Heimsmynd - 01.10.1992, Side 32

Heimsmynd - 01.10.1992, Side 32
reska krúnan titrar upptökuna. Það fer vel á með þessum tveim persónum sem talast við í upptökunni en ekki hefur enn verið sannað að það sé prinsessan sem eigi í hlut. Bankamaðurinn segir nú að þetta hafi verið mistök lífs síns, hann iðrist þeirra innilega og segir græðgina hafa náð tökum á sér. 1 kjölfarið á öllum þessum erfiðleikum er Díana farin að leita til heilara til þessa að vinna bug á streitu sem óvægin umfjöllun fjölmiðla hefur kostað hana. Það er augljóst að Díana hefur viljað að atburðirnir í bók Mortons kæmu fram í dagsljósið til þess að leysa úr hjónabandserf- iðleikum sínum. Karl hefur frá útkomu bók- arinnar tekinn aukinn þátt í sameiginlegum skyldustörfum þeirra sem þykir sigur fyrir Díönu. Það væri líka kaldhæðni ef Díana myndi hverfa af sjónarsviðinu einmitt nú þegar hún hefur náð fullkomnu valdi á hlut- verkinu. Þau hafa þá kannski ákveðið að lifa Díana hefur einsett sér að láta gott af sér leiða. Hún berst fyrir aukinni fræðslu í málefnum þroska- heftra og eyðnisjúkra. Hvar sem hún fer eyðir hún miklum tíma með börnum og gömlu fólki. Myndin er tekin fyrr á þessu ári þegar hún var í opinberri heimsókn í Egyptalandi ein á ferð að vanda enda sjaldan sem dagskrá Karls og Díönu fer saman. d Almenningur veltir sér ekki mikið upp úr sam- bandi Díönu og Elísabetar drottningar. Hún er eflaust ágæt tengdamóðir en hefur verið harðlega gagnrýnd af Bretum sem móðir enda ekki haft mörg tækifæri til þess að sinna börnum sínum. Hún varð ung drottning og var uppeldið undantekningarlaust í höndum barnfóstra. í sitt hvoru lagi í hjónabandi en leika leikinn saman á opinberum vettvangi. Almenningur myndi fallast á það eins og dæmi sýna úr sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Þau eru bæði tvö svo góðir Ieikarar að þeim mun takast það. Hvað sem því líður þá hefur ljóminn yfir bresku konungsfjölskyldunni dofnað og blaðafulltrúar fjölskyldunnar tjá sig ekkert um málið og láta þar með eins og ekkert sé. En hvort Díana er til í að taka þátt í þessu Ieikriti kemur að öllum líkindum í ljós frekar fyrr en seinna. I 32 HEIMS MYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.