Heimsmynd - 01.10.1990, Side 78

Heimsmynd - 01.10.1990, Side 78
Ragnar kvæntist síðari eiginkonu Ragnar og Björg í sumarbústaðnum með börn sín Ernu, Jón Óttar og Auði. Dætur Ragnars af fyrra hjónabandi, Edda og Valva. Myndin er tekin 1938. sinni, Björgu Ellingsen, árið 1938. Síðan var það reist á kostnað Ragnars. Oftar en ekki var hon- um líkt við Rómverjann forna, Maecenas, auðmann sem safn- aði að sér listamönnum og var verndari þeirra og stuðnings- maður. Sigurður A. Magnússon sagði: „Pó Ragnar í Smára væri ekki skapandi listamaður í þrengsta skilningi, var hann gædd- ur næmi, innsæi og hugarflugi listamanns í svo ríkum mæli að hann var orðinn einn mesti örlagavaldur í listasögu Islend- inga. Hann var flestum öðrum fremur ævintýramaðurinn í menningarviðleitni þjóðarinnar á þessari öld, maðurinn sem skynjaði óbeislaðan sköpunarkraft sem með þjóðinni bjó, lét sig dreyma stóra og að margra dómi óraunhæfa drauma, en átti andlegt þrek, framtak og yfirskilvitlegt raunsæi til að láta drauma sína rætast." Hugsjón Ragnars var að brjóta góðum bókum leið heim í stofu allra manna og sama átti við um tónlistina og mynd- listina. Hann gaf út fjölmargar listaverkabækur og hóf endur- prentanir á málverkum í stórum stíl. Mest um verð er þó gjöf hans til Alþýðusambands íslands árið 1961 þegar hann gaf á annað hundrað listaverk eftir helstu myndlistarmenn þjóðar- innar til stofnunar Listasafns alþýðu, málverk sem hann hefði getað selt fyrir of fjár. HAPP í MANNLEGU FÉLAGI Ragnar í Smára var einhver sérkennilegasta goðsögn Islend- inga um miðbik 20. aldar. Útlendir listamenn sem komu hing- að hrifust svo af þessum manni að þeir skírðu jafnvel börn sín í höfuð hans. Pað gerði tónsnillingurinn Adolf Busch. Halldór Laxness kallaði Ragnar „happ í mannlegu félagi“ og skrifaði margar greinar til að mæra þennan vin sinn og útgefanda. WILLISJEPPINN Ragnar gerði aldrei skriflega samninga við listamenn og for- lag hans var rekið á óvenjulegan hátt. Miðstöð þess var gamall Willis-jeppi sem upphaflega var blár og hvítur, síðan grár og grænn en blár aftur að lokum. Jóhannes Helgi lýsti þessu skemmtilega í minningargrein: „Um borð í jeppanum var skrifstofa forlagsins, fundaher- bergið og handritageymslan, minnisblöð blöktu á öllum til- tækum tökkum; samningar voru munnlegir og héldu betur en margir skrifaðir og vottfestir í bak og fyrir. Og gerðu raunar meira en að halda. Forleggjarinn borgaði ætíð meira en um var samið. . . Forleggjarinn sást helst ekki á fæti nema hjá Pósthúsinu og Hótel Borg um kaffileytið. Starfsdagurinn hófst um áttaleytið. Þá steig hann um borð í þann bláa og hóf far- aldur um borgina með viðkomu á Lögreglustöðinni (til þess að borga stöðumælasektir frá deginum áður), Sundhöllinni, Tónlistarfélaginu, prentsmiðjunni og forlaginu. Par næst hóf- ust stuttar heimsóknir til vina í hópi listamanna og þar gaf hann óspart af sjálfum sér, hvort heldur það voru fyrirfram- greiðslur upp í handrit eða málverk í sköpun - eða þá glað- vært uppörvandi viðmót sem örvaði menn til dáða. Upp úr hádegi byrjaði hann að tína upp einn og einn kunn- ingja á förnum vegi og hringsólaði með hann í korter, tuttugu Elín Jónsdóttir og eiginmaður hennar Adolf Ársæll Jóhannsson skipstjóri með börnum sínum Elínu, Jóni Adolf, Jóhanni og Gunnari Þór. Ragnar og Halldór Laxness. Samvinna þeirra hófst með stofnun Heimskringlu og útgáfu Heimsljóss og entist meðan báðir lifðu. Aftan á þessa mynd af Eddu með föður sínum hefur Ragnar skrifað: Ótrúlegt en satt - þú og ég.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.