Heimsmynd - 01.10.1992, Síða 29

Heimsmynd - 01.10.1992, Síða 29
JSU. krúnan titrar ward VIII afsalaði sér krúnunni og kvæntist Wallis Simpson, sem var tvífráskilin. Það hefði líka mikil áhrif á leið Karls að krún- unni þar sem hann er æðsti yfirmaður bresku kirkjunnar og hefur því ekki leyfi til þess að kvænast aftur. Allt frá því að Karl var krýnd- ur prinsinn af Wales af móður sinni hefur hann verið í undirbúningsþjálfun undir konungsembættið. Leit að drottningarefni og brúðkaup aldarinnar 1981 voru aðeins nokkur skref á leið hans að embættinu. Ást- in var aukaatriði, umfram allt varð kvon- fangið að vera efnilegt. Anothony Holden einn af þeim sem ritað hafa ævisögu Karls segir að staðreyndin sé sú að það voru ekki mörg ákjósanleg drottningarefni eftir í Evr- ópu. Díana mótmælendatrúar og hrein mey passaði einfaldlega frábærlega vel inn í myndina enda Karl orðinn nokkuð örvænt- ingarfullur í leit sinni. Karl kynntist Diönu þegar hún var sextán ára og hann tuttugu og átta. Því hefur oft verið haldið fram að þau eigi fátt sameigin- legt svo hjónabandið hafi ekki verið byggt á traustum grunni. Hins vegar hafa menn frekar efast um tilfinningar Karls í garð Díönu en öfugt og samkvæmt bók Mortons hafa þau ekki deilt svefnherbergi í mörg ár. Þessu til sönnunar vegur þungt samband Karls við Camillu Parker Bowles sem hann kynntist árið 1972. Þau voru þá bæði tutt- ugu og þriggja ára og ólofuð og höfðu svip- uð áhugamál ólíkt Díönu og Karli. Parker Bowles er gift Andrew Parker Bowles hers- höfðingja sem vinnur fyrir drottninguna. Morton segir að skömmu fyrir brúðkaup aldarinnar hafi Díana fundið armband sem Þau sjást sjaldan kyssast prinsinn og prinsessan af Wales eða að þau láti tilfinningar sínar á ein- hvern hátt í Ijós. Oft finnst Ijósmyndurum frekar eins og þau vilji að eitthvað allt annað komi fram. 29 Karl ætlaði að senda Parker Bowles og hafi Díana íhugað að aflýsa brúðkaupinu. Sam- band Karls við Parker Bowles telur Morton vera ástæðuna fyrir því að Díana greip til þess örþrifaráðs að reyna að svipta sig lífi. Við megum heldur ekki gleyma því að Mönnum er tíðrætt um áhugamál Karls og Díönu sem þykja afar ólík. Hann hefur gaman af glæfralegum íþróttum sem eru henni mjög á móti skapi. í pólóleik handleggsbrotnaði ríkiserfinginn og þurfti að gangast undir upp- skurð. I kjölfarið á brotinu greip prinsinn þung- lyndi og höfðu Bretar á tímabili miklar áhyggjur af honum. Myndin sýnir Díönu ná í Karl af sjúkrahúsinu í Nottingham. ímynd bresku konungsfjölskyldunnar selur. Hún færir bresku þjóðinni miklar tekjur ár hvert en vinsælasti meðlimur konungsfjöl- skyldunnar í dag er Díana. Hún var feimna hlédræga stúlkan í byrjun, smátt og smátt óx sjálfstraustið og á skömmum tíma vann hún hug og hjörtu allrar þjóðarinnar með fram- kornu sinni og persónutöfrum. Karl þykir afkasta miklu í starfi sínu en enginn þykir komast með tærnar þar sem Díana hefur hælana þegar talað er um lengd vinnudags. Hún fer á einum degi landshorna á milli, sinnir sonum sínum og fríum og fer í opin- berar heimsóknir. Hún leggur sig fram um að læra tungumál þeirra þjóða sem hún heimsækir og setja sig inn í atburði líðandi stundar. I ofanálag er hún undir smásjá fjöl- miðla sem gera strangar kröfur um að útlitið sé óaðfmnanlegt. Það þarf sterkar taugar til þess að standa undir öllu þessu, aldrei í afslöppun. Óhjákvæmilega hefur öll sú ást og athygli sem Díana nýtur kallað á afbrýði- semi af hálfu Karls. Hann sem hafði verið eftirsóttasti piparsveinn í heimi og hafði HEIMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.