Heimsmynd - 01.10.1992, Page 10

Heimsmynd - 01.10.1992, Page 10
ítt NÝ H;lTi iHtNJNII N Di'JÍN mBZh Bubbi Morthens tónlistarmaður gerði víðreist í sumar með tónleikahaldi í samvinnu við Visa Island og gerði það gott. Nú er ný hljómplata með kempunni að koma út í lok mánaðarins en sú plata var hljóðrituð á Kúbu hvorki meira né minna. Bubbi fór til Kúbu síðastliðið vor ásamt Eyþóri Gunnarssyni og í sameiningu hljóðrituðu þeir nokkur ný lög og texta eftir Bubba og nutu við það aðstoðar innfæddra músíkanta úr hljómsveitinni Sierra Maestra sem er virt þarlendis. Nú er verið að vinna að því að fá Sierra Maestra til Islands til að leika á útgáfutónleikum Bubba. SJÓNVARPS- FRÉTTAKONA GIFTIR SIG Helga Guðrún Johnson íýrrum sjónvarps- fréttakona gekk í það heilaga á dögunum og hinn heppni sem heitir Kristinn Gylfi Jóns- son er reyndar formaður Félags íslenskra svínabænda. Athöfnin fór fram í dómkirkj- unni en veislan á eftir var haldin í Akoges- salnum í Sigtúni. Hjónakornin eyða nú hveitibrauðsdögunum í París. Helga Guðrún lét af störfum hjá Stöð 2 nýlega og er með viðtalsbók á jólabókamarkaðnum við Lydiu Pálsdóttur Einarsson. Það má reyndar geta þess til gamans að fleiri fréttakonur gengu í það heilaga því Kristín Helga Gunnarsdóttir einnig fréttakona á Stöð tvö giftist Helga Geirharðssyni þennan sama dag. I LÆKJARGÖTU OPNAR AFTUR Gamla góða Tunglið var opnað á dögunum og þetta heiðurs- fólk lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á staðinn. Skúli Mogenssen slær kumpánlega á öxl Ingibjargar Pálmadóttur en Tommi í Hard Rock lítur undan. ROSANNE BAÐAR SIG OG KVEÐUR Hin riðvaxna brandarakerling, Rosanne Barr, hefur kvatt íslenska sjónvarpsáhorfendur í bili. Þessi sjálfshæðna og gagnrýna fitubolla hefur ýmist glatt eða gramið aðdáendur sína með uppátækjum sínum í gegnum tíðina en það er eitt næstum óumdeilanlegt að hún er fynd- in. Hún hóf feril sinn sem skemmtikraftur og gengilbeina á veit- ingahúsi í Denver. Árið 1983 sló hún í gegn sem brandarakerling í Los Angeles og fimm árum seinna hóf hún samvinnu við ABC sjón- varpsstöðina og þættirnir um Rosanne urðu til. Arið 1991 náðu sjónvarpsþættirnir fimmta sæti á vinsældalista bandarískra sjónvarps- áhorfenda og þessi þriggja barna móðir þarf því ekki að óttast um pyngjuna í bili. A myndinni sést hún með augum ljósmyndarans Annie Leibovitz þar sem hún bregður á leik með eiginmanni sínum, Tom Arnold. HEIMS 10 MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.