri á honum úr Mundakotslendingu í þrjátíu og þrjár ver- tíðir og stundaði vöruskiptaverslun við bændur. Hann var allt í senn: bóndi, sjómaður, embættismaður og kaupmaður. Ragnar í Smára lét einhvern tíma svo ummælt að faðir hans hefði verið „vinnuær“. Hann var alltaf að. Vinnuharka hefur fylgt mörgum afkomendum hans síðan. Mundakotshjónin voru talin vel efnuð. Móðir Sigurjóns Ol- afssonar myndhöggvara var vinnukona hjá þeim. Hún sagði að á hverjum sunnudegi hefði Jón í Mundakoti gefið fólkinu í nágrenninu nytjarnar úr kúnum sínum og verið sérstaklega ör- látur við þá fátækustu. Jón Einarsson lést árið 1936. Er kona hans hafði fylgt hon- um til grafar háttaði hún ofan í rúm og fór ekki í fötin eftir það uns hún lést þremur árum síðar. Þau voru samrýnd en ólík eins og dagur og nótt. Börn þeirra voru fimm, þrír synir og tvær dætur. Verður nú sagt frá þeim og byrjað á Ragnari í Smára þó að hann væri næstyngstur. HRIFNÆMUR UNGLINGUR A. Einar Ragnar Jónsson (1904-1984) hét hann fullu nafni. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann hefði alist upp við áhuga á listum og menningu í æsku sinni á Eyrarbakka og fyrstu áhrifin hefðu komið þegar móðir hans kvað rímur á vetrar- kvöldum og faðir hans las Passíusálmana á föstunni. Bæði voru þau söngvin og móðir hans lét einhverju sinni svo um- mælt að fólk, sem ekki hefði gaman af tónlist, væri ekki gott fólk. Eyrarbakki var að mörgu leyti sérstakt pláss á íslandi um aldamótin 1900 og árin þar á eftir, þar var meira tónlistarlíf en annars staðar, ekki síst fyrir áhrif frá Húsinu, þar sem dætur danska faktorsins við Eyrarbakkaverslun héldu uppi fjörugu tónlistar- og skemmtanalífi. Ragnar hélt því fram að danskir gyðingar hefði sett mjög svip sinn á Eyrarbakka, komið með alþjóðlegt andrúmsloft þangað. A Bakkanum voru leiksýning- ar, lestrarfélag, prentsmiðja, bókaútgáfa og mikið félagslíf. Þar var elsti starfandi barnaskóli landsins og mikilhæfir kenn- arar hrifu ungt fólk með sér. Ragnar nefndi þrjá sem hefðu haft afgerandi mótunaráhrif á sig. Þeir voru Pétur Guðmunds- son, faðir Péturs þuls og þeirra systkina, Helgi Hallgrímsson söngkennari, faðir Sigurðar, stjórnarformanns Flugleiða, Hallgríms tónskálds og þeirra systkina, og Aðalsteinn Sig- mundsson rithöfundur. Einn besti vinur Ragnars í æsku var Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson (Hannes á horninu), blaðamaður og rithöfundur. Þrjár bækur bárust upp í hendur þeirra haustið 1919 sem þeir lásu aftur og aftur og bókstaflega upp til agna, tveir hrifnæmir drengir. Bækurnar voru Barn náttúrunnar eftir Halldór frá Laxnesi, Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson og Fornar ástir eftir Sigurð Nordal. Þeir biðu þess aldrei bætur að hafa lesið þessar bækur. MEÐ SKÁLDUM Ári seinna fór Ragnar til Reykjavíkur, 16 ára drengur, til að nema við Verslunarskólann, lágvaxinn og bólugrafinn með mikinn og óstýrilátan hárbrúsk á höfði. Strax fyrsta kvöldið var honum boðið heim til frú Guðrúnar Erlings, ekkju Þor- steins Erlingssonar skálds, í Þingholtsstræti 33. Þar var þá 76 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.