Heimsmynd - 01.10.1992, Side 49

Heimsmynd - 01.10.1992, Side 49
veiða innan sinna eigin ...marka,“ segir FBI-lögreglukonan sem leik- konan Jodie Foster túlkar í myndinni Lömbin þagna og það sama á við um konur. Það er því ekki óhugsandi að þegar kona segist treysta annarri konu sé hún í raun að segja að metnaður þeirra skarist ekki, eða einfaldlega það að hún sé yfir það hafm að óttast samkeppni frá henni. RONURONUR OG RARLARONUR I grein í tímaritinu Esquire um þetta sama efni veltir Elizabeth Kaye upp þeirri feminísku hugmynd að til séu fyrirbærin konukonur og karlakonur. Hún segir kvengerðirnar skýra sig svo til sjálfar þar sem konur stjórnist af eigin hagsmunum fyrst og fremst, hversu tak- markaður sem skilningur þeirra sjálfra á fyrirbærinu kann að vera. Konukonur sækja styrk sinn til annarra kvenna meðan karlakonur sem gefa þó oft af sér ímynd sjálfstæðis sækja styrk sinn til karla. „Karlakonur eru ekki þær fornminjar sem hægt væri að ímynda sér,“ segir Kaye meðal annars í grein sinni. Hún tiltekur fjórar gerðir slíkra kvenna: Konur sem óttast að taka ábyrgð á sjálfum sér (og Colette Dowling gerði ódauðlegar í bók sinni Oskubuskuáráttan); Uppstopp- aðar eiginkonur sem halla sér að vandlátu viðhorfi fyrrverandi feminista sem er: slípaður demantur varir að eilífu. Menntakonur á framabraut sem í hjarta sínu hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að velgengni sé einskis virði ef það sé eng- inn til að deila henni með; síðast en ekki síst eru það konurnar sem enn hafa ekki losað sig við yfirþyrmandi viðhorf föðurins. Þessar konur eru alls staðar úti í þjóðfélaginu og ein þeirra gæti verið dragtarklædda konan sem þú sást í Hag- kaupum í gær; hún var í óðaönn að troða fjölskyldu- stærð af klósettpappír í körf- una hjá sér og hélt ungbarni í uppréttri stöðu til að kom- ast hjá því að það slefaði í Cartiersilkiblússuna. Þörf þeirra fyrir hækjur í karl- mannslíki auðveldar í senn tilveru þeirra og hún lætur þær falla auðveldlega í gildr- ur sem taka á sig hinar ólík- ustu myndir en meðal þeirra má líta hvorttveggja örlög Emmu Bovary og Ivönu Trump. Sumar konur dæma sig sjálfkrafa úr leik, þær konur eru hvorki sérlega metnað- argjarnar, afbrýðisamar eða smart. Þessar konur gifta sig ungar og velja sér heiðarlegt ævistarf, til dæmis kennslu, bókasafnsfræði eða meðferðarstörf. Slíkar konur ógna engum, krefjast lítillar athygli og uppskera hana í samræmi við það. Þær kjósa helst að afþakka sam- kvæmi ef þeim stendur það til boða, en mæti þær eru þær feimnar og óframfærnar. „Þetta eru auðvitað öfgafullar skilgreiningar,” segir Kaye, og flestar konur eru einhverstaðar á miðri leið. „Er hún ekki draumur,” sagði fimmtugur karlmaður við mig á götu um daginn og kynnti fyrir mér konuna sem hafði alið honum fimm börn, hugsað um þau svo til ein, var doktor í sagnfræði og hafði lokið prófi samtímis og hún vann fyr- ir heimilinu og hafði þó aðeins húshjálp annarrar konu tvisvar í viku, „Jú,” sagði ég afar fölsk á svipinn en bætti því ekki við að mér fyndist konan vera vondur draumur, eiginlega martröð í kvenmannsfötum sem eiginmaðurinn hafði troðið í kökuform og bakað eftir uppskrift frá tímum þrælahalds. Eiginkonan sem var greinilega sátt við að vera draumur og vön að vera kynnt sem slík fyrir gestum og gangandi brosti sínu blíðasta, enda meðvituð kona og að eigin dómi mikil kven- réttindakona sátt við þá staðreynd að það var réttindabarátta kvenna sem jók tólf tímum við vinnudag hennar við lestur á sagnfræðibókum, ritgerðasmíðar og rannsóknir til þess að hún mætti verða slík fyrir- mynd annarra kvenna. Þessi glansmynd leitaði á hugann þegar ein konan sem ég talaði við kvaðst ekki þola súperkonur, hún kynni bet- ur að meta „konur sem létu tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur, hlutina reka á reiðanum og kæmust samt tiltölulega óskemmdar í gegnum lífið og næðu árangri fyrir sig og sína. Því breyskari því betri,” bætti hún við. Boðin velkomin með kossi HEIMS 49 MYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.