Heimsmynd - 01.10.1992, Síða 22

Heimsmynd - 01.10.1992, Síða 22
ar á breiðgötum borgarinnar séð á forsíðum verstu ensku skítablaðanna myndir af Söru Ferguson við sundlaug í St. Tropez ásamt með- ur Jóni þessum, frænda J.R. Ewing frá Dallas í Texas. Sá Jón er Ijóti kújóninn, segir Nóri: Mér hefur alltaf verið hlýtt til Windsor-fjölskyld- unnar, einkum hennar Elísabetar, frænku Er- lendar Einarssonar, fýrrverandi Sambands- forstjóra úr Mýrdalnum. Það hefur gengið á hoppi og híi með ástafarið í þeirri tignu ætt, til dæmis hjá systrum drottningarinnar Margréti og Onnu, ég tala nú ekki um hann Edda heit- inn og frú Simpson. Allt er það þó hreinasti barnaleikur í samanburði við þessar bandvit- lausu tengdadætur sem lagðar hafa verið á aum- ingja Betu og Filippus. Það er engu líkara en stelpugálurnar séu á snærum and-royalista á Bretlandi og má mikið vera ef þær eiga ekki eft- ir að ríða mónarkíinu að fullu. Heldurðu að strákarnir hennar Elísabetar séu bara nógu líflegir fyrir þessar stelpur? spyr ég spekingslega: Eg hef aldrei séð þá nema á myndum en hann Páll Heiðar, sem er reyndar frændi Erlendar og þá væntanlega skyldur þeim líka, sá ævinlega um að útvega piltunum ána- maðka og þvíumlíkt meðan þeir voru lausir og liðugir og renndu árlega fyrir lax austur í Vopnafirði. Páll tilbiður allt kóngafólk, bæði skylt og óskylt, en hann hefur viðurkennt, þeg- ar fáir heyra til, að sér hafi þótt strákarnir dálít- ið í daufari kantinum handa þessum spræku stelpum. Manstu eftir henni Missí sem hneykslaði alla heimsbyggðina í gamla daga? segir Nóri og leggur frá sér silfurhúðuð amboðin að loknu því afreksverki að sporðrenna einni af stærstu kótilettum Evrópu. Hvaða Missí var það? spyr ég. Hún María Rúmeníudrottning, auðvitað. Hvernig er það með þig, kanntu ekkert í mann- kynssögu? segir Nóri: Nú skulum við fá okkur desert. Hún Missí var fjandi létt á bárunni. Það fóru svæsnar sögur af henni og misvel ættuðum hestastrákum bæði fyrir og eftir giftingu henn- ar. Missí var náskyld flestum þjóðhöfðingjum Evrópu, afi hennar í móðurætt var Alexander II Rússakeisari og amma hennar í föðurætt Vikt- oría Englandsdrottning, svo að ýmsum þótti tiltökumál hver saug á henni tærnar. En eftir að æskufjörið hætti að hlaupa með hana út í móa og skógarrjóður, gerðist Missí hin ábyrgasta og mætasta drottning. Og hún eignaðist sex börn, þar af varð einn kóngur, tvær drottningar og ein erkihertogaynja af Austurríki, svo að af- komendur Missíar gömlu eru engir slordónar, skal ég segja þér. En Missí bjó að meðfæddri göfgi sinni, þótt brokkgeng væri, og þar skilur með henni og tengdadætrum Elísabetar frænku hennar. Nú kemur aðvífandi eigandi veitinga- hússins, hávaxinn og virðulegur miðaldra mað- ur í bisnismannafötum. Hann heilsar mér glað- beittur eins og gömlum félaga úr hernum, virð- ir Nóra fýrir sér með velþóknun og segir að það sé ómetanlegur heiður að kynnast honum, enda er Nóri fínn í tauinu að vanda, í silfurgrá- um hrásilkifötum með heiðbláu, köflóttu teinamynstri, tvöfaldar líningarnar á rjómagulu skyrtunni hans standa myndarlega fram úr jakkaermunum, prýddar demantsbúnu gull- hnöppunum, sem mamma hans gaf honum á fimmtugsafmælinu í fýrra. Veitingamaðurinn tilkynnir að hvers konar eftirréttir, svo og kaffi, líkjörar og koníak í ómældu magni, standi okkur til boða á kostnað hússins, enda sé það ekki nema lítilfjörlegur þakkarvottur fýrir þá guðsblessun að við skul- um kíkja við á Bajamar að fá okkur bita. Hvaða Rafael var hann að tala um? spyr Nóri, þegar veitingamaðurinn er farinn. Rafael Frúbeck de Burgos, frægasta hljóm- sveitarstjóra Spánverja, sem er standgestur hér, segi ég: Hann er mikill matgoggur og á sífelld- um þönum um víða veröld að stjórna hljóm- sveitum og kórum. Þegar við fórum fýrst sam- an að eta fisk á Hótel Holti, hafði hann verið í fæði í London samfleytt í sex vikur en sagði að þetta væri fýrsta æta máltíðin sem hann hefði fengið síðan hann fór frá Spáni. Hann borðaði á Holti alla dvöl sína á íslandi, sagðist hafa ein- faldan smekk, vildi aðeins það besta. Rafael sagði mér að besti matsölustaður