Heimsmynd - 01.10.1990, Page 99

Heimsmynd - 01.10.1990, Page 99
A special section _ on global affairs prepared for Heimsmynd TheWorldPaper LÍKNESKJUM OG LAGABOÐUM STEYPT AF STALLI Timburmenn Austur-Evrópu EFTIR LESZEK MAZAN í Prag, Tékkóslóvakíu í DESEMBER 1989 var rauða teppinu rúllað út að flugvél- inni á Ruzyno flugvellinum í grennd við Prag. Thomas Bata, sem víðkunnur er fyrir skóverksmiðjur sínar í Evr- ópu þótt sjálfur hafi hann aðalstöðvar í Toronto í Kanada, var kominn heim eftir fimmtíu ára fjarveru. Strax í fyrsta viðtali sínu tók hann fram að tilgangurinn með heimkomu sinni væri að beina „straumi amerískra dollara til þessa hluta Evrópu, endurnýja sín gömlu fyrirtæki, nú undir stjórn ríkisins, og kenna Tékkum og Slóvökum aftur að gera almennilega skó.“ Hópur nokkurra þúsunda manna myndaði kór, sem heilsaði honum með söngnum: „Lengi lifi kapítalisminn! Við viljum lýðræði í Bata skóm! Við viljum ekki koma ber- fættir inn í Evrópu aftur!“ í ágúst 1990 sagði fulltrúi Bata fyrirtækisins í Prag um þetta nýjasta framtak stjórnarformanns þess. „Hingað til hefur ekkert gerst. Yfirmaður minn nær ekki sambandi við tékknesku ríkisstjórnina. Samt er nokkur von ennþá; eitt af þeim skilyrðum, sem Bata setti fyrir því að hann færi að fjárfesta í nýjum tæknibúnaði var að frjálsar kosningar færu fram í Tékkóslóvakíu og þær hafa nú þegar farið fram.“ En flestum Tékkum fannst að kosningamar kæmu Bata harla lítið við. Mundi hann heimta nýja stjórnarskrá næst? Reyndar telur Thomas Bata, kanadískur borgari og ráð- gjafi Vaclavs Havel, að ný stjórnarskrá, sem umturni hinu gamla stjómarfari, sé brýnasta verkefni þjóðarinnar. Hann neitar að leggja svo mikið sem grænan eyri til hagkerfisins fyrr en ákvæðum nýrrar stjórnarskrár hefur verið hrint í framkvæmd; þegar ný ungfrú Tékkóslóvakía var kjörin á dögunum bauð Bata engin verðlaun, ekki svo mikið sem par af skóm! Hið breiða bros kapitalismans sem blasti við ahnenningi Austur-Evrópu fyrir skömmu virðist nú ekki lengur svo vinsamlegt; það er kvíðvænleg sjón Austur-Evrópubúum, sem enn hafa enga tryggingu fyrir því að alræðisstjórnir séu útdauðar, búa við takmarkað innra öryggi og eru peninga- lausir. HEIMSMYND 99 I- E tl- b- L+
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.