Heimsmynd - 01.10.1992, Page 19

Heimsmynd - 01.10.1992, Page 19
málum (það er ASÍ, BSRB, BHMR og SÍB). Afleiðingin er lítil sam- staða meðal launþega. Auk þessa veikleika skortir launþegahreyfmg- una og vinstri flokka valdatæki til jafns við samtök atvinnurekenda og stjórnmálaflokka þeirra, það er Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðis- flokkinn. Sem dæmi má nefna að viðskipta- og hagfræðingar sem starfa hjá heildarsamtökum atvinnurekenda eru fjórum sinnum fleiri en þeir/þær sem starfa fyrir heildarsamtök launþega. Þessir aðil- ar eru ekki aðeins mikilvægir við gerð kjarasamninga heldur einnig fyrir hugmyndafræðiumræðu sem á sér stað í samfélaginu á hverjum tíma. Yfirburðir atvinnurekenda og flokka þeirra eru enn skýrari þeg- ar litið er til fjölmiðla. Þau blöð sem lengst eru til hægri, DV og Morg- unblaðið, ráða í dag um 4/5 af dagblaðamarkaðnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ríkt yfir íslenskum stjórnmálum allt lýðveldistímabilið, eins og kemur fram þegar skoðað er hversu lengi einstakir flokkar voru í ríkisstjórn á tímabilinu 1944-1991. Sjálfstæð- isflokkurinn var 418 mánuði, Framsóknarflokkurinn 353 mánuði, Al- þýðuflokkurinn 289 mánuði, Alþýðubandalagið og forveri þess Sósí- alistaflokkurinn voru 184 mánuði í ríkisstjórn. Aðrir flokkar hafa mun sjaldnar átt ráðherra í ríkisstjórn eða hafa aldrei verið í ríkisstjórn. Ægivald Sjálfstæðisflokksins og smæð íslenskra fyrirtækja hefur leitt til þess að ríkjandi efnahagsstefna hefur fyrst og fremst verið skammtímastefna. Hún hefur snúist um skammtímavanda útflutn- ingsgreina og framleiðsluaukningu í sjávarútvegi, en nýsköpunarstarf- semi hefur setið á hakanum. Rikisvaldið hefur ekki haft burði til að taka yfir hlutverk langtíma stefnumörkunar, þar sem ráðuneyti eru of smá og valdakjarninn í ríkisgeiranum, sem starfar á stefnumörkunar- sviði er afar fámennur eða um 51 einstaklingur1. Þetta er ein afleiðing þess að Island er örsmátt hagkerfi. Þessi lýsing á íslensku hagkerfi bendir til þess að ekki sé í landinu valdamikill innri hringur kaupsýslumanna, eða „kolkrabbi“, sem ásamt valdakjarna ríkisvaldsins er þess megnugur að koma sér saman um langtíma efnahags- og atvinnustefnu. Valdastétt d villigötum Þetta er einmitt kjarni vandans. í landinu er enginn aðili, sem get- ur tekið af skarið um það hvernig íslenskt efnahagslíf og samfélag á að þróast. í þessum skilningi ríkir forystukreppa í stjórnmálum og at- vinnulífi landsmanna. f stað þess að setja fram langtíma þróunaráætl- un, fást ríkisstjórnir við að leysa skammtímavandamál útflutnings- greina eftir að vandi þeirra er orðinn óbærilegur. Þannig eru ríkis- stjórnir í stöðugum vítahring, sem þær komast ekki út úr. í grófum dráttum má segja að aðeins séu tvær þróunarleiðir fyrir ís- land þegar til lengri tíma er litið. Annars vegar leið nýsköpunar og há- tækni iðnþróunar. Hins vegar er leið lágtækniþróunar í anda þeirrar þróunar sem hingað til hefur verið ríkjandi. Hún felst í vaxandi sókn á djúpmið, aukinni erlendri stóriðju ásamt fríiðnaðarsvæðum á Mið- nesheiði og víðar. Fyrri leiðin er líkleg til að auka mest þjóðartekjur þegar til lengri tíma er litið, enda hafa rannsóknir hagfræðinga sýnt að öflug nýsköpunarstarfsemi er mikilvægari til að efla hagvöxt, en lág laun og lágir fyrirtækjaskattar, sem áhersla er lögð á hér á landi eins og í löndum þriðja heimsins. Seinni leiðin mun auka stöðnun íslensks efnahagslífs enn frekar. Seinni leiðin er þó sú sem flest bendir til að verði farin. Megin ástæðurnar eru í fyrsta lagi þær að íslensk fyrirtæki eru yfirleitt örsmá fjölskyldufyrirtæki og samvinna milli þeirra og samruni er sjaldgæfur. Þau