Heimsmynd - 01.10.1992, Side 27

Heimsmynd - 01.10.1992, Side 27
Sögur af meintu símtali Diönu og James Gilbey hafa sett allt á annan endann í Bretlandi. Gilbey sem er góðvinur Díönu ku hafa mikið aðdráttarafl á konur og því svo sem ekkert skrýtið þó Diana félli fyrir honum. [ símtalinu tjá þau hvort öðru ást sína og segir hún ástandið óbærilegt án hans. Hann hvetur hana til þess að bíta á jaxlinn og bera höfuðið hátt. Það var breska slúðurblaðið Sun sem birti símtalið. Og hringdu þúsundir Breta í ákveðið símanúmer til þess að fá að hlusta. titrar egar brúðkaup aldarinnar fór fram í júlí 1981 stóð heimurinn á öndinni. Ævintýri eins og þau gerast best var í gangi, prinsinn og ríkiserfmginn gekk að eiga feimnu, hlédrægu stúlkuna, sem síðar átti eftir að vinna hug og hjörtu alheimsins, hvort sem var fyrir persónutöfra sína eða við- leitni til hjálpar sjúkum og bágstöddum. Hann, Karl, var prinsinn af Wales og hún, lafði Díana Spencer, varð prinsessan af Wa- les og þar með væntanleg drottning Breta. Þau eignuðust tvo syni, William 1982, væntanlegan kóng, og Harry 1984. Kjarna- fjölskyldan fullkomnuð og þar með áttu þau að lifa hamingjusöm upp frá því. En ekki fór allt eins og það átti að fara. Díana sem hafði hreppt eftirsóttasta pip- arsvein í heimi naut ekki ástar og athygli eig- inmannsins og mun hún hafa þjáðst af Fergie á frönsku rívíerunni með dætrunum tveim Beatrice og Eugenuie og síðast en ekki síst fjármálaráðgjafa sínum John Bryan. Hún er flóttaleg á myndinni þegar hún uppgötvar að Ijósmyndari hefur fest samband hennar og ráðgjafans á filmu. óhamingju allt frá því skömmu eftir trúlofun þeirra í febrúar 1981, þá nítján ára að aldri. Frá þessu og mörgum öðrum hamingju- snauðum árum í lífi íbúanna í Buckingham- höll greinir breski blaðamaðurinn Andrew Morton í bók sinni „Díana - Sönn saga“ (Díana, Her Tme Story) sem kom út fyrr á þessu ári. Bókin varð strax metsölubók í Bretlandi og í Bandaríkjunum og valdir kafl- ar hafa verið birtir í London Sunday Times. í bókinni ljóstrar Morton upp málum sem þykja áfall fyrir bresku konungsfjölskylduna. Hann segir frá vinfengi Karl við aðra konu, fimm misheppnuðum tilraunum Diönu til þess að svipta sig lífi, veikindum hennar sem tengjast ofáti og lystarstoli (bulimia) og óhamingju hennar í konungsfjölskyldunni. Vangaveltur um hjónaband Karls og Diönu hafa lengi verið uppi þó svo fáa grun- aði að ástandið væri jafn slæmt og Morton talar um í bók sinni. Þau sjást sjaldan saman og gegna sjaldan sameiginlega opinberum skyldustörfum. A meðan hún fer ein í opin- berar heimsóknir eins og fyrr á þessu ári til Egyptalands fór hann einn til Tyrklands með teikniblokkina. Það er oft á tíðum eins og dagskrá þeirra sem tengist opinberum at- höfnum sé sniðin þannig að þau þurfi ekki að hittast. Díana er geysilega vinsæl meðal þjóðarinnar og Bretar vilja fá hana fyrir drottningu. Hvar sem hún er og fer fyllast götur og torg og þá sjaldan að þau hjónakorn eru saman á ferð þá kvarta vegfarendur sem standa þeim megin götunnar sem Karl geng- ur. Því auðvitað vilja allir sjá Di. Bók Mortons hefur valdið miklu fjaðrafoki jafnt í Bretlandi sem annars stað- ar. Sérfræðingar í málefnum konungsfjöl- HEIMS 27 MYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.