Heimsmynd - 01.10.1990, Síða 77

Heimsmynd - 01.10.1990, Síða 77
Æskuheimili Ragnars_______________________________ og systkina hans, Mundakot á Eyrarbakka. Myndin er tekin árið 1923. Ragnar Jónsson uppábúinn á hestbaki. Árið 1927 kvæntist Ragnar ungri stúlku úr Reykjavík, Ásfríði Ásgrímsdóttur. Pau skildu áratug síðar. samkomustaður menntamanna sem veltu fyrir sér æðstu rök- um tilverunnar, guðspeki og spíritisma. Þar var líka kapprætt um bókmenntir og listir, klassísk verk spiluð á grammófón og Svanhildur, dóttir húsmóður, lék á píanó. Þar heyrði Ragnar D-moll konsert Mozarts og lyftist í æðra veldi. Nokkrum dög- um síðar hitti hann heima hjá Guðrúnu Halldór Guðjónsson, skáldið frá Laxnesi. Þeir áttu eftir að eiga mikið saman að sælda. Ekki leið á löngu áður en Ragnar var farinn að stunda komur sínar í Unuhús og gerðist vinur Erlendar, þess sér- kennilega gáfumanns, og allra listamannana sem löðuðust að honum. Einn þeirra, Þórbergur Þórðarson, var reyndar kenn- ari Ragnars í Verslunarskólanum. RAGNARí SMÁRA Að loknu námi hóf Ragnar Jónsson, strákurinn frá Munda- koti með hárlubbann, sölumannsstörf hjá Smjörlíkisgerð Reykjavíkur sem framleiddi smjörlíkið Smára og kom þá í ljós dugnaður hans. Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn hlut- hafi í fyrirtækinu og var æ síðan kenndur við smjörlíkið. Hann fór á fætur klukkan fjögur til fimm á hverjum morgni til þess að kynda vélar verksmiðjunnar við Veghúsastíg. Með ökuskír- teini númer 588 þeyttist Ragnar síðan um bæinn á hálfkassa- bíl, hlöðnum smjörlíki og sápu. Hann hossaðist eftir holóttum moldarvegum suður með sjó, upp í Borgarfjörð eða austur fyrir fjall. Einnig sigldi hann með strandferðaskipunum og fór í land í hverri höfn í samkeppni við aðra sölumenn. Honum var ekki gefið að hika eða bíða. Eitt sinn var hann á ferð í Ölfusinu og með honum nokkrir farþegar. Slagveður var og miklir vatnavextir. Vegurinn lá yfir læk sem var orðinn að skaðræðisfljóti og ekki árennilegur. Var því stansað og að- stæður athugaðar. Sýndist sitt hverjum hvað til bragðs skyldi taka en þá hrópaði Ragnar: „Upp á mína,“ steig bensínið í botn og ökutækið fór með boðaföllum og gusugangi út í mó- rauðan straumbeljandann en komst ekki lengra. Menn svöml- uðu í land, blautir og kaldir, en bfllinn hvarf og hefur ekki sést síðan. LEIÐTOGI POSTULANNA Þegar Ragnar var hálfþrítugur var hann orðinn ástríðufullur málverkasafnari undir handleiðslu Erlendar í Unuhúsi. Hann hafði líka gríðarlegan áhuga á tónlist og var einn af hvata- mönnum að stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1930. Rekstur skólans gekk erfiðlega til að byrja með og sömuleiðis starfsemi Hljómsveitar Reykjavíkur sem var undanfari Sinfón- íuhljómsveitarinnar. Árið 1932 kallaði Ragnar tólf menn sam- an á fund og þeir stofnuðu Tónlistarfélagið í Reykjavík til stuðnings þessum fyrirtækjum og tók það að sér rekstur hvors tveggja. Mennirnir voru kallaðir postularnir en Ragnar var leiðtoginn. Undir hans stjórn var lyft Grettistökum í tónlistar- lífi landsmanna, haldnir fjölmargir tónleikar með erlendum og innlendum listamönnum og rekið kvikmyndahús í þágu tón- listarinnar. Meðal annars stóð Tónlistarfélagið fyrir uppsetn- ingu á óperettum og ýmsum meiri háttar tónverkum. Ragnar hafði sérstaka aðferð við að magna upp stemmninguna í bæn- um. Þegar Meyjaskemman var flutt árið 1934 lét hann starfs- menn sína í Smjörlíkisgerðinni smala saman harðsnúnum hópi af strákum sem fengu ókeypis inn á hverja sýningu. Fengu þeir þau fyrirmæli að klappa ákaflega að loknu hverju lagi. Þetta hreif og sýningar urðu alls 34. HELGAFELL Á síðari hluta kreppuáranna hóf Ragnar svo afskipti af bókaútgáfu og voru tildrögin þau að honum rann til rifja hversu skáld og aðrir höfundar báru lítið úr býtum fyrir verk sín. Hann tók höndum saman við Kristinn E. Andrésson, eld- rauðan kommúnista, og þeir stofnuðu bókaútgáfuna Heims- kringlu. Þeir höfðu þá stefnu að borga rithöfundum betur en áður hafði tíðkast. Meðal þess fyrsta sem þeir gáfu út var Heimsljós Halldórs Kiljans Laxness. Þar hófst samvinna þeirra Ragnars og Halldórs sem entist meðan báðir lifðu. Tómas Guðmundsson skáld sagði eitt sinn frá því að árið 1940 hefði snaggaralegur maður undið sér að sér í Austur- stræti og boðist til að gerast forleggjari hans. Það var Ragnar. Þeir gengu inn á Hressingarskálann og áður en fimm mínútur voru liðnar var samningur gerður og fyrirframgreiðsla, að upphæð 20 þúsund krónur, innt af hendi. Slíkt var fáheyrt en boðaði nýja tíma fyrir rithöfunda. Þeir gátu nú vonast eftir að lifa af list sinni. Aðferðin við samningsgerðina var mjög í anda Ragnars. Ekkert verið að tvínóna við hlutina. Samvinna þeirra Kristins E. Andréssonar varð ekki löng, enda höfðu þeir ólíkar lífsskoðanir. Þeir skildu að skiptum í góðu, Kristinn stofnaði Mál og menningu en Ragnar Bókaút- gáfuna Helgafell. Bæði fyrirtækin urðu stórveldi með helstu andans menn íslands innan borðs. VERNDARI OG VELGERÐARMAÐUR LISTAMANNA Blómatími Ragnars sem menningarfrömuðar var á árunum 1940 til 1970. Þá var hann eins konar konungur í íslensku lista- mannalífi. Hann var verndari og velgerðarmaður listamanna. Ragnar átti það til að koma með stórgjafir heim til þeirra þeg- ar minnst varði, gerði aldrei boð á undan sér, var svo farinn. Margar tröllasögur gengu af örlæti Ragnars en sjálfur taldi hann að menn ættu ekki siðferðilegan rétt á peningum nema eyða þeim jafnharðan til góðra hluta. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti með peningasummu, málverk til að gefa, hljóðfæri eða jafnvel heilu húsin. Birgitta Spur, kona Sigurjóns Ólafssonar, sagði að kynnin við Ragnar hefðu verið ævintýri líkust. Dag nokkurn vorið 1961 stóð Ragnar í stofunni hjá þeim hjónum ásamt arkitektinum Skarphéðni Jóhannssyni og tilkynnti að nú skyldi hefjast handa við að byggja nýtt hús. HEIMSMYND 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.