í heimi væri Bajamar í Madrid og það liggur við að ég trúi honum. Já, hann hlýtur að vera afburðagóður hljóm- sveitarstjóri, segir Nóri og bendir á „perutertu undir karamelluhúðuðu Wellington-frauð- þaki“ sem er dýrasti ábætirinn á matseðlinum: Þetta ætti að vera ljúffengt. I hádeginu höfðum við sannarlega ekki fastað, því að ég fór með Nóra á „bjórkrá“ í Calle del Carmen. Það þótti honum undarlegt því að hann er ekkert gefinn fýrir bjór eða aðra áfenga drykki, og lá við að honum mislíkaði við mig þar til hann sá hvað „cervecería“ þýddi í raun og veru, staður þar sem rækjur, skelfiskur og aðrir sjávarréttir í tugatali eru framreiddir á smádiskum handa standandi bisnismönnum sem leika sér að því að svína út sagi stráð marm- aragólfið. Flestir drekka hvítvín svo að bjór- stofu-nafngiftin er hálfgerður brandari. Þetta fór allt vel í Nóra og hann hesthúsaði meðal annars tylft af risarækjum. Veistu það, segir Nóri þegar karamellukrýnt frauðfjall hefur verið sett fýrir hann, að ég hef verið að hugsa dálítið um þessa andalúsísku karla, eins og pabba hans Ignacios vinar þíns, sem búa í fjarlægum borgum en eiga heilar sveitir og þúsundir manna búa og vinna á landi þeirra alla sína ævi. Sjálfir nenna karlarnir ekki að hanga yfir búskapnum, fela hann ráðsmönn- um og eyða megninu af afrakstrinum utan byggðarlagsins eða leggja inn á reikninga í er- lendum bönkum. Allir eru sammála um að þetta fýrirkomulag sé til háborinnar skammar, enda líðst svona miðaldasukk hvergi í Evrópu 11 lengur nema á Spáni. En hvað er í uppsiglingu á Islandi? Margfalt verra hneyksli. Það á að færa fáeinum einstakl- ingum, nokkrum fjölskyldum, að gjöf öll fiski- miðin umhverfis landið, þá auðlind sem meira að segja er lögbundin sameign íslensku þjóðar- innar. Og ætli þróunin verði þá ekki svipuð hjá sægreifunum okkar og landaðlinum hér á Spáni? Frystitogararnir þeirra, mannaðir ein- valaliði frá Austur-Evrópu, selja allan fiskinn í erlendum höfnum og taka þar olíu og próvíant. Og skyldi þá ekki verða minni og minni ástæða fýrir þá að hanga sjálfir norður við Dumbshaf? Þar verður fátt við að vera fýrir þá sem hafa ótakmörkuð fjárráð til að gera sér og sínum líf- ið skemmtilegt og skrautlegt. Krummaskuðin þar sem þetta lið er upp vaxið, verða sífellt hryssingslegri og ótótlegri eftir því sem fleira landverkafólk missir vinn- una. Það er alls ekki hægt að láta viðkvæm börn sín horfa upp á þá fátækt og lágkúru sem af þessu leiðir, segir Nóri og er nú búinn með frauðþakið og kominn niður á perutertuna. Hann þurrkar sér um munninn og heldur áfram: Auðvitað flytur kvótaaðallinn fýrr eða síðar burt frá íslandi á einhvern þægilegan stað þar sem ekki er verið að spyrja væminna spurn- inga um félagslegar afleiðingar eða siðferðileg sjónarmið þegar viðskipti eru annars vegar. Fólk vill fá að njóta eigna sinna í friði, eins og eðlilegt er, segir Nóri: Heldurðu að manni þætti til dæmis jafn notalegt að borða þennan fína mat hérna ef maður sæi soltin andlit á glugganum? Ég er nú aldeilis hræddur um ekki. Og þess vegna flytjast kvótafjölskyldurnar af landi brott. Peningarnir, sem hafast upp úr krafsinu, lenda inni á bankareikningum og í verðbréfasjóðum hingað og þangað um heim- inn á nafni hlutafélaga með heimilisfang á Jers- ey, Jómfrúareyjum eða í Lichtenstein, en eig- endur íslensku fiskimiðanna eru frjálsir að því að taka sér bólfestu þar sem þeir telja að best fari um sig. Ég yrði ekki hissa þótt eitthvað af kvótafólk- inu vildi slá sér niður hér suður frá, segir Nóri: Það er sjálfsagt allt í lagi að dvelja hér langdvöl- um, þrátt fýrir hitakófið, ef maður þarf ekki að vinna neitt en hefur samt skítnóga peninga. Vel á minnst, þú borgar núna, þetta er svo hrika- lega dýrt. Það er af því að þú étur svo mikið, segi ég. Sérðu eftir matnum ofan í mig, skömmin þín? segir Nóri: Þú hefðir líklega átt að klára lögfræðina og ganga í utanríkisþjónustuna eins og mamma þín sagði þér að gera. Þá hefðum við getað kýlt okkur út á kostnað íslensku þjóð- arinnar. Heldurðu að það hefði verið munur.l HEIMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.