hafa líka mikla tilhneigingu til að staðna því börn eigendanna, sem í flestum tilfellum eru alin upp í fyrirtækjunum, taka við rekstri þeirra þegar frumkvöðlarnir falla frá. Inn í fyrirtækin koma ekki stjórnendur með nýjan hugsunarhátt. í öðru lagi, til að ná árangri í ný- sköpunarstarfi á íslandi og koma því í flokk framsæknustu nýsköpun- arlanda Vesturlanda þyrftu framlög til rannsókna- og þróunarstarf- semi að minnsta kosti að fimmfaldast. Utgjöld fyrirtækja og hins op- inbera þyrftu þá að aukast um tíu milljarða króna á ári. Ólíklegt er að framlög til rannsókna- og þróunarstarfsemi muni aukast verulega á næstunni. I þriðja lagi yrði að byggja upp nýsköpunarnet fyrirtækja og opinberra aðila, sem myndi skapa farveg samruna íslenskrar sérþekk- ingar og hátækni. Eins og kom fram að ofan eru hvorki forsendur í fyr- irtækjunum né embættiskerfi til að þróa slíkt nýsköpunarnet. Það hef- ur ekki verið og er ekki vilji til þess af hálfu stjórnvalda. I stuttu máli má segja að þörf sé á iðnbyltingu hugarfarsins á Is- landi. Atvinnurekendur og stjórnmálamenn eru í flestum tilfellum fastir í úreltri stóriðjuhugsun orkufreks iðnaðar. Þessir aðilar eru einnig fastir í úreltum hugmyndum um aðskilnað hins opinbera og markaða. Velgengni Japana, Taiwan og S-Kóreu staðfestir að öflug nýsköpunarstarfsemi, þróun hátækniðnaðar, virkt samstarf fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og gott samstarf fyrirtækja og opinberra að- ila hefur tryggt þessum löndum meiri hagvöxt en gengur og gerist á Vesturlöndum. Hér á landi hefur stefna ríkisstjórna á undanförnum árum verið gjörólík þessu. Hún hefur snúist um fátt annað en einka- væðingu, að því er virðist án fyrirheits eða nokkurrar langtímahugsun- ar. Það vill gleymast að einkavæðing getur aldrei verið markmið í sjálfu sér. Kolkrabbar og krossfiskar Spyrja má hvort fyrirtækin í landinu geti tekið af skarið og bætt fyr- ir mistök stjórnmálamanna. Það gætu þau gert með auknu samstarfi í framtíðinni á sviði nýsköpunar. Sú er ekki raunin hvað íslensk fyritæki varðar. I nýlegri rannnsókn, Innri hringurinn og íslensk fyrirtæki2, kemur til dæmis fram að sjaldgæft er að fyrirtæki tengist í gegnum stjórnarmenn þeirra. Það er því ekki á öflugu fyrirtækjaneti að byggja. Valdamestu einstaklingar landsins eru í stjórnum tiltölulega fárra fyr- irtækja og völd þeirra fremur lítil ef miðað er við fjölda starfsmanna sem undir þá heyra eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu. Þeir tengja ósjaldan saman fyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum. Stjórnar- menn íslenskra fyrirtækja líkjast meira krossfiskum' en kolkröbbum. Algengast er að fyrirtæki í tryggingastarfsemi, sjóflutningum og flugi tengist öðrum fyrirtækjum gegnum sameiginlega stjórnarmenn. Tengslin eru þó nánust milli fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja. Tengsl nýsköpunarvænlegra fyrirtækja á íslandi við önnur fyrirtæki virðast lítil að umfangi í ljósi úrtaksfyrirtækja. Þetta er í takt við fram- lög til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. I rannsókninni sem nefnd var hér að ofan eru öll fyrirtæki í land- inu sem eru 15 ársverk að stærð eða stærri skoðuð með tilliti til hvort þau tengjast gegnum sameiginlega stjórnarmenn. Gengið er út frá því í rannsókninni að nýsköpunarvænleg fyrirtæki á Islandi séu þau fyrir- tæki sem annars vegar búa yfir sérþekkingu sem íslenskt hagkerfi er 1 ívar Jónsson, Velferðarkerfi fyrirtækja og heimila í ljósi valdavægis stéttanna í Þjóðmálum 1991. 2 Fannar Jónsson og ívar Jónsson, Innri hringurinn og íslensk fyrirtæki, Reykjavík 1992. HEIMS 19 MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.