Heimsmynd - 01.10.1992, Page 56

Heimsmynd - 01.10.1992, Page 56
vorum. Það hefði engum forseta á fundi kjósenda hér í bæ haldist uppi að neita henni um orðið þó að beint væri boðað og auglýst að kjósendur einir mættu tala. Hún var undanþegin harðstjórn tískunnar - hún ein. Þess verður vart langt að bíða að jafn sjálfgefið verður að all- ar konur mæli, eigi síður en karlar, málum öllum og ráði og þá mun Þorbjargar minnst og menn skilja hvílíkur brautryðjandi hún var.“ Tobbukot Um 1860 festi Þorbjörg kaup á litlum steinbæ við Skólavörðustíg, rétt fýrir ofan Hegningarhúsið, þar sem nú stendur hús Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Bærinn var aðeins um sjö metrar á lengd og fimm metrar á breidd. Niðri var ein stofa og eldhús en uppi tvö her- bergi undir súð. Þarna bjuggu löngum hjá henni ættingjar og ljós- móðurnemar. A skólaárum bjó þar til dæmis Einar Benediktsson skáld, bróðursonur Þorbjargar, sem um margt líktist hinu stórbrotna föðurfólki sínu. Þá tók hún litla telpu að sér, systurdóttur sína, Olafíu Jóhannesdóttur, sem ólst síðan upp hjá henni sem væri hún hennar eigin dóttir. Ólafía varð meðal merkustu kvenna og er af henni mikil saga. Hún braut sjálf menntamúrinn í Lærða skólanum í Reykjavík og varð fýrst kvenna til að ljúka þaðan prófi úr fjórða bekk. Síðar fluttist Ólafía til Noregs og varð þar fræg fýrir afskipti sín af líknarmálum. Að hætti þeirra tíma var Þorbjörg ætíð nefnd frú Svendsen en gárungarnir kölluðu litla kotið hennar Tobbukot. Séra Syeinn Víkingur segir þó að þar hafi um árabil verið eitt þeirra heimila „sem hæst bar í Reykjavík að andlegri reisn og áhrifanna þar gætti á mörg- um sviðum bæjarlífsins og voru furðulega máttug og sterk.“ Benedikt Sveinsson var tíður gestur hjá systur sinni. Einum af ljósmóður- nemunum sem þar voru til húsa segist svo frá: „I litla húsið hennar við Skólavörðustíg söfnuðust saman gestir sem erindi áttu við hana og bróður hennar, Benedikt Sveinsson alþingis- mann... Á heimili Þorbjargar var fylgst með átökunum sem þá stóðu yfir í stjórnmálum þjóðarinnar af brennandi áhuga. Enginn sem var þar til húsa komst hjá því að hrífast af eldlegum áhuga þeirra systkina og baráttuhug fýrir öllu því sem þau töldu landi og þjóð til heilla.“ Síðar reistu þær mæðgur Þorbjörg og Ólafía lítið timburhús við hlið Tobbukots, Skólavörðustíg 11A, og þar bjó lengi önnur merk fjölskylda, Benedikt Sveinsson yngri, alþingismaður, og kona hans, Guðrún Pétursdóttir, með stóran barnahóp, þar á meðal Bjarna Bene- diktsson, síðar forsætisráðherra. Grímuklædd kona í skemmdarverkum Þorbjörg ljósmóðir lét sér ekki nægja að tala á opinberum manna- fundum, líklega fyrst kvenna hér á landi svo að nokkru næmi. Hún var „aktívisti“ og tók jafnvel þátt í skemmdarverkum. Benedikt, bróðir hennar, lenti í miklum deilum við voldugasta danska kaupmanninn í Reykjavík, H. Th. A. Thomsen. Benedikt bjó þá á Elliðavatni og var orðinn landsyfirréttardómari. Thomsen kaupmaður átti hins vegar veiðirétt í Elliðaám og líkaði Bendikt og öðrum bændum við árnar það illa að Thomsen lét þvergirða árnar við ósa þeirra og hirti alla laxa, sem upp gengu, í laxakistur sínar. Benedikt taldi að ólöglega væri að farið og fléttuðust þessar deilur inn í sjálfstæðisbaráttuna þar sem Thomsen var danskur. Þetta var útlagt sem deilur íslendinga við hið danska vald. Benedikt reyndi árum saman að klekkja á kaupmann- inum með ýmsum ráðum, meðal annars stíflugerð og áveitu- framkvæmdum auk málaferla. Þessar deilur Benedikts ásamt drykkju- skap og óreiðu áttu þátt í að hann var settur af sem dómari. Eftir það hóf hann - með dyggri aðstoð Þorbjargar, systur sinnar - stórfellda her- ferð gegn eignayfirráðum Thomsens á Elliðaám og var þar ýmsum meðölum beitt, harðskeyttum áróðri - og beinum aðgerðum. Minnti Þorbjörg þá helst á kvenhetjur Islendingasagna sem særðu hetjurnar til Við Elliðaár. Húsið er líklega veiðihús Thomsens kaupmanns. Við hann áttu systkinin Þorbjörg og Benedikt Sveinsson í heilögu stríði. Hún eggjaði til skemmdarverka á laxakistum kaupmannsins og fór sjálf að sögn í karlmannsklæðum að næturþeli til að taka þátt í þeim. blóðugra hefnda og vígaferla. Árum saman logaði allt í deilum og óeirðum út af laxamálum í Elliðaám. Steininn tók þó úr sumarið 1879 er laxakistur Thomsens kaupmanns voru þrisvar sinnum brotnar og eyðilagðar að næsturþeli, í eitt skipti af grímuklæddum hópi manna. Var sagt að Þorbjörg Sveinsdóttir hefði ekki einungis eggjað til þeirra athafna heldur einnig búið sig í karlmannsföt og verið í hópi kistubrotsmanna. Skemmdar- verkamenn höfðu og lagt á ráðin heima hjá henni. I fangelsi Fangavörðurinn í Hegningarhúsinu neitaði að setja Þorbjörgu í fanga- klefa þó að hún hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald. Til þess að uppræta þessa illvígu skæruliðahreyfingu greip nú Hilmar Finsen landshöfðingi til þess ráðs að skipa Jón Jónsson, sem yfirleitt gekk undir nafninu Jón ritari, rannsóknardómara í málinu. Hann var frægur fýrir hörku í slíkum málum. Jón ritari brá skjótt við og hélt á heimili Þorbjargar við Skólavörðustíg (Tobbukot) Jón ritari, rannsóknar- dómarinn í Elliðaármálum, setti Þorbjörgu fárveika í fangelsi fyrir aðild sína að málinu og hlaut ámæli fyrir. HEIMS 56 MYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.