Heimsmynd - 01.10.1992, Qupperneq 28

Heimsmynd - 01.10.1992, Qupperneq 28
reska krúnan titrar skyldunnar og í málefnum kóngafólks al- mennt hafa haft í nógu að snúast við að skil- greina, útskýra og velta sér upp úr orsök og afleiðingum hjónabandserfiðleika konungs- fjölskyldunnar. Og fólkið fær seint nóg. I Astralíu hringja þúsundir forvitinna manna í sérstakt símanúmer sem gefur nýjustu fréttir af hjónabandsmálum konungsfjölskyldunn- ar eins og um væri að ræða úrslit í mikilvæg- um kosningum eða fótbohaleik. Og mildð er rætt um stigann á sveitasetri fjölskyldunn- ar í Sandringham þar sem sagt er að Díana hafi kastað sér niður þegar hún var á þriðja mánuði meðgöngu eldri sonar síns William 1982. Hér er sem sagt komið nýtt aðdráttar- afl við hlið Tower of London til þess að laða erlenda ferðamenn til Bretlands. Það má því með sanni segja að prinsinn og prinsessan í ævintýrinu sem hófst svo fallega hafi lifað í ansi stormasömu ævintýri og hver veit nema ævintýrið sé úti. Morton heldur því fram að Díana hafi lengi haft fyrirboða um það að Opinberlega hjón: Karl og Díana á leið í Whitehall 1991. Upphaflega stóð til að Díana kæmi ein en rétt áður ákvað Karl að fara með og virðist það koma flatt upp á skipuleggj- endur. Þetta var í kjölfarið á miklum vangavelt- um um hjónaband þeirra og líklega hefur Karli þótt við hæfi að láta sjá sig með eiginkonunni. Fergie sem fyrr á þessu ári sleit samvistir við eiginmanninn Andrew var fljót að ná sér í nýjan. Með háttalagi sínu þykir Fergie hafa beðið mikinn álitshnekki þó svo Bretar hafi aldrei komist að neinni niðurstöðu hvað þeim ætti að finnast um hana. Fyrst var hún of feit og púkaleg svo varð hún alltof mjó og eyddi allt of miklu í föt eða hárið var of sítt eða stutt. Hún var alltaf í skugga Di. hún eigi aldrei eftir að verða drottning og stuttu eftir útkomu bókarinnar er hún heim- sótti spítala í Merseyside brast hún í grát þegar hún fann fyrir samúð fólksins og varð að aðstoða hana aftur inn í bílinn. Nokkuð sem ekki hafði komið fyrir hana áður. Það sem rennir fyrst og fremst stoðum undir sannleiksgildi bókar Mortons eru til- vitnanir í nokkra af nánustu vinum Diönu sem flestir eru nafngreindir. Vinir sem fram til þessa höfðu neitað að svara blaðamönn- um spurningum sem tengdust Diönu og konungsfjölskyldunni. „Prinsessan hefur augsýnilega veitt þeim leyfi til þess að tala við Morton og jafnvel stungið upp á því við þá,“ segir Ingrid Seward ritstjóri Majesty magazine sem er tímarit hliðhollt konungs- fjölskyldunni. Góðvinur Diönu, James Gil- bey, erfingi ginauðæfanna, segir til dæmis frá tilraunum hennar til þess að svipta sig lífi. Hann segir tilraunirnar í sjálfu sér kannski ekki hafa verið mjög hættulegar en prinsess- an hafi fyrst og fremst verið að kalla á hjálp og athygli eiginmannsins. Og það er vin- kona Diönu, Carolyn Bartholomew, sem segir frá veikindum hennar sem tengjast of- áti og lystarstoli (bulimia). Stuttu eftir út- komu bókar Mortons sást Díana koma frá áðurnefndri vinkonu sinni með grátbólgin augu en hún heldur sambandi við alla þá vini sína sem vitnað er í í bókinni. Það er samt erfitt að ímynda sér að jafn glæsileg kona og Díana er, skólabókardæmi um heil- brigt og gott útlit, sé haldin næringarsjúk- dómi á borð við bulimia. Vinir hennar halda því fram að hún hugsi mikið um mat og geti hæglega sporðrennt heilli eplaköku sem fer svo líklega sömu leið til baka. Skilnaður Karls og Diönu yrði stærsta áfall konungdæmisins síðan 1936 þegar Ed- HEIMS 28 MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.