Heimsmynd - 01.10.1990, Qupperneq 103

Heimsmynd - 01.10.1990, Qupperneq 103
The WorldPaper ____________________TIMBURMENN AUSTUR-EVRÚPU Óþægindavaldar verða yfirvöld Frammámenn umbyltingar í nýrri Austur- Evrópu Pólland: Lech Walesa Kommúnistarnir kölluðu kynslóð hans „böm Alþýðu-Póllands“. En þegar börnin uxu upp snerust þau gegn „Al- þýðu-Póllandi“ kommúnistanna. Lech Walesa er lifandi dæmi um þær innri mótsagnir kommúnismans, sem að lokum leiddu til hruns hans. Walesa hóf feril sinn sem rafvirki í Lenín skipasmíðastöðinni í Gdansk, dæmigert fyrirtæki sósíalískrar iðnvæð- ingar Póllands, sem lagði höfuðáherslu á þungaiðnað og lagði stolt sitt í að fá bændur til að snúa baki við úreltu land- búnaðarhagkerfi og umbreytast í stétt- vísa verkamenn. En þráttarhyggjan hamlaði framsókn þeirra. Hinn sósíah'ski iðnaður gat ekki staðist vestræna samkeppni og brátt urðu stóru kolanámurnar, stálverk- smiðjurnar og skipasmíðastöðvarnar höfuðvígi mótþróafullra verkamanna. Hækkanir stjórnvalda á verði matvæla í desember 1970 hrundu af stað harka- legum mótmælaaðgerðum. Meðal hinna ungu verkamanna, sem fóru í verkfall, var Lech Walesa. Þegar næsta alda verkfalla reið yfir Pólland 1980 kom Walesa fram á sjónar- sviðið sem forystumaður hreyfingarinn- ar. Meira að segja herlögin, sem sett voru á 1981, dugðu ekki til að hnekkja hreyfingunni eða brjóta leiðtogann á bak aftur og hann hlaut friðarverðlaun Nóbels 1983. Eftir að Gorbatsjoff kom til valda tók það fjögur ár í viðbót að fá pólska Kommúnistaflokkinn til að afsala sér völdunum og fá Samstöðu stjórnina í hendur. En Lech Walesa er nú - þrátt fyrir endurteknar fyrri full- yrðingar um að hann mundi með ánægju draga sig í hlé - tilbúinn í slaginn um forsetatignina. Að þessu sinni mætir hann þó andstöðu sinna fyrri vina í Sam- stöðu og ríkisstjómarinnar undir forystu Tadeusz Mazowiecki. Walesa - glað- beittur sem jafnan áður - krefst nýrra kosninga og hraðari umbyltingar til frjáls markaðar og fjölræðiskerfis. Eftir Daniel Passent, ritstjóra WorldPaper Ungverjaland: Laszlo Rajk Á SAMA TÍMA og Pólland átti sinn Walesa og Tékkóslóvakía sinn Havel sem persónugervinga umbótaviljans, var umbótahreyfingin í Ungveijalandi næst- um án andlits - með einni verulegri und- antekningu. Sú undantekning er Laszlo Rajk. Síðan í uppreisninni 1956, þegar margir leiðtogar hennar voru myrtir í blóðugum hefndaraðgerðum, hefur and- staðan að mestu takmarkast við varkára og hugdeiga menntamenn. Fyrsti Ungverjinn, sem lagði allt sitt úndir og bauð Kadarstjórninni óhikað birginn, var Laszlo Rajk. Eldmóður hans átti sér djúpar persónulegar rætur: Á árinu 1949 var faðir hans, fyrrum ut- anríkisráðherra í ríkisstjórn kommún- ista, dæmdur til dauða í sýniréttarhöld- um og hengdur. Laszlo óx upp án þess að þekkja deili á foreldrum sínum. Júh'a móðir hans gaf syninum nafn föðurins eftir aftöku hans. Brátt var Júlía handtekin og sveininum komið fyrir á munaðarleysingjahæli. Ár- ið 1956 hóf Júh'a leit að týnda syninum og tókst nokkrum mánuðum seinna að hafa uppi á honum. Eftir því sem sveinninn eltist varð svipmót hans og föðurins æ sterkara. Framaferill Rajks sem upprennandi arkitekts endaði skyndilega árið 1981 vegna atburðanna í Póllandi. Hann kom þá á fót samizdat (leyni)útgáfufyrirtæki, sem kallað var Rajk-búðin og réðst op- inskátt og heiftarlega gegn ríkisstjórn kommúnista. Á árinu 1988 stofnuðu hann og Janos Kis Samband ungra demókrata, sem nú er næststærsta pólit- íska hreyfingin í Ungverjalandi. Rajk varð einn af ellefu leiðtogum sem mynda forystu flokksins og á þessu ári var hann kosinn á þing landsins. Eftir Leszek Mazan í áætlunum Kremlarmanna um framtíð- arríkisstjórn Tékkóslóvakíu, sem gerðar voru meðan á „flauelsbyltingunni“ stóð í nóvember 1989, var alls ekki ráð fyrir því gert að lyfta Vaclav Havel í stól for- seta. Núna hanga andlitsmyndir af drengja- legum og brosmildum forsetanum í kennslustofum og opinberum skrifstof- um. Á myndunum er Havel kominn í jakkaföt í stað kunnuglegu, gráu peys- unnar sem hann klæddist í nóvember þegar hann flutti sína frægu ræðu frammi fyrir þeirri rúmlega einni milljón manna, sem safnast hafði saman á Vaclavtorgi. Vegna borgaralegs uppruna Havels höfðu yfirvöld kommúnista ekki leyft honum að sækja framhaldsskóla og eng- inn listaskóli fékkst til að taka við hon- um. Fyrst í stað varð hann að sætta sig við ýmis óbreytt verkamannsstörf, en seinna fékk hann að spreyta sig sem að- stoðarleikstjóri og loks sem sjónleikja- höfundur. Havel varð fljótt virkur í þeirri pólit- ísku umbótahreyfingu, sem kennd er við vorið í Prag 1968. Eftir innrás Sovét- manna sama ár var ekkert pláss laust fyrir hann í opinberu menningarlífi Tékkóslóvakíu. Aftur sneri hann sér að verkamanna- vinnu, meðan leikrit hans voru gefin út erlendis. Árið 1977 undirrituðu Havel og aðrir andófsmenn Charta 77 - mann- réttindayfirlýsingu, sem leiddi til ítrek- aðra húsrannsókna hjá honum, yfir- heyrslna og fangelsisvistar. Yfirvöld hertu stöðugt tökin og allt í allt eyddi Havel fimm árum í fangelsi. Havel stofnaði Borgaravettvang 18. nóvember 1989 eftir að lögreglan braut stúdentamótmæli á bak aftur með ruddalegum aðferðum, og hann varð óðar stærsta löglega stjórnarandstaðan í Tékkóslóvakíu. Havel var feiminn og ljóslega hrærður (og í buxum sem fóru honum illa), þegar hann sex vikum síðar var kjörinn fyrsti forseti Tékkóslóvakíu síðan 1948, sem ekki var kommúnisti. Hann lýsti því strax yfir að brýnasta markmið hans væri að leiða landslýð til frjálsra lýðræðislegra kosninga, sem síð- an fóru fram 12. júlí 1990. Nýja þingið endurkaus Havel, sem nú var orðinn miklu reyndari - og betur klæddur. Eftir Arpad Simenfalvy HEIMSMYND 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.