Heimsmynd - 01.10.1992, Side 39

Heimsmynd - 01.10.1992, Side 39
Jón Óttar Ragnarsson fyrrum sjónvarpsstjóri hitti hana í Leik- húskjallaranum hausdð 1985. Hún var þá ungur og upprennnandi arkitekt. Hann hreifst af útgeislun hennar og saman ákváðu þeir Hans Kristján Arnason að fá hana í lið með sér til að koma Stöð 2 á laggirnar. Þeir hefðu ekki getað veðjað á viljugri hest. Hún kast- aði sér í verkefnið af lífi og sál án þess að eiga nokkurn hlut í fyrir- tækinu sjálf. Þeir kölluðu hana Ijósmóður Stöðvarinnar og ljós fárra skein eins skært á skjánum næstu árin og hennar. Þegar frumkvöðl- arnir misstu fyrirtækið úr höndum sér í árslok 1989 hvarf Val- gerður Matthíasdóttir einnig fljótt af vettvangi. Hún gat ekki hugsað sér að vera ekki lengur í þessu af heilum hug. Jafnvel þó svo að hún hefði næstum fórnað sálarheill sinni og hún hefði gengið nærri heilsu sinni og lífskrafd með of mikilli vinnu og álagi vegna streitu. I einhvern tíma spurðist fátt til Völu Matt. Almenningur er fljótur að gleyma. Hvar skyldi hún nú vera niðurkomin? spurði einhver en margir kærðu sig kollótta og sögðust hafa fengið nóg af fjölmiðlafárinu í kringum forkólfa Stöðvar 2. En lengi lifir í göml- um glæðum. Þegar nafn Völu Matt. ber á góma sperra ýmsir eyr- un og fólki er ekki sama um afdrif hennar vegna þess að á tímabili varð hún almenningseign og slíkt fólk verður þjóðarsálinni aldrei aftur ókunnugt. Nú er hún aftur komin í sviðsljósið, með Litróf í Ríkissjónvarp- inu auk ýmissa annarra lausaverkefna. Þegar ég hitti hana í sumar sagðist hún hafa eytt heilu íbúðarverði í sálfræðing sem hún hefur gengið til undanfarin ár. Svo hló hún. En hún var í lægð og viður- kennir það. Hún fékk nóg af fjölmiðlum og umfjölluninni í tengslum við einkalíf sitt. Eins og sært dýr dró hún sig í hlé og sleikti sárin. „En ég nenni ekki að velta mér upp úr því,“ segir hún og biður þjón í Perlunni að færa sér nýjan kaffibolla: „Það er smá varalitur á þessum. Ekki minn litur!“ bætir hún við kímin. „Jón Óttar er bú- inn að skrifa bók, Hans Kristján hefur tjáð sig um málið og Óli H. hefur snúið sér að öðru. Eg vil ekki láta bendla mig við klúður strákanna þar sem ég hafði aldrei neitt með fjármál stöðvarinnar að gera. En þeir eiga engu að síður mikinn heiður skilinn fyrir braut- ryðjendastarf sitt. Þegar þeir fóru út úr fyrirtækinu gat ég ekki hugsað mér að vera þar lengur. Mér leist ekkert á þessa kaupsýslu- menn sem komu í staðinn, tortryggnina og græðgistóninn. Sjón- varp er svo stórkostlegur miðill eins og hefur sýnt sig þegar sjón- varpið er notað rétt. Eg tek sem dæmi sjónvarp frá Persaflóadeil- unni og falli austurblokkarinnar. Þar höfðu beinar útsendingar heilmikil áhrif á framvindu mála í rétta átt. Eg sé ekki eftir því að hafa fylgt eðlisávísun minni og hætt á Stöð 2 sem mér finnst hafa leiðst inná villigötur. Samt þykir mér ennþá svo vænt um þessa stöð, rétt eins og foreldri þykir um afkvæmi þótt það sé ekki sátt við hegðan þess. Mennirnir sem keyptu stöðina vilja auðvitað spara og eru því með heilmikið amerískt drasl á boðstólum. Það er eðlilegt að þeir dragi úr innlendri dagskrárgerð á erfiðleikatímum en þegar hagur þeirra vænkast á nýjan leik virðast þeir ekki vakandi fyrir innlendri dagskrárgerð. Lítil fyrirtæki eins og Plúsfilm, Saga Film og Nýja Bíó gætu unnið menningarþætti fyrir Stöðina á svip- uðu verði og sumt útlenda efnið er keypt fyrir. Verst er hvað mik- ið ofbeldi er sýnt á Stöð 2. Ég skil ekkert í því að enginn andmæli þeirri þróun. Harka og ofbeldi færist í vöxt í þjóðfélaginu og Stöð 2 er að hluta ábyrg fyrir því. Ég skammast mín fyrir það því mér finnst ég ábyrg sem einn af stofnendum stöðvarinnar. Þess vegna hlakka ég svo mikið til að vinna fyrir Rikissjónvarpið þar sem ís- lensk menning og listir eru í hávegum höfð.