Heimsmynd - 01.10.1990, Page 80

Heimsmynd - 01.10.1990, Page 80
Guðrún Jónsdóttir_____________________________________________ geðlæknir og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri með börnum sínum Jónínu, Ingibjörgu, Dögg, Sigurði Páli, Jóni Rúnari, tengdabörnum og barnabörnum. tengdasyninum Árna Guðjónssyni hæstaréttarlögmanni og börnunum Völvu, Árna og Andra. stjóri hjá Máli og menningu, býr með Karli Pór Benjamínssyni rennismið. b. Árni Árnason (f. 1954) vélfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Dröfn Björnsdóttur deildarstjóra hjá Úrval-Útsýn. c. Andri Árnason (f. 1957) héraðsdómslögmaður í Reykja- vík, kvæntur Sigrúnu Árnadóttur skólaritara. 2. Valva Ásgríms Ragnarsdóttir Fuller (f. 1935), verslunar- stjóri í Jacksonville í Florida í Bandaríkjunum, gift Thomas G. Fuller tæknifræðingi. Fyrri maður hennar var Bryngeir Guðmundsson bflstjóri. Börn: a. Una Bryngeirsdóttir (f. 1954), gift Sigurði Árnasyni við- skiptafræðingi í Reykjavík. b. Ása Bryngeirsdóttir (f. 1956), gift Valdimar Eiríkssyni, verkstjóra hjá Endurvinnslunni í Reykjavík. c. Atli Bryngeirsson (f. 1958) húsasmiður í Jacksonville, giftur Guðrúnu Guðmundsdóttur. d. Kári Bryngeirsson (f. 1961), kennari í Jacksonville, kvæntur Candy Bryngeirsson. YNGRI DÆTURNAR 3. Erna Ragnarsdóttir (f. 1941) innanhúsarkitekt og iðn- hönnuður, hún hefur verið búsett í París undanfarin ár. Mað- ur hennar var Gestur Ólafsson arkitekt í Reykjavík, þau skildu. Synir þeirra: a. Ragnar Kristján Gestsson (f. 1964) nemi í Reykjavík. b. Ólafur Hrólfur Gestsson (f. 1969) nemi, í sambúð með Maríu Björnsdóttur. 4. Auður Ragnarsdóttir (f. 1942) meinatæknir í Mosfellsbæ, starfar á Reykjalundi, gift Davíð Helgasyni tæknifræðingi, deildarstjóra hjá Hampiðjunni. Börn þeirra: a. Dagný Björg Davíðsdóttir (f. 1966) þjónn og nemi, gift Kára Elíassyni nema. b. Edda Ragna Davíðsdóttir (f. 1970) nemi. EINKASONURINN 5. Jón Óttar Ragnarsson (f. 1945) matvælafræðingur er einkasonur Ragnars og Bjargar. Hann lauk BS-prófi í efna- verkfræði við Edinborgarháskóla 1969, hélt síðan til MIT í Boston og lauk þaðan MS-prófi í matvælaverkfræði. Hann varð doktor í matvæla- og næringarefnafræði frá Háskólanum í Minnesota 1976. Jón Ottar kenndi við Menntaskólann við Hamrahlíð einn vetur en var lektor og síðan dósent við Há- skóla íslands á árunum 1973 til 1986. Hann lét sér þó ekki nægja á þessum árum að vera bara háskólakennari, til þess var ættlæg orka og ólga í blóði of mikil. Hann var aðalsprautan að stofnun samtakanna Lífs og lands árið 1978 sem hafa látið mjög að sér kveða í ýmsum þjóðþrifamálum, gengist fyrir ráð- stefnum, málþingum og útgáfu rita. Þá liggja eftir hann bæk- urnar Nœring og heilsa (1979) og Nœring og vinnsla (1983). Ekki lét Jón sig muna um að skrifa eina skáldsögu jafnframt þessu. Heitir hún Strengjabrúður og kom út 1983. Þó að Jón Óttar Ragnarsson léti töluvert til sín taka í opin- berri umræðu var það þó fyrst árið 1986 að nafn hans varð á allra vörum. Þá gekkst hann fyrir því að stofna sjónvarpsfyrir- tækið Stöð 2 og gerðist sjálfur sjónvarpsstjóri. Er skemmst frá því að segja að fyrirtækið varð brátt stórt í sniðum með dreifi- kerfi um allt land og hundruð starfsmanna - og miklar skuldir. Sjálfur lét Jón sér ekki nægja að vera einungis sjónvarpsmað- ur, heldur var hann einn helsti dagskrárgerðarmaður stöðvar- innar og andlit hans var tíður gestur á skjánum af ýmsum til- efnum. Þótti mörgum hann ekki láta þar ljós sitt undir mælik- er. Óþarfi er að rekja hvernig skuldastaða Stöðvar 2 varð til þess að Jón Óttar og vinir hans misstu þar meirihluta snemma á þessu ári. Það var framhaldssaga sem öll þjóðin fylgdist grannt með. Nú situr hann og skrifar endurminningar og skáldsögu. Jón Óttar Ragnarsson hefur fengið drjúgan skerf af þeirri óhemjuorku sem einkennir margt af Mundakotsfólki og líkist að því leyti föður sínum þó að öðru leyti séu þeir gjörólíkir. Fyrsta kona Jóns Óttars var Ingibjörg Edda Edmundsdóttir en hún lést árið 1978. Hann kvæntist öðru sinni Sigrúnu Stef- ánsdóttur sjónvarpsfréttamanni en því hjónabandi lauk með skilnaði. Þriðja kona hans var Aldís Elfa Gísladóttir sem hann giftist með pomp og pragt á sjónvarpsstjóraárunum að við- stöddu stórmenni svo að öll þjóðin fylgdist með. Einkamál Jóns Óttars urðu um þær mundir efni í blaðagreinar sem ekki eiga sér hliðstæðu hér á landi. Hjónabandi Jóns og Elfu mun nú lokið. ÞJÓNN GUÐS B. Jóhann Guðjón Jónsson (1895-1949) hét elsti bróðir Ragnars í Smára og var hann níu árum eldri. Sá fékk brjóst- himnubólgu 17 ára gamall og hóf þá að þroska anda sinn með bóklestri og íhugun. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur sagði að Jóhann hefði gerst einn hinn fjölfróðasti ungur mað- ur á Eyrarbakka og hann hefði aldrei kynnst göfugri né heil- steyptari manni. Yfir honum var kyrrð og ró og allt líf hans einkenndist af reglusemi, alvöru og djúphygli. Sennilega hefur honum kippt meira í móðurkynið en föðurkynið. Um 1918 kom mælskumaður mikill til Eyrarbakka til að boða trú sjö- unda dags aðventista. Ekki var mikið um andlegar hræringar á Bakkanum um það leyti og greip boðskapur þessa manns um sig eins og eldur í sinu meðal ungs fólks. Einn af þeim var Jóhann í Mundakoti. Hann gerðist aðventisti, fluttist til Reykjavíkur í bækistöð safnaðarins og hóf að kenna á vegum hans. Hann leit á sjálfan sig sem þjón Guðs. Ekki kvæntist hann né átti börn. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson sagði í minning- 80 HEIMSMYND i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.