Heimsmynd - 01.10.1990, Side 84

Heimsmynd - 01.10.1990, Side 84
nœturlífinu. Það er af sem áður var. Unga fólkið fer ekki út á skemmtistaði til að drekka sig stútfullt heldur til að dansa þar til svitinn bogar af því. Tónlistin er taktföst, fatnaðurinn ber keim af stilleysi áttunda áratugarins og leifum þess sjöunda. Þykkbotna skór eins og þeir sem skvísurnar keyptu á High Street Kensington, mussur og útvíðar gallabuxur. Þið vitið að krökkunum er óhætt ef þeir eru svona klæddir — eða hvað? Forkólfar þessara strauma kalla sig Pakkhús postulanna en þeir eru aðeins lítill angi af hreyfingu sem fer eins og eldur í sinu um næturklúbba í Evrópu og Bandaríkjunum. 84 HEIMSMYND ný kynslóð, ný gildi, ný tónlist, ný tíska en síðast en ekki síst nýtt skemmtanalíf. Ungt fólk sem kemur saman til að skemmta sér í stað þess að láta skemmta sér, í umhverfi sem það sjálft hefur skapað, oft á stöðum þar sem engum hefði áður látið sér detta í hug að hægt væri að dansa. Þau klæðast litríkum fötum, sum- ir í íþróttaskóm og íþróttabuxum, aðrir í útvíðum gallabuxum og mussum, flestir með friðarmerki, eða einhvers konar galdrastafi um hálsinn. Þessi litríki hóp- ur flykkist inn í skemmur eða út á engi og dansar og dansar fram undir morgun, ekki til að setja met heldur til þess eins að skemmta sjálfum sér. Er nema von að yfirvöldum og eldra fólki blöskri? Þótt slagorð eins og frelsi, friður og ást heyrist oft í þessum hópi og bæði fata- og hártíska sé að hluta til fengin að láni hjá hippunum gömlu er hér ekki um endurvakningu hippahreyfingarinnar að ræða. Skýringa er mun fremur að leita í tíðarandanum. Frjálslyndi er ríkjandi hjá ungu fólki og merkja má greinilegt frá- hvarf frá gildum uppatímabilsins þar sem vinna, samkeppni og efnishyggja hafa haft yfirhöndina. I stað þess að leita lífs- hamingjunnar í dauðum hlutum er leit- inni snúið inn á við. Börn neysluþjóðfé- lagsins vilja fá að skemmta sér sjálf í stað þess að láta aðra skemmta sér, vera virk- ir þátttakendur í stað þess að láta mata sig. Þau vilja gera eitthvað nýtt, brjótast undan viðteknum venjum og hefðum. Til hafa orðið tveir hópar hér á landi, annars vegar Pakkhús postulanna og hins vegar 26. maí hópurinn, sem hafa það að markmiði að stuðla að bættu næt- urlífi með því að gera einstaklinginn að virkum þátttakanda. Lykilorðið er að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.