“ Engan skyldi undra að hún hafi skoðun á Stöð 2, þar sem hún eyddi næstum hverri stund í heil fjögur ár. „Ég gaf mig alla í þetta og þegar upp var staðið var skaði minn bæði fjárhagslegur og and- legur.“ I öllu talinu um bruðl á stöðinni var Vala lítið að hugsa um að koma ár sinni vel fyrir borð. Það kom oft fyrir, segir hún, að hún greiddi veitingar úr eigin vasa þegar hún og Jón Óttar héldu velunnurum stöðvarinnar hóf. „Mér bauðst að gerast hluthafi en ég hafði engan áhuga á því.“ Þeir sem ekki þekkja hana eiga ef til vill bágt með að trúa þessu en hinir vita að Vala og Ebenezer Schrooge, söguhetja Dickens, eiga fátt sameiginlegt. Þegar Vala hellti sér út í vinnuna á Stöð 2 voru það ekki bankainnistæður sem freistuðu heldur spennan, samstarfið við félagana þar og sviðsljós- ið. Hún gerir sér grein fyrir því að það er fáránlegt fyrir þá sem í sviðsljósinu standa að afneita því. Ef þeir þyldu það ekki myndu þeir forðast það. „Ymsir stóðu í þeirri trú að hápunktur starfsins hefði verið fyrir framan myndavélina í beinni útsendingu. En málið er að ég var oft útkeyrð þegar 19:19 hófst. Dagurinn á Stöð 2 hófst snemma, oft með stjórnarfundum upp úr átta á morgnana og síðan var span all- an daginn. Og á þeim tíma þegar venjulegt fólk er komið heim úr vinnu og sest við kvölverðarborðið voru útsendingar að hefjast hjá okkur. Það skipti engu máli hvernig maður var upplagður, maður „Eg gaf mig alla í þetta °g þegar upp var staðið var skaði minn bæði fjárhagslegur og andlegur.a þurfti að standa sína pligt fimm daga vikunnar og kvöldin líka auk allra helganna.“ Hún vann og tók um leið á sig erfiðleika og áhyggjur eigend- anna sökum náins sambands síns við Jón Óttar. Hún ranghvolfir augunum aðspurð um á hvaða tímabilum samband þeirra hafi staðið árin sem sem hún var á Stöð 2 og svarar: „Það er best að tím- inn passi einnig út á við! Þetta var svo mikið rugl fram og til baka.“ Hlær síðan og bætir við að samband þeirra hafi í öllu falli hafist áður en hann varð þessi umdeilda fjölmiðlafígúra. „Þegar við byrj- uðum saman var hann að stimpla sig inn á Rannsóknarstofu land- búnaðarins, lektor í háskólanum og að skrifa kjallaragreinar í DV. Maður ræður víst ekki hverjum maður verður ástfanginn af.“ Umfjöllunin um samband þeirra og hinn fræga ástarþríhyrn- ing fór ekki síður illa í hana en sá veruleiki sem hún bjó við. „Margir skilja ekki hvernig maður gat hætt og byrjað aftur en ein ástæðan fyrir þessu slitrótta sambandi var spennufíknin í mér. Þeg- ar leið að því að Jón Óttar gengi í hjónaband og byði til hins fræga brúðkaups var ég ákveðin í því að láta engan bilbug á mér finna. Ég var í þeim efnum rétt eins og í starfinu staðráðin í því að vera sterk, halda mínu striki og vera hetja. Auðvitað lærði ég ýmislegt eftir á. Reynslan er besti skólinn. Þetta var bæði átak og ábyrgð sem maður tók á sig. Þegar við Helgi Pétursson vorum með 19:19 að keppa við Ríkissjónvarpið vorum við í lokaátakinu við myndlyklasöluna. Á sama tíma er ég í sambandi við Jón Óttar og hans persóna var liður í uppbyggingu stöðvarinnar. Þetta samband við hann og umstangið í kringum HEIMS 39 MYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.