Heimsmynd - 01.10.1992, Síða 62

Heimsmynd - 01.10.1992, Síða 62
á það hins vegar til að taka til hendinni þegar gerðar eru helgar- og stórhreingerningar og vaskar upp endrum og eins. Hún tekur með öðrum orðum smátt og smátt að sér að þjóna manni sínum. Síðan fæðast börnin og álagið eykst. Konur vita að lífið er ekki dans á rósum, ekki dugar að leggjast upp í sófa með blaðið fyrr en búið er að búa til matinn, ganga frá, skella í þvottavélina og sinna börn- unum. Þetta er í sjálfu sér ósköp saklaust, en engu að síður er konan komin í þjónustu- hlutverk. Álagið heima fyrir er mikið og ef þess er kostur kjósa margar konur að vera heima, að minnsta kosti hálfan daginn. A þessum árum notar maðurinn hins vegar tímann til að koma ár sinni vel fyrir borð á vinnumarkaðnum. Hann verður fyrirvinna heimilisins og hún missir fjárhagslegt sjálf- stæði sitt. Ef eitthvað kemur upp á á kona í þessari stöðu mjög bágt með að standa á eigin fótum. Karlmenn hafa vanist því að líta á þjónustu kvenna sem sjálfsagðan hlut en samband þjóns og húsbónda er aldrei á jafn- réttisgrundvelli. Þegar þetta er haft í huga þarf vart að koma á óvart þótt sumir karl- menn kjósi að sýna húsbóndavald sitt sem getur þróast yfir í kúgun og ofbeldi gagnvart eiginkonum. Það var þetta húsbóndavald sem ungi eiginmaðurinn sem segir frá hér á eftir tók sér þegar hann brúðkaupsferð þeirra hjóna fór að taka ákvarðanir fyrir konu sína þótt í smáu væri í upphafi. Ef karlmenn læra ekki að líta á konur sem jafningja sína er lítil von til að þau myrkraverk sem viðgangast í skjóli friðhelgi heimilisins heyri sögunni til. I dag virðist sem eiginmenn geti nánast gengið af konum sínum dauðum án þess að það veki raunveruleg viðbrögð og farið sé með málið í samræmi við alvöru þess. Konan sem sagt er frá hér að framan féllst á að segja lesendum HEIMSMYNDAR sögu sína. Hún lýsir því hvernig hún breyttist úr sjálfsöruggri og glaðri stúlku sem horfði björtum augum á framtíðina við hlið mannsins sem hún elskaði í lúbarða eiginkonu sem bjó í fimmtán ár við ofríki manns sem hafði reynt að myrða hana. „Við kynntumst í Glaumbæ eins og svo margir á þessum árum. Hann var ungur maður og það var gaman að vera með honum. Hann var af efnuðu fólki sem nokkuð sópaði að í þjóðlífinu." Svo rann stundin upp, þau gengu í hjónaband, hún nítján ára og hann tuttugu og fjögurra. „Ég sá eftir því að hafa gifst honum strax í brúðkaupsferðinni. Um leið og við vorum gift fór hann að sýna á sér nýja hlið, nú var það hann sem réði. Strax í brúðkaupsferðinni tók hann öll mál í sínar hendur, hann var með peningana og stjórnaði hvenær og hvað skyldi gera. Samt voru þetta í raun smá- atriði, eins og það þegar við fórum á veitingastað og ég vildi borða pasta, pantaði hann steikur handa okkur eða ef mig langaði í rauða skó, sagði hann að sér fyndist þeir ljótir, ég skyldi kaupa þessa bláu. Það er erfitt að útskýra hvers vegna ég lét þetta viðgang- ast. Ég varð mjög hissa og áttaði mig alls ekki því hvað var að gerast. Til þessa höfðum við verið jafn- ingjar og því kom þessi hegðun mér mjög í opna skjöldu. Þegar maður svo loks ætlar að fara að standa á rétti sínum þá tekur líkamlegt ofbeldi við.“ Hveitibrauðsdagarnir tóku enda. Smátt og smátt ágerðist stjórnsemi hans og yfirgangur. „Hann fór að verða mjög styggur og án þess að taka eftir því fór ég að leggja mig fram um að gera ekkert sem gæti orðið til þess að reita hann til reiði. Þegar líða tók á daginn og ég vissi að hann gæti farið að koma heim gætti ég þess að allt væri hreint og í lagi og maturinn til.“ Gagnrýnin beindist ekki aðeins að húshaldi heldur einnig að henni sjálfri. „Hann setti út á fötin sem ég gekk í, hvernig ég málaði mig, fannst ég ljót og vitlaus, allt sem ég gerði var ómögulegt. Hann taldi mér statt og stöðugt trú um að ég gæti ekkert og væri einskis virði. Hann var mjög afbrýðisamur út í þá sem stóðu mér nærri. Fannst fólkið mitt „bilað“ og „klikkað“ og vinkonur voru í hans augum fífl og mell- ur. Hann var líka afbrýðisamur út í starfs- félaga mína og fljótlega varð það úr að ég hætti að vinna. Á skömmum tíma hættu vinkonur mínar að tala við mig þegar hann var heima og honum var aldrei boðið með til þeirra því þeim var illa við hann. Allt í einu og nánast áþess að taka eftir því hafði ég einangrast nær algjörlega." Brátt komst hún að því að fjölskyldan sem hún hafði gifst inn í var ekki öll þar sem hún var séð. „Innan dyra ríkti faðir hans. Hann misþyrmdi börn- um sínum og eiginkonu, jafnvel fyrir framan okkur hin. Eg man til dæmis eftir því að eitt sinn þegar öll fjölskyldan sat við matarborðið og honum mislíkaði eitthvað sem konan hans hafði gert, braut hann diskinn sinn og notaði brotin til að skera hana. Hún var gjörsamlega kúguð og samskipti þeirra fóru fram þannig að hann gaf henni merki eins og hundi og hún hlýddi. Maðurinn minn fyrrverandi grét oft undan föður sínum, en það stöðvaði hann ekki í að beita sína eigin fjölskyldu sama harðræði. Uppeldi hans hafði einkennst af ofbeldi föðurins sem stöðugt niðurlægði hann og talaði til hans í þriðju persónu. Ég held að það hafi gert hann að því sem hann er því hann kemur nákvæmlega eins fram við börnin sín eins og komið var fram við hann. Þess vegna finnst mér rétt að kalla þetta fjöl- skylduofbeldi, það verður til í fjölskyldunni og enginn fer varhluta af því.“ Fyrsta sinn sem hann misþyrmdi henni var tæpu ári eftir brúðkaupið en hún var þá ófrísk, komin sjö mánuði á leið. Það voru kosningar og þau höfðu sest niður um kvöldið til að fylgjast með talningu atkvæða. „Það vildi svo til að hann og fjölskylda hans höfðu aldrei vitað hvar ég stóð í pólitík. Ég var alin upp við það að fólk ræddi stjórnmál og að öllum væri frjálst að tjá skoðun sína. Þegar í ljós kom hvaða skoðun ég hafði trylltist hann gjörsam- lega. Hann var bláedrú þegar þetta gerðist. Hann sló mér upp við vegg, þannig að ég datt. Ég varð fyrir hrikalegu andlegu áfalli ekkert síður en líkamlegu. Ég varð skelfingu lostin af hræðslu því maðurinn er miklu stærri og sterkari, ég hélt að hann væri orðinn HEIMS 62 MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.